Frábær frétt um ívilnun frá stjórnvöldum- 100.000 kr endurgreiðsla vegna kostnaðar við uppfærslu bíla í landinu - uppfærsla bensínbíls í metan/bensínbíl eða dísilbíls í metan/dísilbíl.

Ívilnun stjórnvalda gildir fyrir fyrstu 1000 ökutækin sem uppfærð ( breytt) verða í landinu og virkar afturvirkt. Þeir sem uppfærðu bensínbíl sinn í metan/bensínbíl á árinu 2010 eða fyrr munu geta notið endurgreiðslu á greiddu vörugjaldi (uppfærslukostnaði) allt að 100.000kr hjá tollstjóra.  Skilyrði fyrir endurgreiðslu:

althingi thingmenn

  1. Endurgreiðslan miðast við 20% af kostnaði við uppfærslu (breytingu) eða að hámarki  100.000 kr.
  2. Við breytingu þarf ökutækið að hafa verið yngra en 6 ára miðað við framleiðsluár
  3. Ökutækið þarf að vera úrbúið að lágmarki 78 lítra metangeymi (flestir bílarnir hafa það)
  4. Eigandi ökutækis þarf að útfylla eyðublað sem tollstjóri útbýr.
  5. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting Umferðarstofu um að ökutæki hafi verið breytt til að nýta metan og að faggild skoðunarstöð ökutækja hafi vottað breytinguna.
  6. Jafnframt skal fylgja með vottorð faggiltrar skoðunarstöðvar um að ökutæki sé útbúið að lágmarki 78 lítra metangeymi.

Ívilnun þessi gildir afturvirkt þannig að eigandi ökutækis sem breytt var á árinu 2010 eða fyrr og uppfyllir Log  Endurgreidd uppfærslaofangreind skilyrði getur nálgast nýársglaðning frá stjórnvöldum hjá tollstjóranum. Í nýju
lögunum er miðað við að ívilnunin takmarkist við fyrstu 1000 uppfærðu ökutækin í landinu.

Nú þegar hafa á annað hundrað ökutæki verið uppfærð (breytt) í landinu og því viðbúið að ívilnun þessi gildi ekki í mörg misseri héðan í frá nema þá ef stjórnvöld fjölga ökutækjum sem notið geta endurgreiðslu. Viðbúið þykir að fjöldi uppfærðra (breyttra) ökutækja í landinu fari yfir 1000 á árinu 2012.   

Sjá verkstæði sem uppfæra ökutæki:

Sjá fyrsta flokks afgreiðsæuþjónustu:

Sjá öryggi metans:

Sjá allt um metan-eldsneyti:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, ánægjuleg tíðindi. Það hýrnaði yfir mér þegar ég las fyrirsögnina en gamanið kárnaði þegar ég las áfram. Er nefnilega búinn að láta breyta vennjulegum station bíl en kúturinn er 65 eða 70 lítra þannig að ég fæ ekkert samkvæmt þessu . Veist þú rökin fyrir því að skilyrða þetta við 78L? ég er ekki viss um að bíllinn minn þoli mikið stærri kút auk þess sem þá er mest skottplássið farið.

Eysteinn (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 21:30

2 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Heill og sæll Eysteinn. Takk fyrir innleggið. Þekki ekki rökin fyrir 78L ákvæðinu en þó ljóst að rétt þykir að hafa einhverja skilgreiningu í þessum efnum. Sennilega er algengasta geymastærðin í millistóra fólksbíla og jeppa 78L geymir í dag. Ég skal skoða þetta hjá þeim sem verkstæðum sem hafa uppfært bíla og fá upp gefið hversu margir eru í þinni stöðu sem og rökin fyrir skilgreiningunni. Almennt séð eru stjórnvöld að skapa hvata til orkukerfisskipta og viðbúið að litið sé á að stærri metangeymir tryggi betur aukin orkukerfisskipti og þar með meiri umhverfislegan ávinning sem og aukinn gjaldeyrissparnað samfara minni notkun á innfluttu jarðefnaeldsneyti. Munurinn á 70L og 78L geymi er þó ekki neinn grundvallarmunur. Ég mun skoðað þetta nánar næstu daga og hvort svigrúm kunni að vera til að mæta af sanngirni þeim einstaklingum sem vissu ekki af þessu ákvæði og gátu ekki hafa vitað af því. Hér gæti einfaldlega verið um að ræð nýjan birgja sem selur mest 78L geyma í dag  í stað 70L geyma áður. Notkunarlega séð er enginn grundvallarmunur á drægi þessarra geyma fyrir minni fólksbíla. Meira síðar - síminn minn 660-0235

Einar Vilhjálmsson, 4.1.2011 kl. 23:39

3 identicon

Sæll Eysteinn.

Ef í harðbakkann slær gætir þú athugað með að skipta um kút eða bæta við litlum kút til að ná yfir mörkin. Það er talsvert meira úrval af kútum á landinu núna en fyrir ári síðan, vel mögulegt að þú finnir nógu stóran kút sem hentar þér. Gangi þér vel.

Kveðja,

Gísli.

Gísli Sverrisson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 00:11

4 identicon

Takk fyrir þessi svör báðir ég skoða þetta með söluaðilanum. Þar sem minn bíll eyðir frekar litlu þá kemst hann svipaða vegalengd á þessum tanki og jepplingur/jeppi kæmist á 2-3 stærri tank þannig að þessi lágmarksstærð ætti frekar að miðast við eyðslu bíla frekar en að draga eina línu fyrir alla. Ég er líka að hugsa um enn minni bíla, held að einhverjir smábílar hafi verið uppfærðir líka, man alla vega eftir einum Yaris.

Eysteinn (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband