Metanvæðingin á fullri ferð: 82,4% svarenda eru áhugasamir um metanbíla

Vitundarvakning hefur átt sér stað um tækifæri til nýtingar á metaneldsneyti í samgöngum sem endurspeglast meðal annars í niðurstöðum skoðanakönnunar sem Capacent framkvæmdi í mars  mánuði  síðastliðnum. Í ljós kom að 82,4% svarenda eru áhugasamir um metanbíla. Rétt er að minna á að bílar sem nýtt geta metani í akstri geta einnig gengið fyrir bensíni ef á þarf að halda, hafa tvo eldsneytisgeyma. Ferðafrelsi er því með engu skert á metan/bensínbíl en valkvætt að kaupa metaneldsneyti í Reykjavík í stað bensíns og spara um 50% í eldsneytiskostnaði. Capacent metankonnun skifurit  mars 2011


Spurt var: ,, Ef þú værir að kaupa þér bíl í dag , hver af eftirfarandi fullyrðingum á best við um vitund þína og viðhorf til bíla sem ganga fyrir metaneldsneyti “ ? 


Úrtak könnunarinnar: 1294. Svarhlutfall: 58,9%. Svarendur : 764 –  52,7% karlar og 47,3% konur.  Aldur :  17-24 (16,6%),  25-34 (17,1%), 35-44 (23,2%), 45-54 (17,3%), 55 eða eldri (25,7%). Búseta svarenda:  Höfuðborgarsvæðið 65,2%  og landsbyggðin 34,8%.

Svarmöguleikar:

1. Ég þekki til metanbíla og væri áhugasamur/söm um að kaupa metanbíl – 23,2%
2. Ég þekki til metanbíla en væri EKKI  áhugasamur/söm um að kaupa metanbíl – 11,1%
3. Ég þekki EKKI til metanbíla og væri áhugasamur/söm um að kynna mér metanbíla – 59,2%
4. Ég þekki Ekki til metanbíla en væri EKKI  áhugasamur/söm um að kynna mér metanbíla – 6,5%
 

Í stuttu mál voru niðurstöður þessar: 

Af þeim sem þekkja ekki til metanbíla eru 90,1% svarenda áhugasamir/söm  um að kynna sér metanbíla.

Af þeim svarendum sem þekkja til metanbíla eru 67,7% áhugasamir/söm um að kaupa metanbíl.

Alls eru 82,4% svarenda eru áhugasamir/söm um metanbíla.


Ofangreindar niðurstöður  eru enn ein vísbendingin um þau heillaspor sem okkar samfélag er að stíga íGraen borg stórauknum mæli á vegferð visthæfra orkukerfisskipta í samgöngum í landinu.  Og við blasir  skemmtilegt ,,lúxusverkefni“ um að stórauka metanframleiðslu í landinu, sem býnt er að takast á við í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs.  

Í frétt á heimasíðu Metan hf  er þess getið að sala á metaneldsneyti  í marsmánuði 2011 hafi verið hátt í 100% meiri en í sama mánuði í fyrra. Veldisvöxtur eftirspurnar eftir metani kallar á að fyrri áform um aukna metanframleiðslu í landinu verði hraða til muna. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Öll metanframleiðsla í landinu á næstu árum mun geta nýst í samgöngum landsmanna.  

Gleymum því ekki að ein grundvallarforsenda þess að unnt verði að viðhafa visthæf orkukerfisskipta í samgöngum í landinu, yfir höfuð, er að eftirspurn sé til staðar, að vilji og geta almennings til að fjárfesta í þeim visthæfum samgöngutækjum, sem í boði eru, sé til staðar. Tækifæri til aukinnar metanvæðingar eru til staðar enda geta allar gerði samgöngutækja í heiminum sem nýta metaneldsneyti (jarðgas, e. CNG) einnig  nýtt íslenskt metan til að knýja för.   

Miklar vonir eru bundnar við að iðnaðarnefnd Alþingid nái að afgreiða tillögu um matanframleiðslu sem er til umfjöllunar í nefndinni ( 251.mál) og Alþingi samþykki hana á þessu þingi svo unnt verði að skilgreina sem fyrst sameiginleg verkefni í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs um  aukna metanframleiðslu í landinu.

Sjá frétt á heimasíðu Metan hf - metan.is

Sjá stöðu tillögunnar um metanframleiðslu á Alþingi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ég er hlynntur metan gas á bíla..en kostnaðurinn að breyta yfir í metan gas er að ég tel vera allt of mikinn..ég skil ekki stjórnvöld skuli ekki bregðast við því að fólk noti meira metan gas..þetta myndi spara mikinn gjaldeyri..og kostar minna í dag allavega..og svo líka í ljósi þess ef olían fer að hækka meira..gæti munað töluverðu.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 15.4.2011 kl. 20:19

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Stundum verða einföldustu og skýrustu hlutirnir að óyfirstíganlegu vandamáli í augum stjórnmálamanna, Ægir Óskar.

Einfaldir hlutir þykja ekki nógu "fínir" í augum þessa fólks og því nauðsynlegt að flækja þá eins og kostur, með tilheyrandi kostnaði og hellst nokkrum nefndum.

Metanvæðing er ein af mörgum leiðum sem við höfum til að kasta af okkur því oki að þurfa að sóa gjaldeyri í innflutta orku á samgöngutæki okkar. Metan hefur þó þann ótvíræða kost að tiltölulega lítinn kostnað þarf til að breyta þeim flota sem til er í landinu, fyrir slíkt eldsneyti. Ókosturinn er hins vegar sá að þó þessi kostnaður sé lítill, er hann flestum fjöldskyldum ofviða eins og stendur.

Gunnar Heiðarsson, 16.4.2011 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband