Hann hratt því út úr sér og strunsaði burt

Ég átti gott spjall við málsmetandi einstaklingi um æskilega þróun í samgöngum þjóðarinnar. Óforvarandis fann hann sig knúinn til að skella fram eftirfarandi fullyrðingu og strunsa burt; ,, það er ekki rétt að það sé umhverfisvænt að aka vélknúið ökutæki á íslensku metani“ .  Á leið frá vettvangi heyrið hann andsvarið; ,, það er alveg rétt hjá þér, aðrir valkostir eru bara verri, metanið er hlutfallslega hagfelldast.“ Hann leit við undrandi og næsta glaður eftir fyrstu sex orðin í andsvarinu en nánast hljóp í burtu við lok andsvarsins.  Já, já hann hafði hagsmuni að verja.  

Graen borg

Hið rétta er hjá viðmælanda mínum að framleiðsla vélknúinna samgöngutækja, hefur í för með sér losun gróðurhúsalofttegunda af jarðefnauppruna þótt afar mismunandi sé hversu mikið af neikvæðum umhverfisáhrifum skapast við framleiðslu þeirra. Þannig er ögn villandi að tala um umhverfisvæn ökutæki almennt nema þá í samanburði við eitthvað annað sem fyrir er og skipt er út í staðinn.  Rökréttara væri að tala um hlutfallslega umhverfismildandi ökutæki að því gefnu að þau komi í stað annarra sem skapa neikvæðari umhverfisáhrif. Notkun ökutækjanna er svo önnur ella og þar kemur íslenska metanið sterkt inn í umhverfislegum samanburði þar sem um er að ræða nútíma-metaneldsneyti sem unnið er úr lífrænu efni á yfirborði jarðar í dag ( ekkert jarðefnaeldsneyti).

Nú var það reyndar svo að viðmælandi minn opnaði sjálfur á umræðu um heildræn umhverfisáhrif mismunandi tæknilausna til vélknúinna samgangna samkvæmt lífferilsgreiningu. Áður en til þessa kom að viðmælandinn rauk af vettvangi hafði það einnig komið til umræðu að almennt séð skapist um 2/3 neikvæðra umhverfisáhrifa vegna vélknúins ökutækis við framleiðslu þess og um 1/3 við notkun þess. Og að íslenskt samfélag muni þurfa að færa á losunarreikning sinn í framtíðinni þá losun sem á sér stað við notkun og  framleiðslu þeirra ökutækja sem notuð verða í landinu, þótt losun framleiðslunnar eigi sér stað í öðru landi.

Það sem fyllti mælinn í þessu spjalli hjá þeim sem vildi hægja á framvindu metanvæðingarinnar í landinu voru pistlar sem ég rétti fram og benti á að væri að finna á heimasíðu FIB. Og þá kom skyndisókn hans sem náði frá markteig að vítateig á eigin vallarhelmingi.

Já, já, hvernig svo sem allt er í þessu jarðneska lífi þá á sannleikurinn víst að vera sagna bestur þótt freistandi kunni að vera og skemmtilegt á stundum að láta ekki góða sögu gjalda hans. Lífið er yndislegt.

ps. Á netinu er mikið rætt um metan úr jarðgasi enda er það notað sem ökutækjaeldsneyti (e.CNG) um allan heim og ökutæki sem nýtt geta það í akstri geta einnig gengið fyrir íslenska metaninu enda er það í hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika í stað 90% hreinleika víðast hvar í heiminum. Gáum að því að þótt metan ökutækjaeldsneyti úr jarðgasi komi hlutfallslega vel út umhverfislega skapar íslenska metanið (nútíma-metan) mun meiri hlutfallslegan umhverfislegan ávinning.


Sjá grein um nútíma-metan á vef FÍB 2010:  

Hlustið á mjög upplýsandi viðtal í Speglinum 26.október.2010  ,, um vistspor og umhverfislega sjálfbærni - hvað við þurfum að taka með í okkar reikning við val á tæknilausnum  til orkukerfisskipta í samgöngum- Sigurður Eyberg Jóhannesson, meistararitgerð  og  Brynhildur Davíðsdóttir, dósent.

Sjá allt um nútíma-metan á Metan.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er augljóslega flókið mál hjá mörgum ... Metan er CH4, Etan er C2H6, og Oktan sem notað er til viðmiðunar á bensíni C8H18. Við brennslu myndast koltvísýrlingur og vatn. Það þarf að brenna meir af metan og etan, sem þýðir að út úr því verður CO2, sama hvort þú brennur.

Við vinnslu á olíu ...

http://en.wikipedia.org/wiki/Oil_refinery

... er enginn mengun ...

Ef það er spurning hvort maður sé að reykja 1 pakka á dag, eða tvo sem er aðal atriðið. Þá getur maður sleppt því að minnast á "umhverfisvernd" og notað eitthvað annað orð í staðinn. Svo sem "íslandsvænt" :-)

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 18:20

2 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Takk BÖH - ég er ekki alveg viss hvað þú ert að segja en hef á tilfinningunni að þú gerir engan greinamun á bruna á lífrænu efni af jarðefnauppruna annars vegar og bruna á lífrænu efni á yfirborði jarðar hins vegar. Afsakaðu ef ég er að misskilja þig, en það virðist á texta þínum að það vanti tenginu efnafræðinnar við vistfræðina - nettó hlýnunaráhrif í lofthjúpi jarðar. Gleymum því ekki að mannslíkaminn gefur frá sér margfalt meira magn af CO2 í útöndun en hann andar að sér - líkaminn brennir lífrænu efni á yfirborði jarðar og skilar CO2 út í andrúmsloftið að nýju, eða þangað sem það hefði farið þótt fæðan hefði ekki verið borðuð og orðið að úrgangi í ruslatunnunni. Reyndar gæti úrgangurinn í tunnunni endað í formi metans, á urðunarstað, sem er mun verra ( ~21X verra) með tilliti til hlýnunaráhrifa í lofthjúpi jarðar. Bíll sem brennir nútíma-metani (unnu úr lífrænu rfni á yfirborði jarðar) losar CO2 sem hefur sömu nettó áhrif til hlýnunar í lofthjúpi jarðar og útöndun okkar - engin aukning á losun CO2 af jarðefnauppruna. Og gleymum því ekki að CO2 er ekki hættuleg lofttegund við innöndun eða snertingu og er nauðsynteg í andrúmsloftinu til að plöntur geti viðhafið ljóstillífun og vaxið. Afsakaðu enn og aftur, ég geri ráð fyrir að þú vitir þetta, en þetta gæti nýst þeim sem skoða okkar texta.

Einar Vilhjálmsson, 21.12.2010 kl. 21:05

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ágætu herramenn, Einar og Bjarne, þakka ykkur báðum fyrir stórmerkilegar pælingar um kolvetnasambönd og koltvísýring, CO₂, sem er öllu lífi á plánetunni mjög svo nauðsynlegt sbr. tillífgun plantna.Varðandi hættu á, að fólk (og önnur dýr) kafni í CO₂-menguðu lofti, er sú hætta nánast engin, nema kannski í kúlu eða kafbáti, þar sem hreinsibúnaður slíks farartækis bilaði á regindjúpi ? Við hljótum að vera sammála Einari um að betra sé að nýta metan, heldur en að hleypa því ónýttu út í lofthjúp jarðar (mólekúlþyngd CH₄ :16 MÞ andrúmsloft ca. 29). Sem sagt : CH₄ + 2O₂ >> CO₂ + 2H₂O og svo heldur hringrásin áfram, sem er gott mál.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 25.12.2010 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband