Metanframleiðslu á þjóðin að stórauka – þingsályktunartillaga er til umræðu í iðnaðarnefnd Alþingis– fyrirsjáanlegt er að öll framleiðsla í landinu muni nýtast í framtíðinni með miklum og margþættum ávinningi.

Allt það metaneldsneyti sem framleitt verður í landinu í framtíðinni mun fyrirsjáanlega verða notað í samgöngum þjóðarinnar – áhættan getur vart verið minni, við eigum allt að vinna.

Notkun á íslensku metani stóreykst – öll framleiðsluaukning mun fyrirsjáanlega verða nýtt : Metandagur myndamix 1 master

Milli áranna 2009 og 2010 jókst notkun á íslensku metani um 31% og þróun síðustu mánaða vísar til þess að notkunin muni hátt í tvöfaldist milli áranna 2010 og 2011. Samhliða hefur fjölgun ölutækja sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri margfaldast og útlit fyrir að í árslok 2011 nýti hátt í 1000 ökutæki íslenskt metaneldsneyti í akstri og fjölgunin verði enn meiri á komandi árum. Fjölgun ökutækja á árinu 2010 má að stærstum hluta rekja til aukningar í uppfærslu (breytingu) á hefðbundnum bensínbílum í metan/bensínbíla en sala á nýjum metan/bensínbílum frá umboðunum jókst einnig meira á árinu 2010 en áður.

Aukning í uppfærslu ökutækja hefur leitt til fjölgunar starfa á bílgreinasviði. Þrjú fyrirtæki hafa þegar kynnt þjónustu sína og hjá þeim eru biðlistar eftir uppfærslu. Vitað er um þrjú önnur fyrirtæki sem eru langt kominn í undirbúningi sínum inn á markaðinn og bilvélavirkjum sem kunna til verka fjölgar hratt. Borgarholtsskóli hefur frá árinu 2006  boðið nenendum á bílgreinasviði upp á námskeið um uppfærslu á bílum og viðhald á metankerfum ökutækja og hófu samstarf við Iðuna á árinu 2010 um endurmenntun bílvélavirkja á því sviði.  Dagana 11-12 mars síðastliðinn héldu Borgarholtsskóli og Iðan sitt annað endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi bílvélavirkja í samstarfi við Umferðastofu.  Fullbókað var á námskeiðið og efirspurn það mikil að annað námskeið er fyrirhugað í apríl.

Hækkandi bensínverði og nýleg ívilnun stjórnvalda í formi niðurfellinga á vörugjaldi, allt að 100.000 kr, eftir uppfærslu á ökutæki, hefur aukið eftirspurnina eftir uppfærslu ökutækja. Þá hefur einnig ráðið miklu um aukna eftirspurn að traust almennings hefur aukist um að stjórnvöld hafi ekki í hyggju að leggja vörugjöld á íslenskt metaneldsneyti á næstu misserum og jafnvel árum.

 

Nýverið tilkynnti Reykjavíkurborg áform um að fjölga metanstrætisvögnum úr tveimur, sem verið hafa í notkun síðan 2006, í 17 á komandi árum. Einnig hefur áhugi fyrirtækja aukist mikið fyrir því að nýta íslenskt metan til að knýja sendibíla og stærri vöruflutningabíla. Í dag nýtir einn stór vöruflutningabíll íslenskt metan í bland við dísilolíu í daglegum akstri milli Reykjavíkur og Akureyrar og áform eru uppi um uppfærslu á fleiri vöruflutningabílum á þessu ári. Leigubílum fjölgar hratt á höfuðborgarsvæðinu sem ganga fyrir metani og biðlistar farnir að lengjast hjá verkstæðum sem uppfæra bíla. Ýmis teikn eru á lofti um að þegar lokasvar um stöðu bílalána liggur fyrir muni eftirspurn eftir uppfærslu bíla aukast enn frekar. Þá hafa ráðamenn þjóðarinnar í auknum mæli gert sér grein fyrir ávinningi frekari metanvæðingar og tækifærum til að stórauka hana í samgöngum og fyrirhuga aukna nýtingu á íslensku metani í opinberum samgöngum. Borgarstjórinn í Reykjavík og nokkrir borgarfulltrúar aka um höfuðborgina á ökutæki knúnu íslensku metsani svo dæmi sé tekið.


Einnig má nefna að áhugi hefur aukist mikið fyrir nýtingu á metaneldsneytis í stað jarðefnareldsneytis í iðnaði og annari atvinnustarfsemi og ýmis verkefni í vinnslu í þeim efnum hjá Metan hf. Meðal annars standa vonir til að innan fárra missera muni dagróðrabátur sigli úr vör til veiða hér við landa knúinn íslensku metaneldsneyti. Oft á dag berast fyrirspurnir til Metan hf um framboð á metani á landsbyggðinni og ljóst að verði það í boði mun það verða nýtt.

Framboð nýrra ökutækja sem nýtt geta íslenskt metaneldsneyti:

Flestir bílaframleiðendur heims framleiða í dag ökutæki sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri og framboð eykst ár frá ári enda eykst eftirspurn mikið um allan heim eftir bílum með tvíbrennivél (metan/bensín, e. bi-fuel) eða tvíorkuvél  (metan/dísil, e.dual-fuel) auk ökutækja sem ganga alfarið fyrir metaneldsneyti. Einnig er horft til þess að tvinn-og tengiltvinnbílar (metan/rafmagn, e. hybrid CNG/EV) muni aukast mikið í umferð í heimium á næstu árum auk samgöngutækja sem ganga eingöngu fyrir metaneldsneyti og bera birgðir í gasformi og/eða fljótandi formi . Í árslok 2010 voru yfir 13 milljónir ökutækja í heiminum sem nýttu metaneldsneyti í akstri og áætluð aukning mikil næstu árin. Allar gerðir og tegundir ökutækja sem ganga fyrir metaneldsneyti í heiminum geta nýtt íslenskt metaneldsneyti til að knýja för og því ljóst að framboð ökurækja til nýtingar á íslensku metani er mikið af öllum stærðum og gerðum og eykst ár frá ári.


Horft er til þess að með notkun á metan tvinnbílum (metan/rafmagn) megi víða um heim ná fram umtalsverðum hlutfallslegum ávinningi til umhverfismildunar í landsamgöngum. Nú þegar eru strætisvagnar komnir á markað sem búnir eru metan-tvinn-orkukerfi og fólksbílar einnig verið hannaðir. Þar fyrir utan er fyrirsjáanleg mikil þróun á brunavélum almennt þannig að mun minna af metaneldsneyti þarf til að skapa sama afl og áður - sama ferðafrelsi og stóaukið orkuöryggi en áður. Þessi þróun er því öll metanvæðingunni í vil.

Sem dæmi um sjóför, má nefna að 13 bílaferjur í Noregi  ganga fyrir metanelsneyti, sú stærsta rúmar 250 ökutæki. Notkun metaneldsneytis eykst um allan heim og mun gera það hratt hér á landi.

Notkun á metaneldsneyti í heiminum og umhverfisáhrif:  0209CT_Outlook-1b

Víða um heim gang ökutæki sem nýta metaneldsneyti í akstri fyrir metaneldsneyti af jarðefnauppruna (jarðgas, e. CNG) en eins og að ofan greindi geta þau einnig gengið fyrir umhverfisvænu íslensku metaneldsneyti enda um sömu efnasameind að ræða (CH4) hvort heldur sameindin er fengin úr jarðgasi eða umhverfisvænu íslensku metani (CH4) sem myndast við gerjun á lífrænu efni á yfirborði jarðar í dag. Sökum uppruna íslenska metansins losar bíll sem gengur fyrir eldsneytinu engan koltvísýring (CO2) af jarðefnauppruna og veldur því ekki auknum hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar eins og ef um jarðefnaeldsneyti væri að ræða, enda losar ökutæki sem gengur fyrir íslensku metani engar gróðurhúsaloftegundir af jarðefnauppruna. Enginn ágreiningur er um þá staðreynd og erfitt fyrir aðrar tæknilausnir til vélknúinna samgangna að gera umhverfislegan samanburð við metanbíl sem gengur fyrir íslensku metani.  Að auki  er íslenskt metaneldsneyti í allra hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika og því skilvirkni þess í ökutækjum betri en metaneldsneytis víða erlendis þar sem hreinleiki þess er algengt um 90% (jarðgas, e. CNG).

