Ólympíuár, lýðheilsa og orkan í matnum frá opinberum eldhúsum.

Á Ólympíuári eflist djörfung og hugun til íþróttaiðkunar og þátttöku í hreyfingu af ýmsum toga hjá fólki á öllum aldri. En hver hefur þróunin verið á þessari öld á líkamlegu atgervi okkar unga fólks og þjóðarinnar almennt ? Okkur vantar ekki fleiri skýrslur til að vita hver þróunin hefur verið.  Hreyfing og orkan í matnum

Ört stækkandi hópur ungsmenna hreyfir sig daglega minna er gott væri fyrir þau að gera heilsufarslega séð- vægt til orða tekið. Og mataræðið, hvað með það ? Jú, valkostirnir í matinn  hafa margfaldast á liðnum árum og áratugum og svo komið að fæstir vita hvaða orkuefni eru í þeim vöruliðum sem eru í matnum.  Miklar framfarir hafa þó verið í merkingum matvæla  á þessari öld – upplýsingagjöf er að finna á umbúðum um næringargildi matvæla. Upplýsingagjöf er eitt, annað að vita hvað hún merkir og geta nýtt sér hana.

Almennt eru menn sammála um að matartíminn er einn  mikilvægasti tíminn í skólastarfinu. Á heimasíðu fjöld skóla í landinu eru fagaðilar á matvælasviði ekki tilgreindir meðal starfsmanna skólans þrátt fyrir að eldað er í skólanum. Matartíminn í skólanum gæti verið ein mikilvægasta kennslustund nemenda fyrir lífið. Á Íslandi þarf ekki að veita upplýsingar um næringargildi málsverða í boði í skólum landsins. Hvernig má það vera? 

Hið opinbera hefur þó gert rekstraraðilum í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) að veita slíkar upplýsingar á heimasíðum sínum og nokkrar stofnanir brugðist við með glæsibrag – Hrafnista, Grund, Eir, Sóltún, Höfði, Brákarhlíð og  Öldrunarheimili Akureyrar. Þá hefur Sjúkrahús Akureyrar viðhaft hið saman í nokkur ár og Heilbrigðisstofnun Norðurlands að bætast í hópinn.

Forsvarsmenn menntastofnana hafa í auknum mæli gert sér grein fyrir mikilvægi þess að nemendur og foreldrar hafi aðgang að upplýsingum um orkuna í matnum í skólanum  Og þannig að nemendur og foreldrar geti í skemmtilegu viðmóti skoðað næringargildi hvers vöruliðar í málsverðum – ódýr og skilvirk kennslugögn á rauntíma.  Dæmi um skóla sem leiða vagninn í þessari mikilvægu lýðheilsuþjónustu  er að finna hjá Reykjavíkurborg (11 grunnskólar), á Fljótsdalshéraði,  Hornafirði og í Kópavogi (7 grunnskólar).  Hlutfall skóla í landinu sem veita slíkar upplýsingar er þó ekki hátt.

Að sjálfsögðu ættu allir skóla í landinu að veita upplýsingar á heimasíðu sinni um næringargildi málsverða í sínum skóla og hið opinbera ætti að leiða átak í að svo megi verða sem fyrst.  Og meira en það, hið opinbera ætti  að kappkosta að gera matartímann í öllum skólum að skemmtilegri kennslustund. Hér er um að ræða ódýrt heillaspor inn í lýðheilsuvænni framtíð.  

Gullna reglan á vegferð heillavænlegrar framvindu einstaklinga og  samfélags felur m.a. í sér að greina og viðhafa minnstu breytingu hverju sinni sem skilað getur hlutfallslega mestum ávinningi/árangri. Hið sama gildir um hvern þann sem stefnir að því að verða sá besti sem hún/hann getur orðið í íþróttum.

Nánari upplýsingar kosta ekki neitt – hafðu samband :  e.vilhjálmsson@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband