6.10.2011 | 16:27
Metanvæðing í samgöngum - markviss og metnaðarfull nýting tækifæra í Evrópu - við erum ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir.
Bifreiðaframleiðandinn Audi hefur kynnt metnaðarfull og samfélagslega ábyrg markmið um að stórbæta heildræna umhverfisáhrif í samgöngum með framleiðslu ökutækja sem nýtt geta metaneldsneyti, vetni og rafmagn í akstri og hafa fjárfest í verksmiðjum og búnaði til að umbreyta vindorku í raforku og nýta hana til framleiðslu á metaneldsneyti og vetni. Fyrirtækið hefur fjárfest í vindmyllum sem staðsettar verða í Norðursjó. Vindmyllurnar umbreyta vindorku í raforku og hún nýtt til að framleiða metaneldsneyti (CH4) eða vetni (H2) úr vatni (H2O) og koltvísýringi ( CO2). Verksmiðjan sem umbreytir raforkunni getur hvort tveggja skilað frá sér metani (CH4) eða vetni (H2) og því um að ræða valkvæða framleiðslu í samræmi við þróun eftirspurnar eftir ökutækjum sem nýtt geta metan eða vetni til að knýja för á þessari öld. Að auki má svo nýta rafmagnið á rafbíla þegar eftirspurn eftir þeim eykst.
Með því að umbreyta raforku í metaneldsneyti eða vetni skapast hagfelld leið til að halda orkunni á nýtanlegu formi til samgangna óháð breytileika í rafmagnsframleiðslunni frá vindmyllunum. Ökutæki sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri gera engan greinamun á því hvernig sameind metaneldsneytisins (CH4) sem notuð er á ökutækið varð til ; hvort hún varð til við gerjun á urðunarstað ( íslenskt metan í dag), við gerjun í verksmiðju (íslenskt metan vonandi sem fyrst) , úr jarðgasi ( líkindi standa til að metan sé að finna á Drekasvæðinu) eða með rafgreiningu á vatni og koltvísýringi eins og Audi kynnir áform um að viðhafa ( tæknilega framkvæmanlegt hvar sem er á Íslandi). Allir metanbílar eða metan/bensínbílar í heiminum geta gengið fyrir metaneldsneyti af hvaða uppruna sem er.
Fréttin frá Audi varpar enn einu ljósi á hvað hægt er að gera og verið er gera á markaðnum til að mæta þeirri brýnu þörf að minnka hnattræn umhverfisáhrif frá samgöngum og auka samhliða sjálfbærni í samgöngum og orkuöryggi þjóða á þessari öld. Sjáið þið ekki fyrir ykkur hvernig við gætum t.d. nýtt umfram raforku í orkukerfinu okkar til að framleiða eldsneyti til vélknúinna samgangna á landi eða sjó framleitt eldsneyti á þeim tíma dagsins sem eftirspurn eftir rafmagni er minnst , ekki skortir okkur vatnið (H2O) eða koltvísýringinn (CO2). Svo má bæta súrefnisatómi við metanið ( CH4) og framleiðs metanól (CH3-OH) til íblöndunar í bensín (3-10% og seinna meira) eins og CRI mun bjóða upp á hér á landi og/eða framleiða olíu eða DME í samræmi við hagfelldni þess að gera svo. Já, magnað.
Tæknilausnir til orkukerfisskipta sem horft er til á þessari öld eru vissulega staddar á mismunandi stað á tímalínu þróunar og fyrirsjáanlegrar hagfelldni í notkun og ljóst að metaneldsneyti hefur hafið fljúgandi start mót fyrirsjáanlega vaxandi eftirspurn. Um 14 milljónir ökutækja geta nýtt metaneldsneyti í akstri í heiminum í dag og fjölgar hratt. Á Íslandi stefnir í að um 1000 ökutæki geti nýtt metaneldsneyti í akstri í árslok 2011 og fjölgar hratt stefnir í um áttföldun í fjölda ökutækja frá 2009 og meira en tvöföldun í notkun á eldsneytinu milli áranna 2010 og 2011, yfir tvöföldun fólksbílaígilda í landinu milli áranna. Í skoðanakönnun sem Capacent birti í apríl 2011 kom fram að 82,4% svarenda á Íslandi voru áhugasamir um metanbíla. Já, vítahringurinn hefur verið rofinn í baráttunni fyrir samfélagslega ábyrg og umhverfisvæn orkukerfisskipti í samgöngum þjóða. Við erum ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir.
