28.4.2011 | 16:11
Frábær tímamót í fólksbílarekstri Reykjavíkurborgar – óskar eftir 49 fólksbifreiðum sem nýtt geta íslenskt metan í akstri.
Reykjvíkurborg hefur stigið nokkur markverð heillaspor á vegferða orkukerfisskipta í samgöngum í borginni á síðustu misserum. Í gær birtist frétt í fjölmiðlum um ósk borgaryfirvalda um tilboð í 49 fólksbíla sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri (metan/bensínbilar) og skal tilboðum skilað eigi síðar en 12. maí næstkomandi í Þjónustuver borgarinnar. Óskað er eftir
minni fólksbífreiðum sem einkum verða notaðir vegna heimahjúkrunar í borginni.
Fyrr á þessu ári samþykktu borgaryfirvöld að leita leiða til að auka fjölda metan-strætisvagna í borginn úr tveimur, sem verið hafa í daglegri þjónustu við borgarbúa í 6 ár, í 17 á næstu árum. Þá hefur borgin allt frá árinu 2005 starfrækt sorphirðubíla á höfuðborgarsvæðinu sem gang eingöngu fyrir metaneldsneyti og svo komið að allir slíkir bíla ganga í dag fyrir íslensku metani.
Áherslur borgaryfirvalda um aukna nýtingu á metaneldsneyti í samgöngum ríma vel við þá þróun sem hefur átt sér stað um allan heim og þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað í landinu um tækifæri þjóðarinnar til að stórauka nýtingu á íslensku metaneldsneyti í samgöngum í stað innflutts bensíns og dísilolíu. Áherslurnar samræmast jafnframt markmiðum borgarinnar og stjórnvalda í landinu í umhverfismálum og loftslagsmálum.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, tók í notkun metanfólkbíl fyrir yfirstjórn borgarinnar á þessu ári og
nýtir því íslenskt metaneldsneyti á för sinnu um höfuðborgina þegar hann notar vélknúið ökutæki. Og án þess að losa gróðurhúsalofttegundir af jarðefnauppruna í akstri. Reynslan af notkun bílsins hefur verið góða að sögn bílstjóra borgarinnar, Rúnars Sveinssonar. Með hverjum lítra af bensíni sem borgarstjórinn spara með notkun á íslensku metani í staðinn sparar hann losun á gróðurhúsalofttegundum af jarðefnauppruna út í andrúmsloftið og lofthjúp jarðar sem nemur um 2,3kg fyrir hvern lítra af bensíni sem ekki er brenndur. Þar fyrir utan sparar borgarstjórinn gjaldeyri með akstri á íslensku metani sem nemur um og yfir 36% af dæluverði bensíns. Borgarstjórinn viðhefur virkilega samfélagslega ábyrg notkun á vélknúnu ökutæki þá þörf er á að nota fólksbíl.
Með óskum borgarinnar eftir 49 metan/bensínbílum tekur borgin með nýjum hætti þátt í þeirri þróun sem hefur orðið í eftirspur eftir bættu dreifikerfi og auknu framboði á íslensku metni á höfuðborgarsvæðinu og í landinu. Óskir Reykjavíkurborgar markar tímamót í sögu orkukerfisskipta á höfuðborgarsvæðinu og í landinu og varpar ljósi á þau tækifæri sem þjóðinni stendur til boða að nýta í stórauknum mæli á komandi misserum og árum. Borgaryfirvöld eiga hrós skilið fyrir að nýta tækifæri til hagfelldra og umhverfismildra orkukerfisskipta í samgöngum sem lúta að almannaheill og auknu orkukerfissjálfstæði í landinu.
Hvað er borgin að gera ? Jú, borgin er að stíga mörg heillaspor á vegferð orkukerfisskipta í samgöngum:
Rekstrarlegur ávinningur:
1. Ódýrara eldsneyti og mikið til.
2. Flott og hagfelld ökutæki eru til af ýmsum gerðum-mikil samkeppni.
3. Fullt ferðafrelsi er á metan/bensínbíl enda getur hann gengið fyrir bensíni ef þörf krefur .
Umhverfislegur ávinningur: Mesti heildræni umhverfislegi ávinningur sem unnt er að skapa hlutfallslega með notkun á sambærilegu vélknúnu ökutæki í borginni.
Þjóðhagslegur ávinningur:
1. Notkun á íslensku metani skapar græn störf og eykur hagsæld í landinu
2. Sparar gjaldeyri þjóðarinnar
3. Aykur sjálfbærni orkukerfis til samgangna í borginni og landinu
4. Eykur fjölbreytni til endurnýjanlegrar orkunýtingar.
ERGO: Borgin er að bregðast við vitundarvakningu í landinu með samfélagslega ábyrgum hætti og veigrar sér ekki við að nýta tækifæri sem eru í hendi til að vinna borgarbúum heillt á sviði orkukerfisskipta í samgöngum og fara sjálf þá leið sem hún hefur vísað á.

Fyrr á þessu ári samþykktu borgaryfirvöld að leita leiða til að auka fjölda metan-strætisvagna í borginn úr tveimur, sem verið hafa í daglegri þjónustu við borgarbúa í 6 ár, í 17 á næstu árum. Þá hefur borgin allt frá árinu 2005 starfrækt sorphirðubíla á höfuðborgarsvæðinu sem gang eingöngu fyrir metaneldsneyti og svo komið að allir slíkir bíla ganga í dag fyrir íslensku metani.
Áherslur borgaryfirvalda um aukna nýtingu á metaneldsneyti í samgöngum ríma vel við þá þróun sem hefur átt sér stað um allan heim og þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað í landinu um tækifæri þjóðarinnar til að stórauka nýtingu á íslensku metaneldsneyti í samgöngum í stað innflutts bensíns og dísilolíu. Áherslurnar samræmast jafnframt markmiðum borgarinnar og stjórnvalda í landinu í umhverfismálum og loftslagsmálum.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, tók í notkun metanfólkbíl fyrir yfirstjórn borgarinnar á þessu ári og

Með óskum borgarinnar eftir 49 metan/bensínbílum tekur borgin með nýjum hætti þátt í þeirri þróun sem hefur orðið í eftirspur eftir bættu dreifikerfi og auknu framboði á íslensku metni á höfuðborgarsvæðinu og í landinu. Óskir Reykjavíkurborgar markar tímamót í sögu orkukerfisskipta á höfuðborgarsvæðinu og í landinu og varpar ljósi á þau tækifæri sem þjóðinni stendur til boða að nýta í stórauknum mæli á komandi misserum og árum. Borgaryfirvöld eiga hrós skilið fyrir að nýta tækifæri til hagfelldra og umhverfismildra orkukerfisskipta í samgöngum sem lúta að almannaheill og auknu orkukerfissjálfstæði í landinu.
Hvað er borgin að gera ? Jú, borgin er að stíga mörg heillaspor á vegferð orkukerfisskipta í samgöngum:

1. Ódýrara eldsneyti og mikið til.
2. Flott og hagfelld ökutæki eru til af ýmsum gerðum-mikil samkeppni.
3. Fullt ferðafrelsi er á metan/bensínbíl enda getur hann gengið fyrir bensíni ef þörf krefur .
Umhverfislegur ávinningur: Mesti heildræni umhverfislegi ávinningur sem unnt er að skapa hlutfallslega með notkun á sambærilegu vélknúnu ökutæki í borginni.
Þjóðhagslegur ávinningur:
1. Notkun á íslensku metani skapar græn störf og eykur hagsæld í landinu
2. Sparar gjaldeyri þjóðarinnar
3. Aykur sjálfbærni orkukerfis til samgangna í borginni og landinu
4. Eykur fjölbreytni til endurnýjanlegrar orkunýtingar.
ERGO: Borgin er að bregðast við vitundarvakningu í landinu með samfélagslega ábyrgum hætti og veigrar sér ekki við að nýta tækifæri sem eru í hendi til að vinna borgarbúum heillt á sviði orkukerfisskipta í samgöngum og fara sjálf þá leið sem hún hefur vísað á.
1000 þakkir til Reykjavíkurborgar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Mér skilst að það sé nokkurra mánaða bið á bílaverkstæðum eftir því að breyta bílnum til að hann geti keyrt á metani?
