16.3.2011 | 10:17
Fullbókað var á endurmenntunarnámskeið í uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíla- annað námskeið fyrirhugað í apríl.
Áhugi hefur aukist mikið í samfélaginu fyrir notkun á íslensku metaneldsneyti í samgöngum. Ökutækjum hefur fjölgað hratt á síðustu misserum sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri á höfuðborgarsvæðinu og útlit fyrir að í
árslok 2011 verði um 1000 ökutæki í landinu sem nýta íslenskt metan í akstri. Fjölgun ökutækja á síðast ári var að stærstum hluta til komin vegna uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíla en sala á nýjum metan/bensínbílum var einnig meiri á árinu 2010 en áður og þá helst frá Heklu (VW Eco fuel; Passat, Caddy, Tauran og Transporter ) og Öskju (Merchades Benz NGT; B-class, E-class og Sprinter).
Hækkandi bensínverði og nýleg ívilnun stjórnvalda í formi endurgreiðslu á vörugjaldi, allt að 100.000 kr, eftir uppfærslu á ökutæki, hefur aukið eftirspurnina eftir uppfærslu ökutækja. Þá hefur einnig ráðið miklu um aukna eftirspurn að traust almennings hefur aukist á að stjórnvöld hafi ekki í hyggju að leggja vörugjöld á íslenskt metaneldsneyti á næstu misserum- samanber viðtal við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra í DV 2. mars 2011; ,, Engar álögur á metan í bráð.
Aukning í uppfærslu ökutækja hefur leitt til fjölgunar starfa á bílgreinasviði. Þrjú fyrirtæki hafa þegar kynnt þjónustu sína og hjá þeim eru biðlistar eftir uppfærslu. Vitað er um þrjú önnur fyrirtæki sem eru langt kominn í undirbúningi sínum inn á markaðinn og bilvélavirkjum sem kunna til verka fjölgar hratt. Borgarholtsskóli hefur frá árinu 2006 boðið nenendum á bílgreinasviði upp á námskeið í uppfærslu á bílum og viðhaldi á metanbúnaði ökutækja og hófu samstarf við Iðuna á árinu 2010 um endurmenntun bílvélavirkja á því sviði. Dagana 11-12 mars síðastliðinn héldu Iðan og Borgarholtsskóli sitt annað endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi bílvélavirkja. Námskeiðin eru haldið í samstarfi við Umferðarstofu og veitir bifvélavirkjum réttindi til ísetningar og viðhalds á metankerfum. Fullbókað var á námskeiðið í mars og eftirspurn það mikil að annað námskeið er fyrirhugað í apríl.
Viðauki:
Flestir bílaframleiðendur heims framleiða í dag ökutæki sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri og framboð eykst ár frá ári enda eykst eftirspurn mikið um allan heim eftir bílum með tvíbrennivél (metan/bensín, e. bi-fuel) eða tvíorkuvél (metan/dísil, e.dual-fuel) auk ökutækja sem ganga alfarið fyrir metaneldsneyti. Einnig horfa margi til þess að tvinn-og tengiltvinnbílar (metan/rafmagn, e. hybrid CNG/EV) muni aukast mikið í umferð í heimium á næstu árum . Í árslok 2010 voru yfir 13 milljónir ökutækja í heiminum sem nýttu metaneldsneyti í akstri og áætluð aukning mikil næstu árin. Allar gerðir og tegundir ökutækja sem ganga fyrir metaneldsneyti í heiminum geta nýtt íslenskt metaneldsneyti til að knýja för og því ljóst að framboð ökurækja til nýtingar á íslensku metani er mikið af öllum stærðum og gerðum og eykst ár frá ári.
Orkukerfisskipti í samgöngum heimsins eru drifin áfram af þeirri brýnu hnattrænu þörf að stemma stigu við hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna frá samgöngum. Umhverfisvitun í samfélagi okkar hefur aukist mikið á þessari öld og skilningur aukist um umhverfislegan ávinningi þess að nýta innlent, hreint og endurnýjanlegt metaneldsneyti í stað þess að brenna innflutt jarðefnaeldsneyti. Þar fyrir utan hefur staða efnahagslísfins og þróun kaupmátta almennings í landinu gert það að verkum að hinn mikli og margþætti efnahagflegi ávinningur, samfara aukinni notkun og framleiðslu á íslensku metani, hefur náð til þjóðarinnar með nýjum og kröftugum hætti.

Hækkandi bensínverði og nýleg ívilnun stjórnvalda í formi endurgreiðslu á vörugjaldi, allt að 100.000 kr, eftir uppfærslu á ökutæki, hefur aukið eftirspurnina eftir uppfærslu ökutækja. Þá hefur einnig ráðið miklu um aukna eftirspurn að traust almennings hefur aukist á að stjórnvöld hafi ekki í hyggju að leggja vörugjöld á íslenskt metaneldsneyti á næstu misserum- samanber viðtal við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra í DV 2. mars 2011; ,, Engar álögur á metan í bráð.
Aukning í uppfærslu ökutækja hefur leitt til fjölgunar starfa á bílgreinasviði. Þrjú fyrirtæki hafa þegar kynnt þjónustu sína og hjá þeim eru biðlistar eftir uppfærslu. Vitað er um þrjú önnur fyrirtæki sem eru langt kominn í undirbúningi sínum inn á markaðinn og bilvélavirkjum sem kunna til verka fjölgar hratt. Borgarholtsskóli hefur frá árinu 2006 boðið nenendum á bílgreinasviði upp á námskeið í uppfærslu á bílum og viðhaldi á metanbúnaði ökutækja og hófu samstarf við Iðuna á árinu 2010 um endurmenntun bílvélavirkja á því sviði. Dagana 11-12 mars síðastliðinn héldu Iðan og Borgarholtsskóli sitt annað endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi bílvélavirkja. Námskeiðin eru haldið í samstarfi við Umferðarstofu og veitir bifvélavirkjum réttindi til ísetningar og viðhalds á metankerfum. Fullbókað var á námskeiðið í mars og eftirspurn það mikil að annað námskeið er fyrirhugað í apríl.
Viðauki:
Flestir bílaframleiðendur heims framleiða í dag ökutæki sem nýtt geta metaneldsneyti í akstri og framboð eykst ár frá ári enda eykst eftirspurn mikið um allan heim eftir bílum með tvíbrennivél (metan/bensín, e. bi-fuel) eða tvíorkuvél (metan/dísil, e.dual-fuel) auk ökutækja sem ganga alfarið fyrir metaneldsneyti. Einnig horfa margi til þess að tvinn-og tengiltvinnbílar (metan/rafmagn, e. hybrid CNG/EV) muni aukast mikið í umferð í heimium á næstu árum . Í árslok 2010 voru yfir 13 milljónir ökutækja í heiminum sem nýttu metaneldsneyti í akstri og áætluð aukning mikil næstu árin. Allar gerðir og tegundir ökutækja sem ganga fyrir metaneldsneyti í heiminum geta nýtt íslenskt metaneldsneyti til að knýja för og því ljóst að framboð ökurækja til nýtingar á íslensku metani er mikið af öllum stærðum og gerðum og eykst ár frá ári.
Orkukerfisskipti í samgöngum heimsins eru drifin áfram af þeirri brýnu hnattrænu þörf að stemma stigu við hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna frá samgöngum. Umhverfisvitun í samfélagi okkar hefur aukist mikið á þessari öld og skilningur aukist um umhverfislegan ávinningi þess að nýta innlent, hreint og endurnýjanlegt metaneldsneyti í stað þess að brenna innflutt jarðefnaeldsneyti. Þar fyrir utan hefur staða efnahagslísfins og þróun kaupmátta almennings í landinu gert það að verkum að hinn mikli og margþætti efnahagflegi ávinningur, samfara aukinni notkun og framleiðslu á íslensku metani, hefur náð til þjóðarinnar með nýjum og kröftugum hætti.
Gott er að vita að vandað er til verka við uppfærslu ökutækja í landinu og að öll verkstæði sem bjóða upp á uppfærsluþjónustu uppfylla kröfur stjórnvalda og alþjóðlegar reglur um verklag og notkun á vottuðum íhlutum - til mikils að vinna fyrir samfélag okkar í dag, umhverfið og komandi kynslóðir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.