Ráðstefna og vörusýning Evrópusamtaka um metanvæðingu í samgöngum ( NGVA Europe) var haldi í Berlín í síðustu viku. Mikill vitundarvakning hefur átt sér stað um allan heim um tækifæri og ávinningi þess að stórauka metanvæðingu í samgöngum og Evrópa engin undantekning í þeim efnum. Veldisaukning hefur orðið í fjölda meðlima í Evrópusamtökunum á þremur árum, frá 20 meðlimun árið 2008 í 130 á þessu ári- 650% aukning á þremur árum. Meðal þeirra sem nýlega hafa gengið í samtökin eru rússneski jarðgasrisinn Gazprom og sænski bílaframleiðandinn Volvo AB en fulltrúar þeirra tóku sæti í stjórnunarteymi samtakanna. Síðar í þessum mánuði mun ráðstefna verða haldin í Brussel á vegum Evrópusambandsins (AEBIOM European Bioenergy Conference) þar sem Matthias Maedge, framkvæmdastjóri, mun meðal annars fjalla um áform og aðgerðaáætlun um aukna nýtingu á nútíma-metani í samgöngum (Biomethane, CBG, LBG). Íslenskt metaneldsneyti er nútíma-metan (e. Biomethane).

Íslenskt metaneldsneyti er nútíma-metan (e. Biomethane) í þeim skilningi að það er unnið úr lífrænu efni sem er á yfirborði jarðar í dag og er því í einstökum flokki ökutækjaeldsneyta enda losna engar gróðurhúsalofttegundir af jarðefnauppruna við bruna á nútíma-metani. Algengasta er í heiminum að metan ökutækjaeldsneyti sé unnið úr jarðgasi , sem inniheldur algengt 85-90% metan. Á heimasíðu Metan hf hefur metaneldsneyti unnið úr jarðgasi verið nefnt fyrritíma-metan í þeim skilningi að það myndast í jarðskorpunni úr lífrænu efni sem var á yfirborði jarðar í fortíðinni. Öll ökutæki sem gengi geta fyrir fyrritíma-metani (jarðgasi) geta einnig gengið fyrir nútíma-metani (íslensku metani). Reyndar gætu ökutækin gengi ðbetur fyrir íslenska metaninu enda er það með allt að 98% hreinleika en metaneldsneyti í heiminum er algengt um 90-95% metan. Komið hefur margoft fram í bloggum mínum að veldisvöxtur hefur átt sér stað í eftirspurn eftir íslensku metani á síðustu misserum og svo komið að fyrirsjáanlegt er að allt það metaneldsneyti sem framleitt verður í landinu, með hagfelldum hætti í framtíðinni, mun verða nýtt í samgöngum landsmanna, enda fjölgar ökutækjum mjög hratt sem nýtt geta metan í akstri . Miðað við þróun mála stefnir í yfir 800% aukningu í fjölda ökutækja frá des. 2009 til des. 2011.
Já, við þurfum að stórauka framleiðslu okkar á nútíma-metani til að geta nýtt sem best þann mikla og margþætta ávinning sem aukin notkun á íslensku metani hefur í för með sér fyrir þjóðina. Þingsályktunartillaga um metanframleiðslu (mál.251) náði ekki í gegn á þessu þingi, en þess að vænta á þingsályktunartillaga um orkuskipti (mál. 403), sem náði fram að ganga, skapi stjórnvöldum svigrúm til að koma að metanframleiðslu í landinu með skilvirkum hætti og skilgreina hið minnsta sameiginleg verkefni á vegferðinni.
Nú er lag og nú er leikur,
listin er að nýta mátt.
Velkjast ei né vera smeykur,
varast ber að hugsa smátt .
Sjá frétt á metan.is

Íslenskt metaneldsneyti er nútíma-metan (e. Biomethane) í þeim skilningi að það er unnið úr lífrænu efni sem er á yfirborði jarðar í dag og er því í einstökum flokki ökutækjaeldsneyta enda losna engar gróðurhúsalofttegundir af jarðefnauppruna við bruna á nútíma-metani. Algengasta er í heiminum að metan ökutækjaeldsneyti sé unnið úr jarðgasi , sem inniheldur algengt 85-90% metan. Á heimasíðu Metan hf hefur metaneldsneyti unnið úr jarðgasi verið nefnt fyrritíma-metan í þeim skilningi að það myndast í jarðskorpunni úr lífrænu efni sem var á yfirborði jarðar í fortíðinni. Öll ökutæki sem gengi geta fyrir fyrritíma-metani (jarðgasi) geta einnig gengið fyrir nútíma-metani (íslensku metani). Reyndar gætu ökutækin gengi ðbetur fyrir íslenska metaninu enda er það með allt að 98% hreinleika en metaneldsneyti í heiminum er algengt um 90-95% metan. Komið hefur margoft fram í bloggum mínum að veldisvöxtur hefur átt sér stað í eftirspurn eftir íslensku metani á síðustu misserum og svo komið að fyrirsjáanlegt er að allt það metaneldsneyti sem framleitt verður í landinu, með hagfelldum hætti í framtíðinni, mun verða nýtt í samgöngum landsmanna, enda fjölgar ökutækjum mjög hratt sem nýtt geta metan í akstri . Miðað við þróun mála stefnir í yfir 800% aukningu í fjölda ökutækja frá des. 2009 til des. 2011.

Nú er lag og nú er leikur,
listin er að nýta mátt.
Velkjast ei né vera smeykur,
varast ber að hugsa smátt .
Sjá frétt á metan.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.10.2011 kl. 14:08 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.