Þörfin á að auka sjálfbærni og orkuöryggi í samgöngum er brýn. Yfir 99% af eldsneyti í samgöngum þjóðarinnar er innflutt og óendurnýjanlegt.

Það er kunnara en frá þurfi að greina að framleiðsla á hefðbundnu jarðefnaeldsneyti (s.s. bensín og dísilolía) eru takmörk sett í heiminum og að talið er að aðgengilegustu og gjöfulustu olíuauðlindir heimsins hafa þegar verið nýttar og/eða fundnar. Eftirspurn eftir eldsneyti í heiminum eykst stöðugt og sú staðreyndi að renna upp fyrir almenningi og ráðamönnum um allan heim að það ferðafrelsi og samgönguöryggi sem við þekkjum í dag verður ekki tryggt fyrir komandi kynslóðir með notkun á hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á Íslandi nemur vel innan við 1% af heildar eldsneytisnotkun í landinu í dag.
Lifeldsneyti 1.3.1. Aukin sjálfbærni3 EV 12 2011
Í okkar samfélagi og í hinum vestræna heimi telst vélknúið ökutæki nauðsynjavara fyrir fjölskyldu og í mörgum tilfellum fleiri en eitt ökutæki. Ökutækjum í umferð í heiminum fjölgaði að meðaltali um 4,6% á ári á tímabilinu frá 1960-2002. Árið 2002 voru að meðaltali um 7,6 einstaklingar um hvert ökutæki í umferð í heiminum og áætlað að árið 2030 verði aðeins um 3,9 einstaklingar um hvert ökutæki. Að fólksfjöldi í heiminum verði þá kominn yfir 8 milljarða og fjöldi ökutækja yfir 2 milljarða¹. Talið er að árlegar heimtur á hráolíu hafi náð hámarki í heiminum á árunum 2005-2008 og nam þá 74-85 milljónum tunna á dag².

Viðhald og vöxtur hagkerfa í heiminum á mikið undir því að samgöngur eins og við þekkjum þær í dag verði jafn skilvirkar eða skilvirkari en þær hafa verið síðustu áratugina. Það ætti því vart að koma á óvart þótt málsmetandi aðilar um orkumál og efnahagslega og samfélagslega þróun leggi mikla áherslu á að þjóðir heims bregðist strax við og leiti allra leiða til að auka framleiðslu og notkun á endurnýjanlegu lífeldsneyti í samgöngum sínum. Ýmsir ganga svo langt að fullyrða að sjálfstæði þjóða (okkar Íslendinga) liggi við hvernig til takist á komandi árum og áratugum við að auk framleiðslu og notkun á innlendu lífeldsneyti í samgöngum.³ Þá er ónefndur sá mikli og nauðsynlegi umhverfislegi ávinningur sem orkukerfisskiptin geta haft í för með sér og réttlætir einn og sér að miklu verði til kostað svo stemma megi stigu við hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar.

Á næstunni munu ég blogga um stöðu mála, næstu skref og spennandi tækifæri til nýtingar á innlendu lífeldsneyti í samgöngum s.s. Líf-Etanól, Líf-Disil, Líf-DEM, Líf-Metan, Líf-Metanól og Líf-Vetni. Jafnframt mun ég ræða um tækifæri til að nýta, vetni sem framleitt er með rafgreiningu á vatni,  metanól sem framleitt er með nýtingu lofttegunda í útblæstri jarðvarmavirkjana og tækifæri til að nýta ramgagn í samgöngum. Fjallað verður um stöðu mála og tækifæri til nýtingar á mismunandi tæknilausnum til orkukerfisskipta í samgöngum sem líkindi standa til að hlutfallslega hagfelt kunni að reynast fyrir okkur að nýta til að drega úr notkun á innfluttu jarðefnaeldsneyti á komandi misserum og árum með umhverfislega skilvirkum hætti  (kr./tonn CO2-ígildi) sem samhliða eykur sjálfbærni þjóðarinnar í samgöngum.

Rétt er að minna á að með orðinu lífeldsneyti er vísað til eldsneytis sem framleitt er úr lífrænu efni, úrgangi eða öðrum lífmassa sem aflað er á yfirborði jarðar með endurnýjanlegum hætti og þá vísað til þess að lífrænt efni myndast við ljóstillífun í náttúrunni með aðkomu sólarljóss, vatns og koltvísýrings í andrúmsloftinu auk næringarefna í jarðvegi.

Sjá einnig vefinn Lífeldsneyti - hér

¹ Sjá töflu-1 bls.5 og töflu-3 bls.20
² Sjá línurit
³ Sjá í lok viðtalsins við Jóhannes Björn í Silfri Egils - hér eða hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband