26.3.2011 | 23:02
Ráðstefan um hreina íslenska orku var haldin á Egilsstöðum - umræða um metanframleiðslu var fyrirferðarmikil - orð eru til alls fyrst
Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs og Þróunarfélag Austurlands héldu ráðstefnu á Egilsstöðum fimmtudaginn 24. mars undir yfirskriftinni ,,Hrein íslensk orka möguleikar og tækifæri. Ráðstefnan var vel sótt og áhugi mikill á austurlandi fyrir því að skoða m.a. tækifæri til metanframleiðslu á Héraði og í fjórðungnum. Fundarstjórn var í traustum höndum bæjarstjóra Fljótdalshéraðs, Björns Ingimarssonar, Gunnars Þórs Sigurbjörnssonar, formanns atvinnumálanefndar, sem setti ráðstefnuna, en Þórarinn Sveinsson, atvinnu- íþrótta- og menningarfulltrúi sá um skipulagningu hennar.
Fyrstur á mælendaskrá var Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMI) og flutti hann fróðlegt og skemmtilegt erindi að vanda um orkubúskap heimbyggðarinnar og vistkerfis jarðarinnar auk þess að nefna fjöld verkefna í landinu sem lúta að því að auka orkuöryggi þjóðarinnar og lífsgæði komnadi kynslóða. Með vísan til austurlands nefndi Þorsteinn m.a. að vísbendingar væru um að jarðgas kynni að vera að finna á Drekasvæðinu sem breytt gæti miklu um orkubúskap þjóðarinnar, atvinnusköpun í fjórðungnum á komandi árum og skapað tækifæri til útflutnings og nýtingar á þeirri orku.
Innskot : Jarðgas er að stærstum hluta metan og því ljóst að ef um vinnanlegt magn af jarðgasi verður að ræða á Drekasvæðinu eignumst við Íslendingar val um að nýta það í stórauknum mæli í samgöngum þjóðarinnar auk þess að verða útflytjendur á því eldsneyti.
Sigurður Friðleifsson, frá Orkusetrinu, steig næstur í pontu og ræddi ýmis tækifæri til að draga úr hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar af mannavöldum. Hann ræddi einkum um tækifæri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna í landsamgöngum og þróun tæknilausna til umhverfismildunar í landsamgöngum, einkum þar sem stuðst er við metaneldsneyti, lífdísil,metanól út í bensín og rafhlöður sem hluta af orkukerfi ökutækja. Fram kom að tímalína hagfelldra valkosta væri mismunandi eftir tæknilausnum og að metanvæðing í samgöngum hefði aukist mikið hér á landi sem hefði jákvæð áhrif til umhverfismildunar í samgöngum landsins á komandi misserum og árum.
Þrjú erindi voru flutt sem öll lutu að metanmálefnum sérstaklega. Fulltrúi Metan hf, fjallaði um stöðu metanvæðingar í samgöngum í heiminum og í landinu og framtíðarhorfur í þeim efnum, Bjarni Hjarðar, yfirverkfræðingur SORPU, ræddi reynslu fyrirtækisins af framleiðslu á metaneldsneyti og tækifæri til að stórauka framleiðsluna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og Jón Guðmundsson , frá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), ræddi tækifæri til metanframleiðslu á Héraði og í landbúnaði almennt.
Fram koma að metaneldsneyti er unnt að framleiða úr öllu lífrænu efni á yfirborði jarðar hvort heldur um er að ræða lífrænan úrgang frá heimilum, landbúnaði, sjávarútvegi, seyru, matvælaframleiðslu eða annari atvinnustarfsemi eða með uppgræðslu lands og nýtingu á lífmassa. Sem dæmi var nefnt að afla mætti lífmassa til framleiðslu á metaneldsneyti sem dugar fyrir allar landsamgöngur þjóðarinnar með ræktun á orkuplöntum á landsvæði sem næmi um 8% af ræktuðu landi á Íslandi í dag. Ekki þó svo að skilja að sú tillaga hafi verið lögð fram á fundinum sem sjálfgefin framtíðarsýn en upplýsingarnar þóttu fróðlegar og komu mörgum á óvart. Jafnframt kom skýrt fram á fundinum að umtalsvert meira magn af metanedsneyti megi framleiða úr lífmassa frá hektara lands hér á landi en sem nemur magni af lífdísil eða etanóli sem unnt er að framleiða á sama hektara.
