10.5.2011 | 14:17
Metanklasafundur um uppfærslu bensínbíla í metan/bensínbíla staðfesti vönduð og ábyrg vinnubrögð.
Áhugi hefur aukist mikið í samfélaginu fyrir notkun á íslensku metani í samgöngum. Ökutækjum hefur fjölgað hratt á síðustu misserum sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri á höfuðborgarsvæðinu og útlit fyrir að í árslok 2011 verði um 1000 ökutæki í landinu sem nýta íslenskt metan í akstri. Fjölgun ökutækja á síðustu misserum er að stærstum hluta til komin vegna mikillar aukningar í uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíla. Sala nýrra metan/bensínbíla hefur einnig verið meiri en áður og þá helst frá Heklu (VW Eco fuel; Passat, Caddy, Tauran og Transporter ) og Öskju (Merchades Benz NGT; B-class, E-class og Sprinter) sem bjóða ýmsar gerði ökutækja sem koma frá verksmiðju með búnaði sem skapar val um að aka á metaneldsneyti eða bensíni. Þá hefur innflutningur á nýjum bensínbílum og uppfærsla þeirra hér á landi,fyrir nýskráningu, einnig fjölgað ökutækjum í umferð sem nýta íslenskt metan í akstri - hér má nefna Sparibíl, Bílabúð Benna, Ísband og Jöfur.
Sú mikla aukning sem verið hefur og fyrirsjáanlega mun verða í uppfærslu hefðbundinna bensínbíla í metan/bensínbíla var rædd á sérstökum metanklasafundi sem Metan hf boðaði til í mars mánuði. Efni fundarins laut að verklagi við uppfærslu ökutækja í landinu, öryggismálum og eftirliti með íhlutum og frágangi þeirr í uppfærðum ökutækjum. Fundinn sátu 17 aðilar sem tegnast málaflokknum með einum eða öðrum hætti, fulltrúar sex verkstæð sem hlotið hafa löggildingu til uppfærslu ökutækja, fulltrúi Umferðarstofu , fulltrúar skoðunarstöðva, kennarar frá Borgarholtsskóla, fulltrúi Iðunnar, fulltrúi metanframleiðslu hjá SORPU og markaðsstjóri og framkvæmdastjóri Metan hf .
Fram kom á fundinum að þau verkstæði sem uppfæra bíla í dag hafa uppfyllt öll skilyrði til að bjóða þjónustu sína og teljast því gildir aðilar að lögum til að uppfæra ökutæki. Öll fyrirtæki vinna með vottaða íhluti frá viðurkenndum framleiðendum sem hafa áratuga reynslu af framleiðslu íhluta og uppfærslu ökutækja. Á verkstæðunum starfa löggildir bifvélavirkjar sem hlotið hafa þjálfun og löggildingu á námskeiðum Borgarholtsskóla og Iðunnar og/eða frá framleiðendum þeirra íhluta sem þeir vinna með. Bæði hefur verið um það að ræða að erlendir sérfræðingar hafi komið til landsins og þjálfað starfsmenn sem og að bifvélavirkjum hefur verið boðið erlendis í starfsþjálfun. Allir íhlutir til uppfærslu ökutækja hér á landi hafa hlotið úttekt og uppfylla kröfur Umferðarstofu um vottun og merkingar.Egill Örn Jóhannesson kennari á bílgreinasviði og sérfræðingur í metankerfum flutti stutt erindi um þróun metankerfa og gat þess að mikil þróun hefði átt sér stað frá árinu 2006 þegar kennsla hófst í Borgarholtsskóla um ísetningu og viðhald metankerfa í ökutækjum. Fram kom hjá Agli að metankerfin sem sett eru í bíla í dag eru mun meðfærilegri og þægilegri að vinna með en áður og um margt mun auðveldara að aðlaga þau að flestum bensínbílum með beina innspýtingu.
