19.9.2021 | 13:49
Nýtt viðskiptamódel í frjálsum viðskiptum - dögun nýrra tækifæra í íslensku samfélagi
Heildarkostnaður vöru og þjónstu mun í nánustu framtíð taka mið af heildrænum umhverfisáhrifum.
Hvað kostar 1kg af sveppum frá Varmalandi fyrir Borgafirðinga, í samanburði við 1 kg af innfluttum sveppum frá Póllandi þegar tillit hefur verið tekið til kostnaðar í formi losuur á jarðefna-CO2 í framleiðslu og flutningi á báðum vöruliðum ? Hvað kostar það umfram magna af jarðefna-CO2 sem losað er út í andrúmsloftið við framleiðslu og flutning á 1kg af pólskum sveppum? Þann kostnað á eftir að leggja á pólsku sveppina. Já, pólsku sveppirnir munu kosta meira í nánustu framtíð en sem nemur CIF-verði innflutningsaðila á Íslandi í dag.
Allt tal um frjálsan innfluttning á vörum verður fyrst umhverfislega ábyrgt þegar tillit hefur verið tekið til þess kostnaðar sem losun á jarðefna-CO2 út í andrúmsloftið hefur í för með sér við framleiðslu á 1kg af íslenskum og pólskum sveppum. Sambærileg dæmi höfum við í tug þúsunda tali í okkar samfélagi. Og fjöldi þeirra meira sláandi en þetta dæmi þótt pólskt samfélag þurfi að stórum hluta að reiða sig á brennslu kola til orkuöflunar.
Hagfræðin hefur sannarlega kennt okkur það að miklar framfarir hafa skapst fyrir mannlíf á jörðinni, í efnahags- og framfærslulegum skilningi, með frjálsum flutningi á vörum og þjónustu. Og að framleiðandi-X sem getur framleitt bæði A og B kann að verða mun betur settur með því að einhenda sér í að framleiða bara A í miklu magni og viðhafa síðan vöruskipti við framleiðanda-Y sem einnig gæti framleitt A og B en einhendir sér í að framleiða B í miklu magni. Líkindi standa til þess að efnahafslegur ávinnungur X og Y, sem og neytenda, muni aukast þrátt fyrir aukin flutning og ýmsa aðra útgjaldaliði. Enda ekkert tillit tekið til kostnaðar vegna umhverfisáhrifa í módeli fyrri alda af skiljanlegum ástæðum.
Nú er öldin önnur. Hið nýja viðskiptamódel til bestunar í heimsþorpinu er orði ögn flóknara en módel fyrri alda og vísar til viðbúinna margvíslegra tækifæra í íslensku samfélagi til framleiðslu og atvinnusköpunnar um allt land. Frjáls innflutningur með allar vörur til Íslands á öllum dögum ársins við dögun á nýju samfélags- og umhverfislegu viðskiptamódeli getur vart skoðast sem ábyrg vegferð fyrir Íslenskt samfélag í dag og til framtíðar litið nema að teknu tilliti til ábyrgra upplýsinga um umhverfiskostnað viðskiptanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:05 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
"Hvað kostar 1kg af sveppum frá Varmalandi fyrir Borgafirðinga, ísamanburði við 1 kg af innfluttum sveppum frá Póllandi þegar tillit hefur verið tekið til kostnaðar í formi losuur á jarðefna-CO2 í framleiðslu og flutningi á báðum vöruliðum ?" Hvað kostar 1kg af þorski frá Grindavík Bretann, í samanburði við 1 kg af þorski veiddum á heimamiðum þegar tillit hefur verið tekið til kostnaðar í formi losunar á CO2 í framleiðslu og flutningi á báðum vöruliðum?
Nú þegar eru kolefnisgjöld á fyrirtæki, flutningsaðila og á eldsneyti. Þannig að tillit hefur verið tekið til þess kostnaðar sem losun á CO2 út í andrúmsloftið hefur í för með sér við framleiðslu á 1kg af íslenskum og pólskum sveppum. Og sennilega gerir CO2 spúandi hitaveitan sveppaframleiðslu okkar að þeirri sem meira losar og ættu okkar sveppir því að hækka meira en þeir Pólsku ef bæta á í skattheimtuna.
Það er umhugsunarefni að við eigum heimsmet í CO2 losun per mann. Hækkun á sköttum til að draga úr neyslu og CO2 losun munu því helst hafa áhrif á heimili okkar og störf í landinu en ekki innflutning Pólskra sveppa. Öll lönd munu bregðast við skattlagningu á útflutningsvörurnar. Þorsk og sveppi þarf að selja og það helst ekki dýrara en innlenda framleiðslu. Útflytjandinn, Pólski eða Íslenski, þarf því að lækka framleiðslukostnað og þar liggur beinast við að lækka laun og fækka fólki.
Vagn (IP-tala skráð) 19.9.2021 kl. 20:26
Takk fyrir þetta. Hér er að mörgu að hyggja. Gjöld eru eitt og raunkostnaður annað. Við innleiðingu nýrra gjalda í bærilegri sátt er algnengt að hófstilla álögur verulega. Í fyrstu er álögunum gjarnan ætlað að skapa viðurkenningu fyrir þörf en ekki að standa undir raunkostnaði í einni svipan. Í þessu tilfelli hefur stig vaxandi almenn sannfæring fyrir brýna þörf, á að stemma stigu við hlýnun í lofthjúpi jarðar - og það hratt. Ein sviðsmynd sú að jarðefna-CO2-losunar-gjöldin muni hækka verulega í nánustu framtíð. Ýmsir horfa til líkinda fyrir því að í nánustu framtíða muni kaupendur/notendur horfa til þess, sem aldrei fyrr á okkar vakt - Hvað þarf ég? Hvað þarf ég í raun? Viðbúið að brú hugans lengist milli svæðanna "Hvað þarf ég " og Hvað langar mig í" Greining á umhverfislegum raunkostnaði, hækkun gjalda, mun viðbúið lengja þessa brú og milli "þarf ég" og "langar mig í". Segi þetta gott í bili.
Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 20.9.2021 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.