Fundargestum varð ljóst að fjölgun ökutækja væri hröð í landinu og í heiminum sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri og að notkun á metaneldsneyti á höfuðborgarsvæðinu stefni í að tvöfaldas milli áranna 2010 og 2011. Og að samhliða hafi eftirspurn eftir metaneldsneyti á landsbyggðinni aukist það mikið að ljóst þykir að allt það metaneldsneyti sem framleitt verður á landsbyggðinni mun verða nýtt í samgöngum þjóðarinnar í framtíðinni. Bjarni Hjarðar, yfirverkfræðingur, nefndi ýmis tækifæri til framleiðslu á metaneldsneyti og í sama streng tók Jón Guðmundsson, hjá LbhÍ. Jafnfram kom fram að þótt hægt sé að framleiða hauggas (náttúrugas) á hverri bújörð sé mikilvægt að skoða vandlega samnýtingu á hráefni frá nokkrum býlum og/að byggðakjörnum svo hagfelldni í framleiðslu og hreinsun á hauggasi megi verða sem mest.
Fulltrúi áhugasamra bænda um metanframleiðslu á Hérað, Borgþór Jónsson í Hvammi, flutti erindi um rannsóknir sínar á gasgerð úr ræktuðum lífmassa og varpaði ljósi á mikilvægi þess að áhugasamir framleiðendur hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum um verklag og búnaði sem nýta mætti með hagfelldum hlætti.
Þá kom fram að vonir væru bundnar við að tillaga um metanframleiðslu sem er til umræðu í iðnaðarnefna Alþingis þessa dagna verði samþykkt og að stjórnvöld láti sig varða málaflokkin með vikum og stefnumiðuðum hætti. Og jafnframt að þjóðinni lánist að skapa samtakamátt um aukna framleiðslu á metaneldsneyti í landinu undir ábyrgri fararstjórn.
Innilegustu þakkir til forsvarsmanna ráðstefnunnar Björns Ingimarssonar, Gunnars Þórs Sigurbjörnssonar, Þórarinns Sveinssonar og fundargesta - svo má ekki gleyma að þakka glæsilega aðstöðu og veitingar á Hótel Héraði.
ps. Orð eru til alls fyrst og hálfnað er verk þá hafið er. Vitundarvakning hefur átt sér stað í landinu um að allt það metaneldseyti sem framleitt verður með hagfelldum hætti í landinu í framtíðinni mun nýtast í samgöngum þjóðarinnar með miklum og margþættum ávinningi fyrir þjóðina og þjóðarbúið . Þjóðir heims eru í stórauknum mæli að nýta metaneldsneyti til landsamgangna og mikið framboð ökutækja nú þegar til staðar af öllum gerðum og stærðum auk þess sem sjóförum fjölgar hratt sem nýta metaneldsneyti til að knýja för. Áhættan af fjárfestingu í hagfelldri metanframleiðslu getur ekki verið minni - um er að ræða sannkallað þjóðþrifaverkefni og tækifæri sem þjóðin hefur í hendi sér að nýta í stórauknum mæli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.4.2011 kl. 10:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
http://www.youtube.com/watch?v=Ir5XgMiXlzM&feature=related
~o~
Vilborg Eggertsdóttir, 27.3.2011 kl. 05:59
Takk fyrir þetta myndskeið Vilborg - hvað sem líður efni og áreiðanleika myndskeiðisins varpar það ljósi á þá staðreynd að huga þarf að fjölmörgum þáttum sem samverkandi þurfa að getað skapað þann grunn sem nauðsynlegur er til eflingar hins megnuga sjálfs hvers samfélags og í heimsþorpinu heillt yfir. Erindi metanvæðingarinnar við mannfélag og samféla heimsbyggðarinnar hefur náð að hola steina margvíslegrar viðspyrnu. Geta þjóða til að tryggja stóraukna sjálfbærni í samgöngum er orðin að veruleika og á vonandi eftir að aukast á þessari öld. Metanvæðingunni er ætlað mikilvægt hlutverk um allan heim í þeim efnum og mikið gleðiefni ef annar hagfelldur valkostur í víðum skilningi getur lagst kröftuglega á þá sveif síðar á öldinni.
Einar Vilhjálmsson, 27.3.2011 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.