Nýjung til bestunar í rekstri fyrirtækja og stofnanna – Timian innkaupar-og rekstrarvefurinn skilar raunverulegum árangri.

Færslu þessari er ætlað að veita gleðilegar upplýsingar um ný verkfæri í íslensku atvinnulíf sem skilað hafa raunverulegum árangri síðastliðin ár við bestun innkaupa, bestun í nýtingu aðfanga og bestun í samþykktarferli réttra reikninga fyrir bókhald svo nokkuð sé nefnt – upplýsingar um þjóðhagslega hagkvæma nýjung á íslenskum B2B markaði.

Timian innkaupa-og rekstrarvefurinn gera innkaupaaðilum stofnanna og fyrirtækja kleift, í fyrsta sinn, að hafa yfirsýn yfir besta dagverð sambærilegra vöruliða fyrir rekstur sinn og haga innkaupum með hagkvæmasta hætti hverju sinni. Vefurinn veitir einnig getu til greiningar á notkun á vöru og þjónustu innan samstæðu sundurliðað eftir rekstrareiningum, vöruflokkum og niður á einstaka vöruliði sem skilað hefur verulegum árangri í nýtingu aðfanga, minni sóun. Greiningargeta á Timian vefnum gagnast mjög vel við áætlana-og skýrslugerð og til að mæta upplýsingaþörf af ýmsum toga s.s um vistvæn og samfélagslega ábyrg viðskipti - Svanurinn.

Timian innkaupa- og rekstrarvefurinn byggir á einkavörutorgi innkaupaaðila (einkaverslun). Einkavörutorg hafa verið í notkun síðastliðin 5 ár og árangurinn komið mörgum verulega á óvart. Samþykktarferli viðskipta á Timian vefnum er hægt að tengja við önnur kerfi sem skapað hefur verulegt hagræði í rekstri innkaupaaðila og birgja.  Timian Innkaup ein glæra

Rúmlega 300 birgjar eiga í dag vöruliði í boði á Timian einkavörutorgum á netinu og geta tekið þátt í rafrænum viðskiptum með lágmarks tilkostnaði. Innkaupaaðili velur þá birgja sem fá aðgang að einkavörutorgi hans.  Birgjarnir geta lesið inn vörulista, gert tilboð og vistað kynningarefni um vöruliði á vef innkaupaaðila með rafrænum og skilvirkum hætti. Tilboð birgja á einkavörutorgi er aðeins sýnilegt lykil stjórnendum hvers einkavörutorgs – aðgangsstillingar innkaupaaðila.

Timian vefurinn veita birgjum um allt land, stórum sem smáum, jöfn tækifæri til að kynna vörur og þjónustu með hagkvæmum og skilvirkum hætti. Innkaupaaðilar innan samstæðu njóta allir bestu kjara hverju sinni s.s hótel innan hótelkeðju, skip innan útgerðar og rekstrareiningar innan sveitarfélags eða heilbrigðisstofnunar svo dæmi sé tekið.

Ef um er að ræða tímabundinn samning innkaupaaðila  við ákveðna birgja (s.s. rammasamningur eða örútboð) er hægt að „svæfa“ birgja tímabundið á einkavörutorginu og virkja þá svo aftur til þátttöku í lifandi samkeppni með skilvirkum hætti. Timian hugbúnaðurinn gerir öllum birgjum kleift að taka þátt í rafrænum viðskiptum með lágmarks tilkostnaði.

Timian vefurinn mætir þörfum á íslenskum B2B markaði sem lengi hefur verið kallaða eftir af forsvarsmönnum í íslensku atvinnulífi. Og endurspeglast m.a. í skýrslu starfshóps um árangursríkt samstarf ríkis og einkamarkaðar frá mars 2015. Nýnæmi og árangur af notkun Timian í rekstri var kynntur fyrir opinberum aðilum í desember 2016.

Með notkun á Timian einkavörutorgi í rekstri stofnanna og fyrirtækja geta stjórnendur í fyrsta sinn öðlast þá yfirsýn yfir vöruframboð og verð á markaðnum hverju sinni sem nauðsynleg er til að geta með áreiðanlegri hætti skapað bestun í rekstri.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og því ráðlegt fyrir yfirstjórnendur stofnanna og fyrirtækja að kynna sér sem fyrst mögulegum ávinning af innleiðingu Timian fyrir rekstrarárið 2018.

Það kostar ekkert að kynna sér málin og mjög gagnlegt að viðhafa greiningu á svigrúmi til bestun í eigin rekstri. 

Timian heimasíða - hér
Mynd: Bestun í innkaupum - Fasi 1 (af þremur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband