Háleitt markmið Audi, um að öll ökutæki frá fyrirtækinu muni í framtíðinni ekki losa koltvísýringa (CO2) af jarðefnauppruna í akstri ( e.,,Audi balabced mobility - neutral CO2 balance), hefur leitt til þess að Audi hefur tilkynnt um áform um að bjóða Audi A3 bíla með tvíorkuvél, metan/bensínvél.
Í frétt á NGVGlobal segir að innkoma Audi á metanbílamarkaðinn sé mikilvægur áfangi að vegferð fyrirtækisins að settu marki og að ákvörðunin hjálpi einnig til við að auka hagræðingu í framleiðslu og dreifingu á endurnýjanlegu eldsneyti. Jafnframt segir í fréttinni að ferlar hreinnar orkuframleiðslu með vindorku bjóði upp á framleiðslu á metani (CH4) og vetni (H) sem séu lykil orkugjafar (orkuberar) í framtíðar samgöngum. Og að metanvæðing á A3 bílum sé einn áfangi í þeirri umhverfisvænu stefnu sem Audi hefur einsett sér að fylgja í framtíðinni.
Þýtt og endursagt- sjá frétt:
Viðauki við frétt : Í fréttinni er getið um þau vistfræðilegu sannindi sem enginn faglegur ágreiningur er um varðandi hlýnunaráhrif í lofthjúpi jarðar samfara bruna á nútíma-metani, metaneldsneyti sem unnið er úr lífrænu efni sem er á yfirborði jarðar í dag (e. thank-to-wheel) . Að bruni á nútíma-metani valdi ekki nettó aukningu gróðurhúsaáhrifa í lofthjúpi jarðar. Og jafnframt er rætt um lífferilsgreiningu á heildrænum umhverfisáhrifum, hlýnunaráhrif í lofthjúpi jarðar, vegna vélknúinna samgangna ( e. well-to-wheel) sem nýtt geta nútíma-metaneldsneyti í akstri. Útkoma metanbílsins er það góð að Audi sér ástæðu til að stíga fram nú og leggjast á sveif með flestum bílaframleiðendum í heiminum.
Ögn hafa þessi umhverfisvænu sannindi um metanbílana þvælst fyrir sumum sem rætt hafa leiðir og valkosti fyrir okkur Íslendinga til að viðhafa hnattrænt ábyrg orkukerfisskipti í samgöngum þjóðarinnar svo ekki sé talað um efnahagslegan ávinning og gjaldeyrissparnað samfara innleiðingu á endurnýjanlegu orkukerfi til vélknúinna samgangna. Orkukerfi sem byggir einnig á mestri sjálfbærni og mestum endurnýjanleika þeirra orkukerfa til vélknúinna samgangna sem sambærilegar samgöngur okkar íslendinga geta grundvallast á. Og að auki tryggt lágmarks notkun á gjaldeyri, við að viðhalda því ferðafrelsi og samgönguöryggi sem við þekkjum í dag. Metanvæðingin er sannarlega á grænni grein á þessari öld.
Sjá allt um metaneldsneyti hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.