13.9.2020 | 19:45
Orkuskipti í samgöngum ekki þörf á að auka raforkuframleiðslu í landinu næstu árin segir Bjarni Bjarnason í góðu viðtali í Silfrinu í dag.
Gott samtal var við Bjarna Bjarnason forstjóra OR í Silfrinu á RUV í dag þar sem hann vísar því á bug að þörf sé á að aukna orkuframleiðslu í landinu strax vegna mögulegrar fjölgunar rafbíla í landinu næstu 10 árin.
ERGO: Upplýsingarnar Bjarna hér að neðan vísa til þess að EKKI er þörf á að auka orkuframleiðslu í landinu næstu 10 árin til að mæta mögulegri aukningu á notkun á rafmagni í samgöngum landsmanna. Í landinu eru 270.000 ökutæki og ef björtustu vonir einhverra um að 100.000 ökutæki munu styðjast við rafmagn árið 2030 þá mun sá fjöldi bíla aðeins gera tilkall til 1/6 (16,7%) þess magns af rafmagni sem er óselt/laust í dag . Og nánast framtíð vísar ekki til líkinda fyrir aukinni eftirspurn á rafmagni fyrir orkufrekan iðnað (stóriðju). Til framtíðar litið þurfum við að horfa til þeirrar mögulegu sviðsmyndar að á Íslandi kunni að verða offramboð á rafmagni vegna minkandi eftirspurnar frá stórnotendum ( stóriðju). Í nánustu framtíð er mikil óvissa í kortunum varðandi sölu á rafmagni til stóriðju, annars vegar og hverfandi líkindi fyrir rafmagnsskorti , hins vegar.
ERGO-2: Í ábyrgri umræðu um æskilegar breytingar í samgöngum, til að stemma stigu við hlýnun á jörðinni, er orði ansi tímabært að tala um ORKUKERFIS-SKIPTI í samgöngum og hætta að einskorða umræðuna við ORKU-SKIPTI í samgöngum. ORKUKERFI rafbílsins inniheldur rafhlöðu !!!
Skýrsla National Academi og Sciences fram til 2030(sjá mynd) segir sitt um hlutfallslega samanburð valkosta til vélknúinna samgangna m.t.t. heildstæðra umhverfisáhrifa. Og ef neikvæð umhverfisáhrif rafhlöðuframleiðslunnar þykja léttvæg er rétt að skoða vandlega viðskiptamódel rafhlöðuframleiðslunnar, gjaldeyrisnotkun þjóðarinnar vegna rafhlaðna og kostnað neytenda þegar upp er staðið. Til að réttlæta sig á Íslandi , verður innleiðing á eikabílum, sem byggja á ORKUKERFI með rafhlöðum, að skapa með ótvíræðum hætti hlutfallslegan ávinning í að sporna gegn hækkandi hitastigi á jörðinni. Þjóðarbúið þarfnast þess ekki að tapa meiri gjaldeyri úr landinu til að tryggja sambærilegt samgönguöryggi og ferðafrelsi og við höfum í dag (líftími á rafhlöðu er takmarkaður, kostnaður mikill og sótsporið stórt) Og þjóðin þarfnast þess ekki að greiða mun meira fyrir daglegar samgöngu á landi. Allra síst ef rafgeymavæðing í samgöngum skapa ekki hlutfallslegan ávinning í að stemma stigu við hlýnun í lofthjúpi jarðar.
Upplýsingastikklur úr Silfrinu endursögn og innskot hér að neðan
- Hröð orkuskipti yfir í notkun á rafmagni í landsamgöngum kallar ekki á að við virkjum meira næstu 10 árin hið minnsta.
- Heildar orkuvinnslugeta á Íslandi í dag er í meðalári um 20 teravatt-stundir.
- Næstu 10 árin þarf ekki að virkja neitt til að mæta hröðum orkuskiptum yfir í rafmagn í samgöngum.
- Um 7,5-8% af öllu rafmagni sem framleitt er í landinu er óselt ( um 1,5-1,6 teravatts-stundir)
- Innskot EV eða mögulega nær 10% samanber : Stjórnarráð Íslands - Ræða Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur á ársfundi Landsvirkjunar 28. febrúar 2019: Í meðalári nemur árlegt brottkast um það bil tveimur teravatt-stundum.
- Í dag eru um 15.000 ökutæki í landinu komin á rafmagn, metan eða aðra græna orkugjafa.
- Allur einkabílaflotinn í landinu um 270.000 bílar gætu þurft um 3.5% af meðal orkuvinnslugetu í landinu í dag ( 0,7 teravatts-stundir)
- Óselt rafmagn (árlegt brottkast af rafmagni) í landinu gæti nýst fyrir um 600.000 einkabíla.
- Ísland er hlutfallslega séð (m.v. höfðatölu) lang stærsti orkuframleiðandi í heiminum næstir okkur eru Norðmenn með um 50% af orkuframleiðslu okkar per íbúa.
