Á heimasíðu Háskólans á Akureyri birtist nýverði afar jákvæð frétt um að Tækniþróunarsjóður hafi veitt verkefninu Lífeldsneyti áframhaldandi styrk til rannsókna á árinu 2012. Verkefnið hófst í ársbyrjun 2010 og mun ljúka í lok þessa árs. Fréttin er afar gleðileg og veitir þátttakendum svigrúm til að rannsaka enn frekar fýsileika þess að framleiða íslenskt og endurnýjanlegt eldsneyti með sjálfbærum hætti til nota í samgöngum landsmanna. Um er að ræða sannkallað þjóðþrifaverkefni og spennandi að fylgjast með framvindu mála á næstu misserum. Á heimasíðunni lifeldsneiti.is er að finna upplýsingar um verkefnið og þar munu niðurstöður rannsókna verða birtar jafn óðum og þær liggja fyrir.
Sjá frétt á heimasíðu HA: hér
Heimasíðan verkefninsins Lífeldsneyti - hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.