6.1.2011 | 15:57
Stjórnvöld stíga fleiri heillaspor á grundum gatna - endurgreiða allt að 100.000 kr.
Ný lög tóku gildi nú um áramótin sem veita rétt til endurgreiðslu kostnaðar vegna uppfærslu á bíl allt að 100.000 kr. Hér er um að ræða endurgreiðslu frá ríkinu til þeirra sem uppfæra (breyta) bíl úr bensínbíl í metan/bensínbíl eða dísilbíl í metan/dísilbíl. Eftir uppfærslu bensínbíls í metan/bensínbíl eignast ökumaður val um að aka á metani einu og sér en getur eftir sem áður ekið á bensíni er þörf krefur - bíllin hefur tvo eldsneytisgeyma. Eftir uppfærslu á dísilbíl í metan/dísilbíl gengur bíllinn, hins vegar, fyrir blöndu af metani og dísilolíu og nýtir metan algengt 50-85% af orkunotkuninni. Uppfærsla dísilbíla mun verða í boði hér á landi á þessu ári en uppfærsla bensínbíla er þegar hafin og nú þegar hafa á annað hundrað bílar verið uppfærðir. Unnt er að uppfæra alla bensínbíla með beinni innspýtingu og á árinu 2010 voru neðangreindar tegundir uppfærar:Audi, BMW 540, BMW 730, Cadillac Escalade, Cherokee, Chevrolet, Chevrolet Lacetti,Chevrolet Suburban, Chrysler Town contry, Dodge Durango, Dodge Ram, Dodge Dakoda, Douge Duran, Ford Focus, Ford F 150, Ford Expedition, Ford Sporttrak, Ford Exploree, GMC, GMC Yukon Denali, Grand Cherokee, Honda CRV, Honda Accord, Hyundai Sonata, Hyundai Getz, Hyundai Santa Fe, Kangoo-sendibíll, Lexus Jeppi, Lexus RX 300, Lincoln Town, Lincoln Continental, Lincoln Mark LT, M.Benz Actros, M.Benz G 500, M.Benz-B class, Man 18/440, Mazda 6, MMC Pajero sport, Pontiac, Renault Kangoo, Renault Master, Scania R500, Skoda Fabia, Skoda Oktavia, Skoda Suburb, Subaru Legacy, Suzuki Vitara, Suzuki Jimni, Toyata Tacoma, Toyota Avensis, Toyota Hiace, Toyota Corolla, Toyota Land cruiser 200, Toyota Land cruiser 100, Toyota Previa, Toyota Tundra, Toyota Yaris, VW Caddy, VW Transporter, VW Touareg.
Af þeim bílum sem uppfærðir voru á árinu 2010 voru um 2/3 í flokki stærri fólksbíla og 1/3 í flokki millistórra og smærri fólksbíla. Þrjú fyrirtæki bjóða uppfærsluþjónustu í dag - Vélamiðstöðin (580-0400), Einn Grænn ( 555-0220) og Megas ( 511-6464). Vitað er um fjórða fyrirtækið sem áformar að bjóða uppfærsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu fljótlega.
Einingarverð á metaneldsneyti er í dag 114 kr sem samsvarar að orkuinnihaldi einum lítra af 95-oktana bensíni hið minnsta. Algengt er þó að nýir metan/bensínbílar noti minna en eina einingu af metani (Nm3) til að skila sömu vegalengd og unnt er að aka á einum lítra af 95-oktana bensíni. Hér gæti verið um að ræða 5-6% auka fjárhagslegan ávinning af því að aka á metaninu enda er orkuinnihald í einni einingu af íslenska metaninu algengt 5-8% meira en í einum lítra af 95-oktana bensíni. Áreiðanleiki verðmismunar á metani og bensíni jókst mikið með nýjum lögum sem tóku gildi um áramótin þar sem stjórnvöld staðfestu að áform eru ekki uppi um að leggja sérstakar álögur (gjöld) á metaneldsneyti næstu misserin og árin. Þar fyrir utan eru spár um þróun verðs á olíumarkaði á einn veg , hækkandi verð. Komi til þess að vegatollar verið innleiddir á stór-Reykjavíkursvæðinu eftir 5ár má með sanni segja að stóraukin metanvæðing bílaflotans á svæðinu geti gert meira en að stemma stigu við þeim hugsanlega kostnaðarauka við að ferðast um svæðið á vélknúnu ökutæki. Rétt er einnig að minna á að samkvæmt nýju lögunum er bifreiðagjald af metan/bensínbílum aðeins 5000kr og Reykjavíkurborg veitir metanbíl gjaldfrelsi við stöðumæli og í bílastæðahúsum í allt að 90 mínútur.
Framganga stjórnvalda gagnvart frekari metanvæðingu í landinu eru sannkölluð heillaspor fyrir umhverfið, einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki sem nýtt geta þann þjóðhagslega hagfellda valkost til samgangna sem hér um ræðir. Með hverjum spöruðum lítra af bensíni sparast losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna svo nemur um 2,3kg af CO2-ígildi af jarðefnauppruna. Og gjaldeyrissparnaðurinn nemur um 35% af dæluverði bensíns á hverjum tíma. Þar að auki leggur aukin metanvæðing í landinu grunn að fjölgun grænna starfa um allt land, styrkir orku-og samgönguöryggi í landinu og eykur sjálfbærni í að viðhalda ferðafrelsi þjóðarinnar.
Sjá allt um kosti og eiginleika metaneldsneytis
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.1.2011 kl. 12:38 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.