- Orkufrekur iðnaður (stóriðja) á Íslandi notar um 80% af öllu rafmagni sem framleitt er í landinu (um 16 teravatts-stundir)
- Allt annað s.s. heimilin, léttur iðnaður, fiskiðjan, ylrækt og landbúnaður tekur 20% (um 4 teravatts-stundir)
- Orkusala okkar til orkufreks iðnaðar (stóriðju) framtíðin - Bjarni bendir á viðsjár á markaði fyrir okkar orkusölu til stóriðju.
- Stærsti hluti af okkar orkusölu til stóriðju tengis framleiðslu og sölu á áli. Verð á áli hefur verið hlutfallslega mjög lágt og Kína búið að auka sína álframleiðslu alveg taumlaust útliti er fyrir að verð á áli muni ekki hækka næstu árin, jafnvel næstu 10 árin útlitið virðist vera með svartasta móti að sögn Bjarna.
- Svo virðist sem rafmagnsverð á Íslandi sé orðið hátt (hlutfallslega) í samanburði við þróun á rafmagnsverði í öðrum löndum sem keppa við okkur um sölu á orku til stóriðju. Einnig er flutningskostnaður frá Íslandi hár og ekki að hjálpa til.
- Hver er þá staðan í dag hvað varðar framtíðarhorfur á orkusölu til stóriðju í landinu?
- Það eru tvö kísilver sem hafa lokað og líklega annað þeirra fyrir fullt og allt hitt tímabundið en við vitum ekki hvað lengi lokunin varir.
- Álverið í Straumsvík hefur dregið úr orkunotkun hjá sér um 15%
- Gagnaver í landinu hafa dregið úr orkunotkun hjá sér verulega hratt (kannski 30-40%).
- Við sjáum líka að almenn notkun á rafmagni (annað en stóriðjan) er að minnka ansi hratt - sjáum það t.d. á því rafmagni sem dreifikerfi Veitna flytur. Skýringin gæti m.a. verið sú að erlendum ferðamönnum hefur fækkað og heimilin í landinu nota í dag heimilistæki sem nota ekki eins mikið rafmagn og áður osfr þörf er á að rannsaka betur samdrátt í almennri notkun á rafmagni í landinu.
- Meðal líftími álvera í heiminum eru um 60 ár elsta álverið í landinu er um 50 ára . Öll núverandi stóriðjuver munu loka þegar þeirra tími er kominn.
- Til framtíðar litið þurfum við að horfa til þeirrar mögulegu sviðsmyndar að á Íslandi kunni að verða offramboð á rafmagni vegna minkandi eftirspurnar frá stórnotendum ( stóriðju).
- Í nánustu framtíð er mikil óvissa í kortunum varðandi sölu á rafmagni til stóriðju, annars vegar, en hverfandi líkindi fyrir rafmagnsskorti, hins vegar.
- Tekjur þjóðarinnar byggja m.a. á rafmagnssölu, flest orkufyrirtækin eru í almannaeigu, þannig að tekjufall er slæmt fyrir þjóðina ef eftirspurn minnkar og/eða verðfall verður á rafmagni vegna offramleiðslu það er alveg augljóst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.10.2020 kl. 13:01 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.
"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."
Nissan LEAF 2015
Miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.
Þorsteinn Briem, 13.9.2020 kl. 21:20
Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.
Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundraða.
Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.
Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.
Þorsteinn Briem, 13.9.2020 kl. 21:22
Takk fyrir þetta fína innlegg Þorsteinn. Skýrslan sem ég vísa til frá NAS og nær til ársins 2030 tekur mið að þessu öllu sem þú nefnir og miklu fleiri þáttum við samanburð á heildrænni lífferilsgreiningu allra valkosta með hliðsjón af hlýnun í lofthjúpi jarðar - heildar kolefnaspori (sótspori)allra helstu valkosta til að skapa meintan umhverfislegan áninning í heimsprpinu. Ef við værum að tala um að einhenda okkur í að framleiða rafhlöður og endurnýta rafhlöður með okkar grænu raforku þá værum við á betri stað í umræðunni umhverfislega séð. En ættum eftir að skoða vandlega stöðu okkar og öryggi hvað varðar alla íhluti og efnasamböfn sem við þurfum þá að reiða okkur á að flytja inn í fákeppnisumhverfi á rafhlöðumarkaðnum. Viðskiptamódelið er mjög varhugavert í dag t.d. hvað varðar liðþíum.
Einar Vilhjálmsson, 13.9.2020 kl. 21:45
Þorsteinn Briem, 10.12.2016:
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.
Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kílóvattstunda raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.
Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.
Og öll heimili nota einungis 5% raforkunnar hér á Íslandi en þau greiða mun hærra verð fyrir hverja kílóvattstund en stóriðjan.
Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 13.9.2020 kl. 21:46
23.12.2014:
"Í flestum löndum Evrópu eru lítil eða engin gjöld á Nissan Leaf og víða greiðir hið opinbera kaupendum fasta upphæð við kaup á svo vistvænum bíl."
Gott ár Nissan Leaf
Þorsteinn Briem, 13.9.2020 kl. 21:53
Í fjölmörgum fylkjum Bandaríkjanna verður miklu kaldara á veturna en hér á Íslandi.
17.8.2016:
"Hægt væri að skipta út allt að 87% bandarískra bíla með ódýrum rafmagnsbílum jafnvel þó að ökumenn þeirra gætu ekki hlaðið þá yfir daginn.
Þetta er niðurstaða rannsakenda við MIT-háskóla og Santa Fe-stofnunina sem könnuðu aksturshegðun Bandaríkjamanna og ýmsa þætti sem hafa áhrif á drægi rafbíla."
Óttinn við drægi rafbíla ofmetinn
Þorsteinn Briem, 13.9.2020 kl. 21:57
17.6.2020:
How Elon Musk aims to revolutionise battery technology - BBC
8.2.2016:
Milljarða sparnaður Oslóborgar af rafstrætisvögnum - Félag íslenskra bifreiðaeigenda
18.7.2019:
"Sem hluti af grænni stefnu borgarinnar Utrecht í Hollandi munu 55 rafknúnir strætisvagnar verða teknir í notkun á þessu ári og borgin stefnir að "algjörlega hreinu samgöngukerfi" fyrir árið 2028.
Rafmagnið til að knýja nýju vagnana kemur frá hollenskum vindmyllum."
16.7.2020:
Vetnisknúnir stórir vöruflutningabílar með eitt þúsund kílómetra drægi
Þorsteinn Briem, 13.9.2020 kl. 22:12
1.11.2018:
"Strætó bs. áætlar að þeir rafmagnsstrætisvagnar sem teknir voru í notkun á þessu ári spari fyrirtækinu kaup á um 80 þúsund lítrum af dísilolíu miðað við meðaleyðslu dísilvagns.
Níu rafmagnsknúnir vagnar eru nú í notkun en alls hafa verið fest kaup á fjórtán.
Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hefur reynslan af rafvögnunum verið góð síðan fjórir þeirra voru teknir í notkun í byrjun apríl og fimm til viðbótar í ágúst síðastliðnum.
Engin vandamál hafi komið upp."
"Miðað við notkun rafvagna á árinu 2018 er gert ráð fyrir að Strætó spari um 80 þúsund lítra af dísilolíu.
Fram til þessa höfum við verið að keyra hvern vagn um fjögur þúsund kílómetra á mánuði en stefnum að því að hverjum vagni verði ekið um átta þúsund kílómetra á mánuði á næstu mánuðum og þeir verði þá komnir í fulla nýtingu," segir Ástríður Þórðardóttir sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó bs."
"Ástríður segir að gert sé ráð fyrir að allir fjórtán vagnarnir verði komnir í fulla notkun í ársbyrjun 2019 og þeir geti sparað Strætó allt að 500 þúsund dísilolíulítra á ári miðað við meðaleyðslu dísilvagns."
Þorsteinn Briem, 13.9.2020 kl. 22:15
13.9.2020 (í dag):
Íslensk repjuolía á skip og vinnuvélar
Þorsteinn Briem, 13.9.2020 kl. 22:31
Mikið væri nú gleðilegt ef meintur umhverfislegur ávinningur í að stemma stigu við hlýnun jarðar í dæmunum sem þú nefnir væri byggður á samstofna hlutælgum samanburði og NAS skýrslan byggir á. Nærumhverfisávinningur er vissulega mikilvægur í ýmsum borgum en honum ber að rugla ekki saman við heildræna nálgun til að minnka hlýnun á yfirborði jarðar. Víðast hvar í heimsþorpinu þar sem þörf er á að nýta vélknúnar samgöngur er vandinn ekki nærumhverfislegur eins og á Íslandi víðast hvar. Hvað varðar peningalegan ávinning þá þarf að skoða alla hluti m.a. tekjur samfélagsins af sölu vélknúinna ökutækja til viðhalds á vegum og því þarf að verðleggja gjaldfrálsa valkosti í samsgöngum heilstætt - ekki hvað síst ef meintur umhverfislegur ávinninur til að sporna gegn hlýnun jarðar er ekki grundvallaður á samstofna vinnubrögðum og NAS skæyrslan vísar til. Orkukerfisskipti ökutækja yfir í stóraukna rafgeymavæðingu karf að skoða út frá heildrænum áhrifum en ekki staðbundnum ef stefnan er að eitt skuli yfir allt ganga. Önnur eins mistök haf nú áður verið gerð í heimþorpnu og það meira að segja á þessari öld - dæmi Svíþjóð.
Einar Vilhjálmsson, 13.9.2020 kl. 22:36
Hæ frændi
ein vel að norðan
kveðja Gússa
Ágústa Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.