Einstakt ævintýri Anítu Hinriksdóttur í 800m hlaupi heldur áfram. Í dag kom Aníta í mark sem
Evrópumeistari í flokki U20 á tímanum 2:01.14. Aníta er aðeins 17 ára og á því tvö ár inni til þátttöku í þessum flokki. Árangur Anítu hefur sannarlega vakið athygli um allan heim eftir að hún varð heimsmeistari í flokki 17 ára og yngri í síðustu viku og nú hefur hún unnið bestu kynsystur sínar frá Evrópu sem eru 19 ára eða yngri. Glæsilegt afrek hjá Anítu og mikil viðurkenning fyrir frjálsíþróttadeild ÍR, FRÍ og íþróttahreyfinguna í landinu.Fyrr í dag bloggaði ég um árangur Örnu Stefaníu (18) í sjöþraut og Hilmars Jónssonar (17) í sleggjukasti en þau bættu árangur sinn verulega á þessu Evrópumeistaramóti og höfnuðu bæði í 6. sæti. Aldeilis flott hjá þeim. Þá náði Kolbeinn Höður Gunnarsson (18) einnig sögulegum árangri á mótinu í 200m hlaupi þegar hann kom í mark á 21,38 sek og setti Íslandsmet í flokki ungmenna 20-22 ára og samhliða í flokki 18-19 ára þar sem hann er fæddur 1995. Hann sló m.a. Íslandsmet Odds Sigurðssonar í 200m í flokki 20-22 ára . Oddur Sigurðsson átti Norðurlandamet í 400m hlaupi og er einn af allra fremstu spretthlaupurum í íslenskri frjálsíþróttasögu. Kolbeinn Höður Gunnarsson (18) bætti árangur sinn einnig í 400m hlaupi á EM og kom í mark á 48,06 sek. Íslandsmet Odds í karlaflokki og fyrrum Norðurlandamet er 45,36sek. Spennandi verður að fylgjast með Kolbeini í framtíðinni. Þá er hér ónefndur flottur árangur Sindra Hrafns Guðmundssonar (18) í spjótkasti á EM en hann opnaði sitt keppnistímabil í ár á mótinu með kasti upp á 64,43m en Íslandsmet hans í þessum flokki er 66,87m. Sindri (18) á einnig eitt ár eftir í þessum flokki og er til alls líklegur eftir að hafa komist yfir meiðsli sem settu strik í reikninginn hjá honum á þessu ári. Einstakt mót fyrir Ísland á Ítalíu.
ERGO: Ungmenni okkar Íslendinga eru núorðið sannarlega að slá í gegn á alþjóðlegum vettvangi í frjálsíþróttum og fleiri íþróttagreinum og okkar að hlúa að þörfum þeirra í samræmi við vilja og getu þeirra og raunhæfar væntingar okkar til þeirra í framtíðinni.
Sjá einnig á vef FRÍ - Hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.7.2013 kl. 09:44 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Sæll Einar, það þarf að teipa þessa sem eru að kasta til að minka æfingameiðsli. Ég veit ekki hvort þeir hafa svoleiðis útbúnað, veist þú hvernig það er?
Eyjólfur Jónsson, 20.7.2013 kl. 23:49
Sæll Einar - tímarnir hjá Kolbeini voru 21,38sek og 48,06sek
kv, Gísli
Gísli Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.7.2013 kl. 10:54
Takk fyrir þetta Gísli og innilega til hamingju með glæsilega uppskeru mannauðsins sem nýtur og notið hefur þjálfunar hjá þér.
Einar Vilhjálmsson, 23.7.2013 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.