20.2.2012 | 00:16
Hlutfallslega döpur upplifun að hlusta á Sprengisand og Silfrið í dag.
Er ekki tímabært að draga hlutfallslega úr karpræðum um liðna tíð í fjölmiðlum og auka rökræður um aðgerðaráætlanir til að nýta tækifæri þjóðarinnar. Páll Skúlason hefur bent á mikilvægi þess á liðnum misserum að auka rökræðulistina meðal þjóðarinnar og draga úr hlutfallslegu vægi karpræðunnar í samfélaginu. Karpræður geta vissulega haft skemmtanagildi og verið mikilvægar fyrir fjölmiðil sem metur það svo að þær tryggi gott áhorfs (eftirspurn) og öflun auglýsingatekna. Ég leyfi mér þó að kasta fram þeirri tilgátu að eftirspurn eftir rökræðum sé hlutfallslega mun meiri í dag en oft áður og skora á fyrirtæki sem framkvæma skoðanakannanir að varpa ljósi á eftirspurn almennings eftir rökræðum. Einnig skora ég á fjölmiðla að fjalla í stórauknum mæli um þau tækifæri sem þjóðin á til að bæta lífsgæði almennings í landinu á næstu misserum og í framtíðinni og efla eftirfylgni og upplýsingagjöf um framvindu málaflokka. Þá hefur áhugi almennings aukist fyrir því að vita meira um þá sérfræðinga innan stjórnsýslunnar sem kjörnir fulltrúar þurfa að reiða sig á og að skipurit séu aðgengileg sem endurspegla aðkomu þeirra einstaklinga sem bera ábyrgð á meðferð og framvindu málaflokka bak við tjöldin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2012 kl. 10:35 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Vel mælt Einar!
Freyr Ólafsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 10:54
Sæll Einar.
Akkúrat það sem ég vildi sagt hafa. Hverjir eru það innna stjórnsýslunnar sem hafa tekið alrangar ákvarðanir.
- í dag er svona 96% sami mannskapur í ráðuneytunum og var í hruninu !... og í Seðlabankanum !
Nýjasta dæmið er dómur Hæstaréttar um lánamálin; og þá kemur í ljós að lagasetnig Alþongis var gölluð. Hverjir sömdu þessi lög ?
Takk fyrir innlegiið Einar BDJ
Bjarni Dagur JOnsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 13:00
Þakka fyrir orð í tíma töluð en mættu berast víðar.kv ing
Ingólfur (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 18:50
Þáttartjórn í pólitískum útvarps/sjónvarpsþáttum hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið. Líklega hefur áhorfið á Silfur Egils dregist mikið saman. Það þarf ekkert að fjölyrða um hvers vegna svo sé.
Kastljósið hefur tekið þann pólinn í hæðina að þáttarstjórnendur fá einn aðila í viðtal og svo á að sauma að viðkomandi. Það hefur ekki gefist mjög vel. Helgi Seljan var t.d. grillaður bæði þegar hann tók á móti Bjarna Ben. og svo aftur þegar hann ætlaði að spyrja Árna Pál spjörunum úr. Þá var nú betra að láta tvo aðila sitt á hvorum vængnum takast á. Svona einn á einn eins og Helgi Seljan er að beita gengur yfirleitt ekki upp nema þar sem spyrill er með marga aðila sem fóðra spyril á nærgöngulum spurningum í gegnum heyrnatól eins og tíðkast erlendis. Spyrill getur aldrei verið sérfræðingur kvöld eftir kvöld og fengið nýjan viðmælanda í settið fimm kvöld í viku. Það er til of mikils mælst.
Sprengisandur er ekki gott dæmi um útvarpsþátt sem fjallar um málefni líðandi stundar. Gárungarnir kalla þáttinn "litla samfylkingarhornið". Það er auðvelt að sjá hver efnistökin eru og viðmælendurnir. Þá sést í gegnum þáttarstjórnandann, hvaða skoðanir hann hefur. Oftar en ekki er eins og um eitthvað trúboð sé að ræða af hálfu þáttarstjórnandans. Það er auðvitað ekki gott ef menn ætla að njóta trúverðugleika.
joi (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 20:20
Takk fyrir innlitin og innleggin. Í fjölmiðlum má vissulega finna jákvæða þætti og pistla um framfarir, nýsköpun og heillaspor fyrir samfélagið í einhverri mynd. Það væri þó vel þegið ef RUV til að mynda birti reglulega smá samantekt af fréttum, pistlum og viðtalsþáttum sem flokka mætti undir Framfarahornið - smá mótvægi við meinhornið sem hefur verið hávært um alllangt skeið og stefnir í að verða það áfram.
Einar Vilhjálmsson, 22.2.2012 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.