Frábær tímamót - þingmenn leggja fram tillögu um aukna metanframleiðslu í landinu

Tillaga til þingsályktunar um metanframleiðslu í landinu var birt á vef Alþingis í gær með þátttöku þingmanna úr öllum flokkum. Flutningsmenn eru  Arndís Soffía Sigurðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson  og Lilja Mósesdóttir  og meðflutningsmenn  Lilja Rafney Magnúsdóttir, Þuríður Backman, Björn Valur Gíslason, Auður Lilja Erlingsdóttir, Skúli Helgason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Margrét Tryggvadóttir, Guðmundur Steingrímsson, Oddný G. Harðardóttir, Magnús Orri Schram, Unnur Brá Konráðsdóttir og  Birkir Jón Jónsson
 
althingi thingmenn
Tillagan endurspeglar vitundarvakningu í landinu um tækifæri þjóðarinnar til að stórauka framleiðslu á  umhverfisvænu  eldsneyti í hæsta gæðaflokki sem nýta má á samgöngutæki og vélar af ýmsum  gerðum og stærðum , ökutæki og báta svo fátt eitt sé nefnt. Og ekki síður þá staðreynd að eftirspurn eftir metaneldsneyti hefur aukist um 35%  milli áranna 2009 og 2010 og enn meiri aukning fyrirsjáanleg á næstu misserum og árum.

Á árinu 2010 stefnir í að fjöldi ökutækja sem nýtir metaneldsneyti í akstri þrefaldist milli áranna 2009 og 2010 og að í árslok 2011 verði yfir 1000 slík ökutæki í umferð í landinu.  Aukninguna á þessu ári má að stærstum hluta rekja til uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíla en þar að auki hefur fjölgun nýskráðra metan/bensínbíla aldrei  verið meiri sem hlutfall af nýskráningum.  Flestir bílaframleiðendur heims bjóða í dag upp á metan/bensínbíla og því fyrirséð  að þegar sala á nýjum bílum eykst að nýju í landinu gæti framboð bílasala á metan/bensínbílum orðið mun meira en verið hefur til þessa.

Fyrirsjáanleg fjölgun ökutækja á næstu misserum og árum og stóraukin eftirspurn eftir metaneldsneyti  hefur kallað á að áformum um aukna framleiðslu í landinu verði hraða til muna enda ljóst að öll framleiðsla í landinu á komandi árum mun geta nýst þjóðinni með miklum og margþættum ávinningi - umhverfislegum og efnahagslegum ávinningi.

Framleiðslugeta á metaneldsneyti hefur vissulega verið mun meiri en eftirspurn í landinu frá því að framleiðslan SORPU hófst á Álfsnesi um aldamótin en nú hefur eftirspurnin aukist það mikið að brýn þörf er á að endurskoða fyrri áætlanir.  Við núverandi aðstæður í landinu er aðkallandi að ríki, sveitarfélög og aðrir hagsmunaaðilar vinni saman að málaflokknum svo  heildarávinningur samfélagsins megi verða sem mestur.

Sönn ástæða er til að  fagna tillögu til þingsályktunar um aukna metanframleiðslu í landinu og óskum þingmanna um að stjórnvöld láti sig málaflokkinn varða með nýjum hætti.  Þótt staða þjóðarbúsins sé þröng um þessar mundir og fordæmalaus um margt, blasir þó við að margt er hægt að gera með samstilltu átaki án  stórfelldra útgjalda að hálfu ríkisins. Þingsályktunartillagan vekur vonir um að stjórnvöld sjái sér fært að leggja farsælli framgöngu metanvæðingar lið með nýjum hætti í landinu.

Framganga þingmanna  gagnvart erindi metanvæðingarinnar við þjóðina er lofsverð og minnir okkur á að í sérhverri stöðu leynast tækifæri sem þjóðin þarf að koma auga á og nýta.

Sjá tillögu til þingsályktunar á vef Alþingis

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband