25.10.2017 | 16:41
Einkunn stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum - Já, hvað skorar metanvæðing í samgöngum?
Tilefni þessa pistils: Fréttir í dag um einkunn fyrir umhverfisstefnu stjórnmálaflokkanna (frá hópnum París 1,5) um að stemma stigu við hlýnun í lofthjúpi jarðar. Ég spurði mig; Hvaða vægi í einkunnargjöfinni var veitt fyrir stefnuna að hraða sem mest rafvæðingu í samgöngum ? Gagnlegt væri að vita það og ekki síður að vita á hverju það vægi var byggt?
Hnattræn heildaráhrif mismunandi orkukerfa fyrir vélknúin ökutæki, sem tryggt geta sambærilegt samgönguöryggi og ferðafrelsi, voru skilgreind í metnaðarfyllstu skýrslu sem birt hefur verið á þessari öld í samgöngumálum - Nationl Academy of Sciences. Og ekki langt síðan að skýrslan var birt.
Með því að skrá ökutæki til notkunar á Íslandi skrifast á þjóðina m.a. öll þau sótspor sem stigin verða (þeir kolefnalosunarreikningar sem til falla) við framleiðslu, endurvinnslu og förgun ökutækisins. Ef svartasti smábíllinn á hafnarbakkanum (framleiðslulega og förgunarlega séð) á að spara heimsþorpinu kolefnalosun þarf sá smábíll að styðjast við hlutfallslega minna mengandi orkukerfi en sem nemur orkukerfi annarra valkosta og orkukerfi þess bíls þarf einnig að endast nógu lengi til að geta skapað meintan heildrænan ávinning. Allir helstu mengunarþættir orkukerfa til samgangna hafa verið rýndir í risaskýrslu National Academy of Siences íslenska rafmagnið nægir ekki, sjálfgefið, til að lækka sótspor þjóðarinnar í vélknúnum samgöngum.
Væri það ekki frétt fyrir einhverja að heyra að hægt er að spar mikinn fjölda hnattrænna sótspora með því að kaupa á Íslandi bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti í stað þess að kaupa rafbíl sem þjóna á sambærilegum samgönguþörfum einstaklinga? Er slík frétt ekki óþægileg/óþolandi,fyrir einhverja? Slík frétt virðist ekki rímar við almenna skynsemi eins og hún hefur birst þjóðinni ítrekað nýverið. En á móti, sagði ekki einhver að almenn skynsemi væri reyndar ekkert svo almenn?
Hjarðhegðun hvað? Gagnlegt gæti verið að beita gagnrýninni hugsun þegar kemur að upplýstri umræðu um orkukerfisbreytingar í samgöngum. Svíar eru og hafa verið í úrvalsdeild þjóða sem stigið hafa margvísleg skref til að leitast við að stemma stigu við frekari hlýnum í lofthjúpi jarðar. Einhvern veginn náði það þó að gerast hjá þeirri sómaþjóð, og fyrir ekki svo löngu síðan, að hún vaknaði upp við þann vonda draum að meint heillaspor þjóðarinnar í vélknúnum samgöngum, með stóraukinni notkun á lífeldsneyti fluttu til landsins m.a.frá Brasilíu, höfðu í för með sér hærri sótsporareikning en óbreytt ástand hefði kostað þjóðina og heiminn. Hjarðhegðun hvað? Gæti hún verið að gera vart við sig í umræðu um meintan ávinning af hraðari rafvæðingu í samgöngum þjóðarinnar? Eitt er víst, peningalegur hvati fárra til að skapa hjarðhegðun margra er ávallt til staðar í samfélagi manna?
Af íslensku valkostum fyrir hlutfallslega umhverfisvænan einkabíl stenst ekkert samanburð við notkun á sambærilegu vélknúnu ökutæki sem styðst við íslenskt metan (nútíma metan) sem orkugjafa. Og sá valkostur er í þvílíkum hlutfallslegum sérflokki þegar kemur að hnattrænum ávinningi að margir eiga erfitt með að trúa því? Svíar hafa þó sannreynt það og hafa á stuttum tíma stóraukið notkun á nútína metan og jarðefnametani (jarðgasi) í samgöngum sínum
Ef markmið þingmanna er að gera sem mest gagn umhverfislega fyrir þjóðina og umheiminn næstu 4ur árin , hvað varða orkukerfisskipti í samgöngum, væri forgangsverkefnið að auka framleiðslu á íslensku metani, tryggja framboð á metani á fleiri stöðum en á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og tryggja að við uppbyggingu birgðastöðva fyrir eldsneyti á þessari öld verði gert ráð fyrir að geta móttekið metaneldsneyti í fljótandi formi. Svíar vita hvað þeir eru að gera í dag og eru á grænni grein.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2017 kl. 20:19 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.