Iðnaðarráðherra markar aftur tímamót - Katrín Júlíusdóttir mælti fyrir þingsályktunartillögu í gær um orkuskipti í samgöngum - takk fyrir það.

Stjórnvöld hafa sett  sér metnaðarfull markmið í samgöngumálum sem kalla á samstillingu ríkisins, sveitarfélaga og atvinnulífsins til að árangurs megi vænta við orkukerfisskipti í samgöngum þjóðarinnar. Þingsályktunartillagan vísar til þess að mikilvægt er að þingmenn allra flokka verði samstíga um að veita stjórnvöldum svigrúm til að greina valkosti og nýta tækifæri þjóðarinnar til orkukerfisskipta með virkari hætti en verið hefur til þessa.  Umræðu í þinginu má hlusta á hér

Kall alþjóðasamfélagsins er orðið hávært um að stemma stigu við hlýnunaráhrifum í lofthjúpi jarðar af mannavöldum almennt. Í þeim efnum er mikið kapp lagt á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) af jarðefnauppruna frá samgöngum. Almennt er áætlað að notkun hefðbundinna ökutækja hafi í för með sér losun GHL svo nemi 1/3 af þeirri heildarlosun sem skapast vegna framleiðslu og notkunar  þeirra og því til mikils að vinna. Losun vegna framleiðslu  ökutækja og orkukerfi þeirra þarf þó einnig að bæta mikið á þessari öld til að tryggja sem bestan árangur.

Þegar kolefni losnar  út í andrúmsloftið við bruna á jarðefnaeldsneyti getum við sagt að losun á fyrritíma-CO2 eigi sér stað í þeim skilningi að um er að ræða losun á kokefni út í lofthjúp jarðar sem var á yfirborði jarðarinnar í fortíðinni og bætist því við aðra náttúrulega losun á CO2 sem er lífsnauðsynleg. Þannig er ekki öll losun á CO2 slæm enda verða plönturnar á jörðinni að fá CO2 úr andrúmsloftinu til að geta vaxið og dafnað við ljóstillífun. Sú staðreynd virðist stundum gleymast í umræðu um losun GHL þegar rætt er um koltvísýring ,CO2, í því samhengi. Idnadarradh. Katrin Juliusd skodar 260709


Ný lög um skattlagningu ökutækja og eldsneytis tóku gildi um áramótin þar sem stjórnvöld stigu heillaspor í rétt átt og endurspegla þau skilning á þeirri vistfræði sem að ofan er vikið að.  Vissulega kunna einhverjir að hafa óskað eftir meiri viðurkenningu á þeirri þekkingu sem til er að dreifa í þessum efnum en framtakið ber að þakka - samfélag okkar er lagt af stað í vegferð sem skilað getur afkomendum okkar bættu umhverfi og auknu orku-og samgönguöryggi.

Þann 26. júlí 2009 settist Katrín Júlíusdóttir undir stýri og markaði tímamót í samgöngum þjóðarinnar með því að aka bíl knúnum íslensku eldsneyti  síðasta spölinn í hringferð um landi sem Ómar Ragnarsson stýrði með glæsibrag að öðru leiti. Þetta var í fyrsta sinn sem ökutæki var ekið 3761848676_804d9666aa_mhringveginn á íslensku eldsneyti - íslensku metani - og voru eldsneytisbirgðir hafðar meðferðis í kerru þar sem ekki  var hægt að fá eldsneytið afgreitt á landsbyggðinni þá. Svo er reyndar enn í dag, en nú kunna líkindi að aukast fyrir því að skemmtilegt markmið verði að veruleika, sem sett var fram hér á MBL-blogginu 2009, um að Íslendingum muni almennt standa til boða að aka hringveginn á íslensku metani eigi síðar en við setningu Ólympíuleikanna í London 2012 .

Sjá allt um metaneldsneyti:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband