Ég hef oft verið spurður að því hvers vegna ný frétt hafi ekki verið birt á heimasíðu Metan frá 30. júní í sumar en síðasta frétt á heimasíðunni fjallar einmitt um þessi áform borgarinnar að taka í notkun 49 metan/bensín fólksbíla. Því er ekki til að svara að ég telji að markvert fréttaefni til birtingar á heimasíðunni hafi skort og ekkert launungamál að ég hef gegnt stöðu markaðsstjóra Metan frá mars 2009. Því er heldur ekki að leyna að ráðningarsambandi mínu við Metan fer senn að ljúka með þeirri umsögn að ,, árangur af markaðsstarfinu hafi orðið mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir og þess eðlis að ,,lúxusvandamál hafi skapast sem bregðast þurfi við með því að endurskoða eigendastefnu félagsins.
Ný stjórn Metan tók til starfa í maí og komst að þeirri niðurstöðu að ráðlegast væri að rjúfa allar skuldbindingar félagsins svo móta megi nýja eigendastefnu með hreint borð. Endurskoðunin hefur tekið lengri tíma en ráðgert var og þótti ráðlegt að stoppa um tíma fréttaflutning um spennandi þróun og tækifæri á vegferð metanvæðingar í samgöngum landsmanna og í heiminum þar til ný eigendastefna verður kynnt.
Að ofansögðu vil ég trúa því að með nýrri eigendastefnu berist landsmönnum, innan tíðar, fréttir um spennandi framtíðarsýn nýrrar stjórnar og metnaðarfulla nýtingu tækifæra til aukinnar metanvæðingarinnar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Rétt er að minna á að félagið Metan er í dag að upplagi í óbeinni eigu íbúa á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Borgarnesi í gegnum eignarhlut SORPU og Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu (85,1%). Það eru sannarlega bundnar miklar vonir við það að með nýrri eigendastefnu og nýjum starfsmönnum gangi nýrri stjórn allt í haginn við að beina spjótum sýnum rétt og með árangursríkum hætti á vegferð aukinnar metanvæðingar í samgöngum þjóðarinnar.
Á Íslandi stefnir í að um 1000 ökutæki nýti metaneldsneyti í akstri í árslok 2011 -um áttföldun í fjölda ökutækja frá 2009 til ársloka 2011. Notkun á eldsneytinu hefur á sman tíma aukist í réttu hlutfalli við fjölda fólksbílaígilda í landinu sem nýta eldsneytið. Í skoðanakönnun sem Capacent birti í apríl 2011 kom fram að 82,4% svarenda á Íslandi voru áhugasamir um metanbíla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.