Með því að umbreyta raforku í metaneldsneyti eða vetni skapast hagfelld leið til að halda orkunni á nýtanlegu formi til samgangna óháð breytileika í rafmagnsframleiðslunni frá vindmyllunum. Ökutæki sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri gera engan greinamun á því hvernig sameind metaneldsneytisins (CH4) sem notuð er á ökutækið varð til ; hvort hún varð til við gerjun á urðunarstað ( íslenskt metan í dag), við gerjun í verksmiðju (íslenskt metan vonandi sem fyrst) , úr jarðgasi ( líkindi standa til að metan sé að finna á Drekasvæðinu) eða með rafgreiningu á vatni og koltvísýringi eins og Audi kynnir áform um að viðhafa ( tæknilega framkvæmanlegt hvar sem er á Íslandi). Allir metanbílar eða metan/bensínbílar í heiminum geta gengið fyrir metaneldsneyti af hvaða uppruna sem er.
Fréttin frá Audi varpar enn einu ljósi á hvað hægt er að gera og verið er gera á markaðnum til að mæta þeirri brýnu þörf að minnka hnattræn umhverfisáhrif frá samgöngum og auka samhliða sjálfbærni í samgöngum og orkuöryggi þjóða á þessari öld. Sjáið þið ekki fyrir ykkur hvernig við gætum t.d. nýtt umfram raforku í orkukerfinu okkar til að framleiða eldsneyti til vélknúinna samgangna á landi eða sjó framleitt eldsneyti á þeim tíma dagsins sem eftirspurn eftir rafmagni er minnst , ekki skortir okkur vatnið (H2O) eða koltvísýringinn (CO2). Svo má bæta súrefnisatómi við metanið ( CH4) og framleiðs metanól (CH3-OH) til íblöndunar í bensín (3-10% og seinna meira) eins og CRI mun bjóða upp á hér á landi og/eða framleiða olíu eða DME í samræmi við hagfelldni þess að gera svo. Já, magnað.
Tæknilausnir til orkukerfisskipta sem horft er til á þessari öld eru vissulega staddar á mismunandi stað á tímalínu þróunar og fyrirsjáanlegrar hagfelldni í notkun og ljóst að metaneldsneyti hefur hafið fljúgandi start mót fyrirsjáanlega vaxandi eftirspurn. Um 14 milljónir ökutækja geta nýtt metaneldsneyti í akstri í heiminum í dag og fjölgar hratt. Á Íslandi stefnir í að um 1000 ökutæki geti nýtt metaneldsneyti í akstri í árslok 2011 og fjölgar hratt stefnir í um áttföldun í fjölda ökutækja frá 2009 og meira en tvöföldun í notkun á eldsneytinu milli áranna 2010 og 2011, yfir tvöföldun fólksbílaígilda í landinu milli áranna. Í skoðanakönnun sem Capacent birti í apríl 2011 kom fram að 82,4% svarenda á Íslandi voru áhugasamir um metanbíla. Já, vítahringurinn hefur verið rofinn í baráttunni fyrir samfélagslega ábyrg og umhverfisvæn orkukerfisskipti í samgöngum þjóða. Við erum ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir.
Nú er lag og nú er leiku,
listin er að nýta mátt.