Til undirstrikunar á hinum mikla umhverfislega ávinningi af notkun á íslensku metani mætti nefna sem dæmi að metanbíll (Honda Civic GX metan) var efstur á top-12 lista yfir umhverfismilda fólksbíla í Bandaríkjunum 2011, áttunda árið í röð. Og þrátt fyrir að bíllinn gangi fyrir metaneldsneyti sem unnið er úr jarðgasi (jarðefnauppruni) – sú staðreynd kom mörgum verulega á óvart og undirstrikar hlutfallslega umhverfislega yfirburði fólksbíls sem nýtir íslenskt metan í akstri. Einkum og sér í lagi ef við miðum við ökutæki sem veitir það ferðafrelsi og samgönguöryggi sem við ætlumst til af fjölskyldubíl í dag. Á umræddum top-12 lista yfir umhverfismildustu fólksbíla í Bandaríkjunum var enginn bíll sem gengur fyrir dísilolíu. Enginn rafbíll kemst í umhverfisflokk með metanbílnum ef borin eru saman ökutæki með sambærilegt drægi og ferðafrelsi og metanbíllinn en Nissan Leaf rafbíllinn deildi efsta sætinu með metanbílnum í Bandaríkjunum út frá umhverfismildi og þá skert ferðafrelsi og langur hleðslutími rafbílsins ekki vigtaður honum í óhag hvað varðar umhverfisskorið. 

Á næstu misserum og árum þykir fyrirséð að ýmsar gerði smærri metanbíla, sem eru í boði í Evrópu, Asíu og suður-Ameríku, verði einnig í boði í Bandaríkjunum og því viðbúið að umhverfislegur samanburður  við metanbílinn í Bandaríkjunum eigi eftir að verða erfiður fyrir aðrar tæknilausnir. Enn og aftur, hvað þá ef nútíma-metan ( samanber Íslenskt metan) væri notað í stað jarðgass.


Í raun eru umhverfisáhrifin af notkun á metaneldsneyti í samgöngum það mild, í samamburði við aðrar tæknilausnir til að viðhafa sambærilegt samgönguöryggi og ferðafrelsi, að Svíar hafa stóraukið framboð á metan ökutækjaeldsneyti í landi sínu með því að blanda saman metani frá jarðagasi (fyrritíma-metan) og metaneldsneyti sem unnið er úr lífrænu efni á yfirborði jarðar í dag (nútíma-metan). Þótt blandan sé 50/50 er hlutfallslegur umhverfislegur ávinningur ótvíræður og með blönduninni ná þeir að tryggja nægt framboð af hlutfallslega umhverfismildu ökutækjaeldsneyti og samhliða að skapa skilvirka nýtingu á allri framleiðsluaukningu á nútíma-metani í landinu í framtíðinni. Þá hafa Þjóðverjar sem dæmi sett fram mjög metnaðarfulla áætlun um stóraukna notkun á metaneldsneyti í samgöngum sínum á næstu árum og bílaframleiðendur brugðist við þar í landi með auknu framboði af metan/bensínbílum (s.s. M.Benz, VW, Opel). Hástökkvarinn á heimslistanum í orkukerfisskiptum yfir í metaneldsneyti er þó Iran en þar í landi voru yfir tvær milljónir ökutækja sem nýttu metan í akstir í árslok 2010- umskipti sem hafa átt sér stað á nokkrum árum. Í Evrópu stefnir í að Ítalía verði fyrsta landið sem nær milljón metanbíla markinu en þar í landi er m.a. gott framboð FIAT bílum að ýmsum gerðum og stærðum með metan/bensínvél auk fjölda annarra tegunda.

