7.12.2011 | 01:26
Orkukerfisskipti - Rannsóknarverkefninu Lífeldsneyti miðar vel áfram - til mikils er að vinna.
Í hinum vestræna heimi telst vélknúið ökutæki nauðsynjavara fyrir fjölskyldu og í mörgum tilfellum fleiri en eitt ökutæki. Ökutækjum í umferð í heiminum fjölgaði að meðaltali um 4,6%¹ á ári á tímabilinu frá 1960-2002. Árið 2002 voru að meðaltali um 7,6 einstaklingar um hvert ökutæki í umferð í heiminum¹ og áætlað að árið 2030 verði aðeins um 3,9 einstaklingar um hvert ökutæki. Að fólksfjöldi í heiminum verði þá kominn yfir 8 milljarða og fjöldi ökutækja yfir 2 milljarða¹.
Viðhald og vöxtur hagkerfa í heiminum á mikið undir því að samgöngur eins og við þekkjum þær í dag verði jafn skilvirkar eða skilvirkari en þær hafa verið síðustu áratugina. Talið er að árlegar heimtur á hráolíu hafi, hins vegar náð hámarki í heiminum á árunum 2005-2008 og nam þá 74-85 milljónum tunna á dag².
Það ætti því vart að koma á óvart þótt málsmetandi aðilar um orkumál og efnahagslega og samfélagslega þróun leggi mikla áherslu á að þjóðir heims bregðist strax við og leiti allra leiða til að auka framleiðslu og notkun á endurnýjanlegu lífeldsneyti í samgöngum sínum. Og ýmsir ganga svo langt að fullyrða að sjálfstæði þjóða (okkar Íslendinga) liggi við hvernig til takist á komandi árum og áratugum við að auk framleiðslu og notkun á innlendu lífeldsneyti í samgöngum. ³ Þá er ónefndur sá mikli og nauðsynlegi umhverfislegi ávinningur sem orkukerfisskiptin geta haft í för með sér og réttlætir einn og sér að miklu verði tjaldað til svo árangri megi ná á þessum vettvangi í framtíðinni.
Þátttakendur í rannsóknarverkefninu Lífeldsneyti komu saman til fundar í starfsaðstöðu SORPU á Álfsnesi föstudaginn 18. nóvember síðastliðinn og ræddu stöðu verþátta og næstu skref. Verkefnip Lífeldsneyti lýtur að því að rannsaka mismunandi leiðir og þróa tækni til að auka framleiðslu á lífeldsneyti úr íslensku hráefni. Rannsóknir miðast við framleiðslumöguleika á etanóli, FT-dísil, metaneldsneyti, metanóli og vetni úr lífmassa sem til fellur í landbúnaði, iðnaði og frá heimilum í landinu.
Á fundinum kom fram að verkefninu hefur miðað vel áfram þótt sumir verkþættir hafi reynst tafsamari en ráð hafði verið fyrir gert s.s. innflutningur á tækjum og búnaði til rannsókna. Verkefnið spannar þrjú ár og er skipt upp í níu verkþætti. Fjórum verkþáttum er lokið með skýrslu og annar verkþáttur vel á veg kominn. Framvinda verkþátta hefur verið góð og að stærstum hluta samkvæmt áætlun.
Virkir þátttakendur í verkefninu Lífeldneyti eru : Háskólinn á Akureyri (UNAK), Landbúnaðarháskóli Íslands, Mannvit, Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og SORPA. Verkefnastjórn er í höndum HA og verkefnastjóri Jóhann Örlygsson .
Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði/ Rannsóknarmiðstöð Íslands (RANNÍS)- skipan vísinda- og tæknimála SJÁ HÉR
Orðið lífeldsneyti vísar til þess að eldsneyti sé unnið úr lífmassa sem til fellur í samfélaginu og unnt að nýta og afla með endurnýjanlegum hætti.
Orðið lífmassi vísar til lífræns efnis sem unnt er að afla og ekki er nýtt í líffræðilegum, efnahagslegum og samfélagslegum ferlum með meiri ávinningi en til framleiðslu á endurnýjanlegri orku/eldsneyti sem nýst getur í stað innflutts jarðefnaeldsneytis.
Stoðefndi í inngangi:
¹ Sjá töflu-1 bls.5 og töflu-3 bls.20 :
² Sjá línurit :
³ Í lok viðtalsins við Jóhannes Björn í Silfri Egils:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.12.2011 kl. 11:00 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.