Rætt var um frágang og öryggismál varðandi staðsetningu á metangeymum í farangursrými ökutækja og rætt um þann festibúnað sem notaður væri hjá íslensku verkstæðunum. Fram kom hjá Kristófer Á. Kristóferssyni , forsvatrsmanni Umferðarstofu um málaflokkinn, að festibúnaður sem verkstæðin nota hér á landi sé mun rammgerðari en kröfur eru um í Evrópu. Fulltrúar verkstæðanna bentu á að almennt sé viðurkennt að minni hætta stafi af metangeymi ökutækja en bensíngeymi og engin ágreiningur gerður við þá fullyrðingu. Bent var á að minni líkur væru á að metangeymir skapaði hættu í umferðinni en bensíngeymirinn þar sem metangeymir væri mun rammgerðari en bensíngeymir auk þess sem erfiðara sé að kveikja í metaneldsneyti ef það losnar út í umhverfið en ef um bensín væri að ræða. Metangeymar eru úr stáli eða öðrum málmi og gjarnan styrktir með með koltrefjum en bensíngeymar algengt úr plasti.
Þá var áréttað að metaneldsneyti er ekki eitrað og veldur ekki skaða við innöndun eða snertingu og sé svo eðlislétt að það staldi stutt við á vettvangi ef það sleppur úr birgðargeymslu. Metan er jafnframt lyktarlaust en lyktarefni bætt út í það áður en það er selt sem eldsneyti á bíla svo greina megi strax ef um leka er að ræða í búnaði.
Staðsetning metangeyma undir ökutækjum var rædd og áréttað að reglur kveða á um að slíkt sé heimilt svo fremi sem kútarnir séu ekki lægsti hluti bílgrindarinnar. Og jafnframt áréttað að virða beri tilskilið bil á milli metangeymis og bílgrindar við staðsetningu metangeyma undir ökutækjum. Þá var einnig bent á að óheppilegt væri að hafa áfyllistút fyrir metaneldsneyti aftan á ökutækjum enda gæti slík staðsetning leitt til óþarfa endurnýjunar á stútum við smávægilega snertingu ökutækja í umferðinni.Fundarmenn höfðu kynnt sé myndskeið um öryggis-og álagsprófanir á metangeymum í farangursrými. Að sögn Kristófers Á. Kristófersson þótti myndskeiðið afar fróðlegt og staðfesta vel það sem komið hafi fram hjá evrópskum eftirlitsaðilum um stöðugleika metaneldsneytis og styrk metangeyma í ökutækjum. Rætt var um legu metangeyma á pallbílum og hvort ráðlegt væri að þeir lægju langsum. Fram kom hjá talsmönnum verkstæðanna að slíkt væri heimilað í Evrópu og staðfesti Kristófer það.
Á fundinum kom skýrt fram að framvinda uppfærsluþjónustu í landinu hafi farið afar vel af stað, allar upplýsingar uppi á borðum og samskipti verkstæða og eftirlitsaðila verið góð og ábyrg.
Einnig kom fram á fundinum að ástæða sé til að ætla að innflutningur einstaklinga á íhlutum kunni að eiga sér stað. Fulltrúar skoðunarstöðva bentu á mikilvægi þess fyrir verkstæðin að tryggja að vottunarmerkingar á íhlutum þeirra væru sjáanlegar á íhlutunum eftir að þeir væru settir í ökutæki enda yrðu skoðunarstöðvarnar hið minnsta að geta séð merkingar með speglum til að geta staðfesta skoðun þeirra og þannig væri unnt að stemma stigu við óvottuðum íhlutum sem kynnu að verða í umferð hér á landi í framtíðinni.
Ræddar voru reglu um sölu verkstæða eða annarra innflytjenda á löggildum metankerfum til þriðja aðila og staðfest að erlendir framleiðendur geri ríka kröfu til verkstæð og umboðsaðila sem vinna með búnað frá þeim og banni með öllu sölu á kerfum til þriðja aðila nema fyrir liggi staðfesting um samstarf löggildra verkstæða sem framleiðandinn vitu um og hafi samþykkt.
Að lokum var það staðfest á fundinum að eftirlitsaðilar og kennarar væru ánægðir með það verklag sem hafi þróast á íslenska markaðnum við uppfærslu ökutækja á árinu 2010 og að mikilvægt væri að búnaður og frágangur þeirra yrði vandaður hér eftir sem hingað til.
Sjá hér löggild uppfærsluverkstæði í landinu
Sjá hér nánar um öryggi metaneldsneytisi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Hringlandaháttur stjórnvalda er slíkur að maður treystir ekki á að verðlagning metan-gass verði óbreytt. Eftir því sem fleiri skipta yfir á gasið hljóta eldsneytisskatttekjur að dragast saman. Þá er næsta víst að megas-arar frá kutan í bakið frá Steingrími Joð. Að fjárfesta í megas-breytingu kostar nokkur hundruð þúsund. Eru einhver loforð um verðlagningu gassins næstu 5 ár sem er ca. sá tími sem þarf til að niðurgreiða umbreytinguna ??
Stefán Auðunn Stefánsson (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 21:34
Í athugasemdum með frumvarpinu er þess getið að ráðlegt þyki að endurskoða ákvæði laganna innan 4-5 ára í ljósi þess árangurs sem náðst hefur við að viðhafa orkukerfisskipti í samgöngum landsmanna. Skýrari skilaboð hafa stjórnvöld ekki sent frá sér fyrr. Eins og ég hef reyndar bloggað um áður þá eru stjórnvöld í raun ekki að gefa eftir neitt eftirsóknarvert með að innheimta ekki íslenskar krónur með sérstakri skattlagningu á íslenskt eldsneyti (umfram vsk) enda leiðir aukin notkun á íslensku eldsneyti til þess að innflutningur á jarðefnaeldsneyti minnkar og grænum störfum fjölga í landinu samfara aukinni framleiðslu á innlendu og endurnýjanlegu eldsneyti. Þú nefnir að það taki almennt 4-5 ár fyrir bíleiganda að skapa sér fjárhagslegan ávinning af því að láta uppfæra bílinn sinn. Rekstrarlegur ávinningur af uppfærslu er fyrst og fremst tvíþættur ? lægri eldsneytiskostnaður sem nemur um 120kr/L í dag og lægri bifreiðagjöld sem nemur algengt um 25.000- 30.000 kr. á ári. Nú er það svo að tugþúsundir ökutækja á höfuðborgarsvæðinu brenna bensíni um og yfir 11 L/100km. Ef slíkum bíl er ekið 25.000 km á ári þá sparar bíleigandinn um 355.000 kr/ári í lægri eldsneytiskostnaði og lægri bifreiðagjöldum. Og fær í bónus frítt í bílastæði í höfuðborginni í allt að 90 mínútur í senn. Kostnaðurinn við að uppfæra millistóran fólksbíl er alengt um 450 þúsund m-vsk en á móti fær viðkomandi endurgreiðslu frá ríkinu upp á 100.000 kr ef bíllinn er yngri en 6 ára. Þannig getur uppfærsla (breyting) á slíkum bíl kostað eigandann um 350.000 kr. Í þessu dæmi nær eigandinn að greiða upp uppfærslukostnaðinn á einu ári.
Mun skemur tekur að jafna kostnaðinn ef um er að ræða jeppa sem brennir 20 til 25L/100km og er ekið meira en 25.000 km/ári þótt það kosti meira að uppfæra jeppa með gott drægi á eldsneytisbirgðum, algengt 550-600 þús. kr (eftir 100 þús. kr. endurgreiðslu frá ríkinu). Annað, er rétt að hafa í huga þegar meta skal hvort það borgi sig að uppfæra tiltekinn bíl. Bílasalar telja að auðveldara muni reynast að selja notaðan metan/bensínbíl á næstu misserum og árum en samabærilegan bíl sem eingöngu gengur fyrir bensíni. Og viðbúið að verðmunur muni reynast metan/bensínbílnum í vil. Ef mat þeirra er rétt er því hér um að ræða einhverja bestu fjárfestingu sem hugsast getur í bílabransanum á komandi misserum fyrir þúsundi bíleigenda. Auðvita eru til dæmi um bíla sem vart borgar sig að uppfæra nema þá til að geta nýtt íhlutina síðar í næsta bíl sem viðkomandi kaupir notaðan og lætur uppfæra - metankúturinn, þrýstiminnkarann og tölvuna má flytja á milli bíla.
Segi þetta gott í bili Stefán. Allir eiga rétt á að vita þetta þótt ljóst sé að það skapar mikla áskorun ef allir óska eftir því að láta uppfæra bíla sína á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum. Mannleg hegðun á markaði er þó nokkuð þekkt , frumkvöðlarnir leiða för og eru gjarnan innan við 15% af þeim sem gætu notið ávinnings af því að bregðast við boðum á markaði.
Einar Vilhjálmsson, 11.5.2011 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.