Framleiðsla á íslensku metani:
 

Metaneldsneyti er í dag framleitt með söfnun og hreinsun á hauggasi frá urðunarstað á Álfsnesi og áform uppi um metanframleiðslu úr hauggasi frá Glerárhaugum í Eyjafirði og á urðunarstaðnum í Kirkjuferjuhjáleigu við Selfoss svo dæmi sé tekið. Framleiðslugeta á metaneldsneyti takmarkast þó engan veginn við söfnun á hauggasi á urðunarstöðum enda alkunna um allan heim að unnt er að framleiða metaneldsneyti í verksmiðjum með gerjun á lífrænu efni, hvort heldur um er að ræða lífrænan úrgang frá heimilum, fyrirtækjum, landbúnaði, sjávarútvegi og seyru, eða með rætkun lífmassa á landi eða sjó svo nokkuð sé nefnt. Stórar sem smærri framleiðslueiningar eru starfræktar með góðum árangri um allan heim.

Áform eru uppi um að byggja verksmiðju á höfuðborgarsvæðinu sem unnið getur metan eldsneyti úr öllu lífrænu efni og metan er hægt að framleiða víða um landið. Sýnt hefur verið fram á að mikil tækifæri til metanframleiðslu eru á Eyjafjarðarsvæðinu svo dæmi sé tekið. Þar hefur komið í ljós að framleiða megi metan eldsneyti úr mykju svo nemi á þriðju milljón bensínlítra á ári miðað við orkujafngildi- úr mykjunni einni og sér. Og þá ónefnd sú metanframleiðsla sem unnt er að viðhafa úr öðrum úrgangi og lífrænu efni sem til fellur á svæðinu s.s. úrgangi frá heimilum, fiskvinnslu, matvælavinnslu og annarri atvinnustarfsemi, seyru, auk þess sem nýta má allan lífmassa sem til verður við ljóstillífun (allt sem grær).

Þar fyrir utan er mikið framboð af metaneldsneyti á heimsmarkaði og verðið mun lægra en á bensíni og dísilolíu. Tímabundin innflutningur á metani í stað bensíns gæti því sparða umtalsverðan gjaldeyri ef á þarf að halda. Innflutt metan gæti verið fyrritíma-metan (jarðgasi) en líkindi standa reyndar til að það kunni að vera að finna á Drekasvæðinu við Ísland. Ekki er þó þörf á að horfa til jarðgass á Drekasvæðinu sem réttlætingu fyrir stóraukinni metanvæðingu enda hefur verið sýnt fram á að með ræktun orkuplantna á um 8% af ræktuðu landi megi afla lífmassa í landinu til framleiðslu á metani sem annað gæti öllum bílaflota landsmanna ef því er að skipta.

Engin ástæða er þó til þess að ræða um metanvæðingu í samgöngum landsmanna sem eina valkostinn til metanverksmiðja-10-2010orkukerfisskipta í samgöngum þjóðarinnar á þessari öld enda binda margir vonir við að rafbílar muni þróast á öldinni þannig að hlutfallsleg hagfeldni þeirra batni til muna við íslenskar aðstæður. Þar að auki mun notkun á lífdísil aukast í landinu í samræmi við hagfeldni þess orkukerfis og jafnvel notkun á etanóli. Íblöndun á metanóli út í bensín mun einnig geta mildað umhverfisáhrif frá samgöngum og í einhverri framtíð kann DME að getað skapað ávinning fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst má ekki gleyma okkar einstaka alþjóðlega vísindasamstarfi um framgöngu vetnisvæðingar í heiminum og ýmis teikn á lofti um að vetnisvæðingin eigi eftir að reynast hagfeldur valkostur til samgangna í heiminum í framtíðinni.

Það sem blasir hins vegar við okkur Íslendingum og enginn ágreiningur er um, er að stóraukin metanvæðing í samgöngum þjóðarinnar er þjóðþrifaverkefni sem við eigum tækifæri til að leggja áherslu á í dag, með lágmarks tilkostnaði. Og öllum er að verða ljóst að metaneldsneyti mun geta nýst þjóðinni með hagfelldum hætti í samgöngum á þessari öld á landi og sjó eins og um allan heim. Áhættan af stóraukinni metanframleiðslu í landinu getur vart verið minni - við höfum allt að vinna.

Gleymum því ekki að íslensku samfélagi ber að umgangast og meðhöndla lífrænan úrgang með öðrum hætti en gert hefur verið í landinu hingað til. Sú umgengni sem tilskilin verður í nánustu framtíð mun kalla á mikinn kostnaði í samfélagi okkar þótt metanframleiðsla verði ekki viðhöfð í þeim ferlum. Nú er það svo, að það er dýrara að að brenna lífrænan úrgang en metangera hann. Þar fyrir utan er umhverfislega meiri ávinningur af því að metangera lífrænan úrgang en að jarðgera hann og hratið úr metangerðinni nýtist að auki sem áburður til uppfræðslu lands eða ræktunar. Hagræðið samfara því að geta framleitt metaneldsneyti úr úrgangi og öðrum lífmassa og nýtta það til samgangan er því mun meira en sem nemur beinum ávinningi af því að nýta það í stað jarðefnaeldsneytis.

Höfum það hugfast að orkukerfisskipti í samgöngum þjóða munu verða með mismunandi hætti eftir aðstæðum í hverju landi fyrir sig og leiðarval mótast af getu og hagfelldni þjóða að viðhafa þau með sem sjálfbærustum hætti. Framboð hagkvæmra samgöngutækja, af mismunandi stærðum og gerðum, er lykilatriði sem takmarkar mun framgöngu mismunandi tæknilausna - en þó með engu takmarkar sú staðreynd notagildi metaneldsneytis í dag eða til framtíðar litið. Heildarkostnaður almennings og gjaldeyrisnotkun við innleiðingu mismunandi tæknilausna ræður miklu um hraða orkukerfisskiptanna almennt og útkoma stóraukinnar metanvæðingr í þeim efnum einstaklega hagfelld.  Gagnvat umhverfinu og komandi kynslóðum er til mikils að vinna að sjálfbærni verði sem mest í rekstri og viðhaldi á því orkukerfi sem samgöngur þjóðarinnar grundvallast á í framtíðinni - í þeim efnum er útkoma aukinnar metanvæðinga í landinu einnig afgerandi hagfelld.  

Stóraukin metanvæðing er sérstaklega hagfelldur valkostur til orkukerfisskipta í samgöngum fyrir okkur Íslendinga - fámennt eyríki með fyrirsjáanlega orkuþörf til landsamgangna. Og getu til að reka og viðhalda, með sjálfbærum hætti, að stærstum hluta,  því orkukerfi ( metan eldsneyti + metangeymir) sem metansamgöngur grundvallast á. 

Lokaorð 

Eitt er að ræða tæknilausnir til orkukerfisskipta í samgöngum í heimsþorpinu og þróun þeirra, annað að ræða hvar hvaða tæknilausn hentar best heildarhagsmunum hvers samfélags fyrir sig og hvernig hagfelldast og áreiðanlegast sé að tímasetja áherslur til kerfislægra breytinga.

Þessu bloggi er ætlað að varpa ljósi á þá staðreynd að áhættan á vegferð aukinnar metanvæðingar í íslensku samfélagi getur vart verið minni.  Sú staðreynd hefur runnið upp fyrir almenningi í landinu og fararstjórum um farsæla forgangsröðum á vegferð orkukerfisskipta í samgöngum þjóðarinnar. Forgangsröðun verkefna til orkukerfisskipta skilar fyrst árangri ef hún rímar við, stöðu efnahagslífsins, kaupmátt almennings,  gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar, heildrænan umhverfislegan ávinning og kröfur um ferðafrelsi og samgönguöryggi þjóðarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Tími stóraukinnar metanvæðingar er kominn og  tækifærin blasa við - ,,menta er minnsta málið“ (ÓR) .   

Metanvæðing í samgöngum okkar Íslendinga er á grænni grein í dag og á þessari öld.  Takk til þingmanna allra flokk sem stutt hafa þá þingsályktunartillögu sem nú er til umræðu í þinginu.

Sjá þingsályktunartillgu um metanframleiðslu til umræðu á Alþingi þessa dagana

Sjá umfjöllum umsagnaraðila

Sjá allt um metaneldsneyti á metan.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Stórgóður pistill fyrir góðu málefni, sem vonandi mun ganga eftir í náinni framtíð.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 20.3.2011 kl. 07:17

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður pistill hjá þér Einar.

Gunnar Heiðarsson, 20.3.2011 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband