23.11.2010 | 16:56
Frábær tímamót - þingmenn leggja fram tillögu um aukna metanframleiðslu í landinu

Tillagan endurspeglar vitundarvakningu í landinu um tækifæri þjóðarinnar til að stórauka framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti í hæsta gæðaflokki sem nýta má á samgöngutæki og vélar af ýmsum gerðum og stærðum , ökutæki og báta svo fátt eitt sé nefnt. Og ekki síður þá staðreynd að eftirspurn eftir metaneldsneyti hefur aukist um 35% milli áranna 2009 og 2010 og enn meiri aukning fyrirsjáanleg á næstu misserum og árum.
Á árinu 2010 stefnir í að fjöldi ökutækja sem nýtir metaneldsneyti í akstri þrefaldist milli áranna 2009 og 2010 og að í árslok 2011 verði yfir 1000 slík ökutæki í umferð í landinu. Aukninguna á þessu ári má að stærstum hluta rekja til uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíla en þar að auki hefur fjölgun nýskráðra metan/bensínbíla aldrei verið meiri sem hlutfall af nýskráningum. Flestir bílaframleiðendur heims bjóða í dag upp á metan/bensínbíla og því fyrirséð að þegar sala á nýjum bílum eykst að nýju í landinu gæti framboð bílasala á metan/bensínbílum orðið mun meira en verið hefur til þessa.
Fyrirsjáanleg fjölgun ökutækja á næstu misserum og árum og stóraukin eftirspurn eftir metaneldsneyti hefur kallað á að áformum um aukna framleiðslu í landinu verði hraða til muna enda ljóst að öll framleiðsla í landinu á komandi árum mun geta nýst þjóðinni með miklum og margþættum ávinningi - umhverfislegum og efnahagslegum ávinningi.
Framleiðslugeta á metaneldsneyti hefur vissulega verið mun meiri en eftirspurn í landinu frá því að framleiðslan SORPU hófst á Álfsnesi um aldamótin en nú hefur eftirspurnin aukist það mikið að brýn þörf er á að endurskoða fyrri áætlanir. Við núverandi aðstæður í landinu er aðkallandi að ríki, sveitarfélög og aðrir hagsmunaaðilar vinni saman að málaflokknum svo heildarávinningur samfélagsins megi verða sem mestur.
Sönn ástæða er til að fagna tillögu til þingsályktunar um aukna metanframleiðslu í landinu og óskum þingmanna um að stjórnvöld láti sig málaflokkinn varða með nýjum hætti. Þótt staða þjóðarbúsins sé þröng um þessar mundir og fordæmalaus um margt, blasir þó við að margt er hægt að gera með samstilltu átaki án stórfelldra útgjalda að hálfu ríkisins. Þingsályktunartillagan vekur vonir um að stjórnvöld sjái sér fært að leggja farsælli framgöngu metanvæðingar lið með nýjum hætti í landinu.
Framganga þingmanna gagnvart erindi metanvæðingarinnar við þjóðina er lofsverð og minnir okkur á að í sérhverri stöðu leynast tækifæri sem þjóðin þarf að koma auga á og nýta.
Sjá tillögu til þingsályktunar á vef Alþingis
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.