Mikið eigum við glæsilegan hóp keppenda og stuðningsmann á HM getum sannarlega verið stolt. Með kærri þökk í litlu ljóði.
Dveljum langt frá landi ísa nú
lífsins þrautir leysum ég og þú.
Stundum lúin ávallt lífsglöð jú,
Leikum, dönsum vinstri hægri snú.
Stundir góðar gerum sérhvern fund,
gremja á ei ból í vorri lund.
Hik er aldrei húsbóndi um stund,
hærra færumst yfir dalsins grund.
Við eigum trú sterkar stoðir - já,
styrkum fótum - á.
Stöðugt hærra höldum til að - sjá
hæð sem munum - ná.
Mótlætinu ávallt mætum við,
máttur æðri blundar oss við hlið.
Sárin gróa og brotin eftir bið,
bæting heitir það að góðum sið.
Hraðar, lengra, hærra er vort fag,
hver einn hefur á því eigin brag.
Taktur, styrkur, tónn og sama lag,
textinn gerir árás sérhvern dag.
Við eigum trú...
Það góða sem gert er nóg er til,
gæðin nýtum þjóðinni í vil.
Fámennið brýnir og skerpir skil,
skapið sem þarf til að brúa bil.
Þótt það taki tíu sinnum ár,
tára regn og mikið hugar fár,
staðföst hærra ávallt höldum klár,
hvert sem reynist lífsin þrauta sár.
Við eigum trú sterkar stoðir - já,
styrkum fótum - á.
Stöðugt hærra höldum til að - sjá
hæð sem munum - ná.
ev
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.11.2023 kl. 23:08 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.