Ég held að dælustöðvar verði að bregðast við þessu og fjölga dælustöðvum ef þær ætla að anna eftirspurn. Það eru þrjár dælur á Bíldshöfða og ein á hrauninu hjá vélsmiðjunni Héðni, langt úr alfaraleið. Skil ekker í Olís, shell og Atlantsolíu að reyna ekki að fá sneið af kökunni?
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 18:00
Takk fyrir þetta Rafn. Vonir standa til að dælum muni fjölga með hækkandi sól og nýir afgreiðslustaðir líti dagsins ljós á þessu ári. Komið hefur fram í fjölmiðlum að til stendur að opna metanafgreiðslu í Reykjanesbæ fljótlega og nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga að sinna smásölu á metaneldsneyti á komandi misserum og árum. Markviss áform um fjölgun afgreiðslustöðva byggja á markvissum aðgerðum til að auka framleiðsluna og framboðið á komandi árum. Því hafa miklar vonir verið bundnar við að Alþingi afgreiði með jákvæðum hætti þingsályktunartilllögu um metanframleiðslu sem verið hefur til umfjöllunar hjá iðnaðarnefnd um nokkurt skeið. Iðnaðarnefnd fundaði í dag um ýmis mál og hafa vonandi náð að kynna sér þá hröðu þróun sem hefur átt sér stað í landinu og mikilvægi þess að skapa skilvirkt samstarf ríkisins, sveitarfélaga og atvinnulífs um aukna metanframleiðslu í landinu. Þar fyrir utan voru sérfræðingar að rannsaka í vikunni hversu mikið af metani megi fanga á Glerárhaugum á Akureyri og niðurstöðu að vænta fljótlega. Vonir standa til að metanafgreiðsla verði á Akureyri á næsta ári. Og þar fyrir utan að Austfirðingar ná þá að hefja framleiðslu í fjórðungnum. Markmiðið að unnt verði að aka hringveginn á íslensku metani fyrir Olympíuleikana í London 2012 er enn ekki óframkvæmanlegt.
Einar Vilhjálmsson, 28.4.2011 kl. 22:51
Sæll Einar
Þegar þú talar um að hægt verði að aka hringveginn á metani, hvað miðar þú þá við mikla drægni bíls á metani?
Ég hef kynnt mér þetta lauslega og sýnist að þeir bílar sem koma sem metan/bensín frá framleiðanda hafi ~400 km drægni á metani, en þegar bílum er breytt hérlendis er látið duga að setja í þá kúta fyrir ~200 km drægni. Er þetta ekki nokkuð rétt mynd hjá mér?
Davíð Örn Benediktsson (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 09:43
Heill og sæll Davíða: Markmiðið að komast á fólksbíl hringveginn er vissulega raunsærra árið 2012 ef við miðum við að bíll geti ekið 400 km á metanbirgðunum í stað 200 km eins og þú nefnir. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að áhrifavaldar um framvindu metanvæðingarinnar sjá fyrir sér að metaneldsneyti verði til afgreiðslu í öllum helstu byggðakjörnum landsins á komandi árum. Spurningin er sú hversu hratt við getum byggt upp framleiðslu og framboð á landsbyggðinni svo ekki þurfi að flytja metanið milli landshluta þótt það sé vissulega mögulegt einnig, tímabundið eða varanlega. Akureyringar eru farnir að skoða sín mál markvisst í þessum efnum auk Skagfirðinga og Austfirðingar að leggja af stað. Þá er einnig verið að leggja mat á framleiðslugetur og rekstrarforsendur framleiðslu á suður-og suðausturlandi og áhuga að finna á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Í dag voru svo fréttir um samstarf Metanorkunnar ehf og Stjörnugríss um framleiðslu á metaneldsneyti í Melasveit - um 60km frá dælunni á Bíldshöfða. Og að lokum er áhuga að finna víða hjá bændum í landinu. Spennandi tímar framundan og mikilvægt að þekking og reynsla í landinu á sviði metanframleiðslu geti nýst sem flestum með skilvirkum og hagfelldum hætti fyrir minni sem stærri framleiðendur
Einar Vilhjálmsson, 29.4.2011 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.