Velkjast ei né vera smeykur,
varast ber að hugsa smátt.
ps. Athugið að CNG stendur fyrir ,,Compressed Natural Gas " sem er metan, CH4 - sama sameind og er í íslenska metaninu (CH4) sem SORPA framleiðir úr hauggasi frá urðunarstaðnum á Álfsnesi í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.5.2014 kl. 11:00 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Nú eigum við fullt af ónýttu rafmagni með tilkomu nýju virkjunarinnar á hellisheiði, væri ekki upplagt að nota þá orku til framleðslu á t.d. Metani en eins og staðan er í dag virðist sem metanframleiðslan sé að komast á þann punkt að geta ekki annað eftirspurn því metanbílum fjölgar óðfluga og oft á tíðum má sjá biðröð af bílum við bensínstöðina á bíldshöfða alveg út á götu bíða eftir því að komast í metan dæluna.
Þyrfti að fjölga um nokkrar stöðvar innanbæjar og í nágranna sveitafélögin og svo með reglulegu millibili á hringveginn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 21:34
Nei, að búa til CH4 úr rafmagni er kjaftæði, nota á rafmagnið beint vegna hærri nýtingar. Hins vegar mætti nota afgangskolvetnakeðjur til að búa til eldsneyti sem inniheldur eitthvert súrefni (O) svo sem metanól, CH3OH, eða DME, CH3OCH3, eins og sést á síðustu frétt á SORPA.is
Bjarni G. P. Hjarðar, 6.10.2011 kl. 22:26
Bjarni bendir réttilega á að nýtingahlutfall á fangaðri orku, til nota fyrir einstaklinga eða stærri rekstrareiningar , lækki við að nýta raforku til að framleiða metan eða vetni í stað þess að nýta raforkuna beint sé kostur á því. Ábending Bjarna er góð og vegur þyngst við aðstæður þar sem skortur á rafmagni er viðvarandi á öllum tímum sólarhringsins og/eða í þeim tilfellum þar sem nýtingargeta á rafmagni í skilgreindum tilgangi er sambærileg við fyrirhugaða nýtingu á metani eða vetni. Nú er það þó þannig að nýtingarmöguleikar á rafmagni til samgangna eru ekki enn sambærilegir við nýtingargetu á metani hvað varðar rekstrarlegt hagræði fyrir ökutæki af ýmsum gerðum og stærðum. Ýmislegt annað mætti nefna í þessum samanburði.
Höldum okkur við umræðu um mismun á rekstrarlegu hagræði og þá blasir við að umræðuna um nýtingarhlutfall hráorkunnar er gagnlegt að víkka út og rýna í þá heildar vinnu/afköst sem unnt er að viðhafa á tímaeiningu með mismunandi orkukerfum ökutækja. Í fréttinni er rætt um nýtingu á vindorku til að stemma stigu við neikvæðum umhverfisáhrifum af mannavöldum vegna notkunar á vélknúnum ökutækjum. Ef við gefum okkur að raforkan frá þessum vindmyllum geti ekki skapað jákvæðari heildræn umhverfisáhrif en með því að framleiða metan eða vetni til að knýja ökutæki sem ella þyrftu að ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, vigtar umræðan um lækkað nýtingarhlutfall á fangaðri vindorku ekki þungt umhverfislega séð.
Á móti mætti skoða hvort Audi gerði umhverfinu ekki meira gagn með því að selja bara raforkuna frá vindmyllunum til annars aðila sem brennir kol eða jarðefnaeldsneyti og selja í staðin meira af gömlu bílunum sem ganga bara fyrir jarðefnaeldsneyti . Þessi umræð leiðir okkur m.a. að þeim þætti sjálfbærninnar sem lítur að efnahagslegi sjálfbærni og skoðun á því hvernig hún styður verkferla sem lúta að umhverfislegri og félagslegri sjálfbærni verkefna/aðgerða/breytinga. Allt um þetta í bili – en fullyrðing þín Bjarni er ögn hvöss og vart algild; „ ..að búa til CH4 úr rafmagni er kjaftæði, nota á rafmagnið beint vegna hærri nýtingar“ - flottur þó J
Einar Vilhjálmsson, 7.10.2011 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.