7.8.2012 | 17:39
Nýtt glæsilegt Íslandsmet Ásdísar Hjálmsdóttur tryggði að einn víkingur keppir í úrslitum í spjótkasti kvenna á ÓL í London.
Glæsileg útfærsla Ásdísar í fyrstu umferð í forkeppni spjótkastsins í morgun færið þjóðinni nýtt Íslandsmet í spjótkasti (62,77m) og tryggði henni þátttökurétt í úrslitakeppni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í London á fimmtudaginn. Og samhliða að einn Norðurlandabúi keppir til úrslita í spjótkasti kvenna á leikunum.
Yfirbragð og árás Ásdísar í fyrsta kasti var fumlaus og útkasthornið vel heppnað. Hröðunin inn í blokkina og orkuumbreytingin í átaksstöðunni var hlutfallslega betri en oft áður. Hér var þó ekki um að ræða hámörkun á getu Ásdísar en um að ræða útfærslu sem gekk upp frábæran þjálffræðilegan sigur hjá Ásdísi og þjálfara hennar Stefáni Jóhannsyni. Á fimmtudaginn getur vissulega allt gerst enda spjótkastið flókin tækiíþrótt þar sem óvænt útkoma í keppni er algengari en í flestum öðrum íþróttagreinum.
Rétt er þó að haga væntigum með hófstilltum hætti því tölfræðin vísar til þess að ef Ásdís hafnar ofar en í 11. sæti er um að ræða annan persónulegan og þjálffræðilegan sigur hjá henni þar sem 10 spjótkastarar í útrslitakeppninni hafa kastað lengra á þessu ári en Ásdís gerði í forkeppninni. Ásdís getur þó mætt til leiks í góðum anda enda var hún eini keppandinn sem náði að bæta persónulega árangur sinn í forkeppninni og var í hópi sjö kastara sem þurftu aðeins eitt kast til að tryggja sér sæti í úrslitum.
Í úrslitakeppninni fá 12 kastarar 3 köst en átta efstu, að loknum þremur umferðum, fá þrjú köst til viðbótar fjórir keppendur hætta því keppni eftir þrjár umferðir í úrslitakeppninni. Ef árangurinn eftir þrjár umferðir í úrslitakeppninni verður sá sami og í forkeppninni í dag fær Ásdís að kasta sex köst í úrslitunum þar sem hún náði áttunda lengsta kastinu í forkeppninni. Forkeppnin gildir þó ekki í úrslitunum þannig að þar getur allt gerst. Þeir kastarar sem líklegastir eru taldir til að hljóta gullverðlaun í spjótkasti kvenna á ÓL í London eru 4 árum eldri en Ásdís, þannig að hvernig sem fer í úrslitunum á fimmtudaginn er framtíð Ásdísar afar björt og ekki hvað síst á ÓL í Brasílíu 2016.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.8.2012 kl. 21:11 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.