Nýtt glæsilegt Íslandsmet Ásdísar Hjálmsdóttur tryggði að einn víkingur keppir í úrslitum í spjótkasti kvenna á ÓL í London.

Ásdís Hjálmsdóttir á ÓL 070812 Glæsileg útfærsla Ásdísar í fyrstu umferð í forkeppni spjótkastsins í morgun færið þjóðinni nýtt  Íslandsmet í spjótkasti (62,77m) og tryggði henni þátttökurétt í úrslitakeppni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í London á fimmtudaginn. Og samhliða að einn Norðurlandabúi keppir til  úrslita í spjótkasti kvenna á leikunum.

Yfirbragð og árás  Ásdísar í fyrsta kasti var fumlaus og útkasthornið vel heppnað. Hröðunin inn í blokkina og orkuumbreytingin í átaksstöðunni var hlutfallslega betri en oft áður. Hér var þó ekki um að ræða hámörkun á getu Ásdísar en um að ræða útfærslu sem gekk upp – frábæran þjálffræðilegan sigur hjá Ásdísi og þjálfara hennar Stefáni Jóhannsyni. Á fimmtudaginn getur vissulega allt gerst enda spjótkastið flókin tækiíþrótt þar sem óvænt útkoma í keppni er algengari en í flestum öðrum íþróttagreinum.

Rétt er þó að haga væntigum með hófstilltum hætti því tölfræðin vísar til þess að ef Ásdís hafnar ofar en í 11. sæti er um að ræða annan persónulegan og þjálffræðilegan sigur hjá henni þar sem 10 spjótkastarar í útrslitakeppninni hafa kastað lengra á þessu ári en Ásdís gerði í forkeppninni.   Ásdís getur þó mætt til leiks í góðum anda enda var hún eini keppandinn sem náði að bæta persónulega árangur sinn í forkeppninni og var í hópi sjö kastara sem þurftu aðeins eitt kast til að tryggja sér sæti í úrslitum.

 Í úrslitakeppninni fá 12 kastarar 3 köst en átta efstu, að loknum þremur umferðum, fá þrjú köst til viðbótar – fjórir keppendur hætta því keppni eftir þrjár umferðir í úrslitakeppninni. Ef árangurinn eftir þrjár umferðir í úrslitakeppninni verður sá sami og í forkeppninni í dag fær Ásdís að kasta sex köst í úrslitunum þar sem hún náði áttunda lengsta kastinu í forkeppninni. Forkeppnin gildir þó ekki í úrslitunum þannig að þar getur allt gerst.  Þeir kastarar sem líklegastir eru taldir til að hljóta gullverðlaun í spjótkasti kvenna á ÓL  í London eru 4 árum eldri en Ásdís, þannig að hvernig sem fer í úrslitunum á fimmtudaginn er framtíð Ásdísar afar björt og ekki hvað síst á ÓL í Brasílíu 2016.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband