4.11.2010 | 18:36
Kerfisbreyting í skattlagningu ökutækja er í vændum - ég fékk góðar spurningar í dag
Ég fékk góðar spurningar í dag í tengslum við miklar breytingar sem í vændum eru við kerfisbreytingu í skattlagningu ökutækja í landinu. Um þessar mundir eru stjórnvöld að leggja lokahönd á breytingar á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum og á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum.
Spurning-1 Er eðlilegt að gera ráð fyrir að bifreiðum muni fækka í landinu á næstu árum ?Svar mitt er, já. Fyrir þeirri niðurstöðu blasa við ýmsar staðreyndir og tilgátur sem líkindi standa til að reynist réttar. Ökutækjaflotinn spannar um 245.000 vélar í dag, þar af um 210.000 fólksbíla og því ljóst að fjöldi fólksbíla í landinu sem hlutfall af lögheimilum er meiri en 1. Ef fjöldi óþægilega (óbærilega) skuldsettra ökutækja (fyrir eigendur) nemur um 20-25% af fólksbílaflotanum og hærra hlutfalli fyrir einkabílaeign landsmanna, er ástæð til að ætla að umtalsvert framboð verði af notuðum bílum á næstu árum sem rekja má til efnahags og lífsstílsbreytinga einstaklinga og fjölskyldna.
Almennt er talað um að tekjur hafi áhrif á sölu bíla og kemur engum á óvart , að eftirspurn eftir bílum sé tekjuteygin, að eftirspurnar eftir bílum sé meira háð tekjum en eftirspurn eftir flestum nauðsynjavörum. Nú hefur bíll þó verið skilgreindur sem nauðsynjavara í okkar samfélagi fyrir fjölskyldu en spurning hvort margir bílar séu nauðsynlegir fyrir hverja fjölskyldu. Einnig hefur framboð sína teygni og talað um framboðsteygni. Jafnframt er talað um verðteygni eftirspurnar og hún skilgreind sem hlutfall tveggja hlutfalla. Verðteygni eftirspurnar á bílamarkaði hefur verið skilgreind svona: Verðteygni = % breyting á fjölda keyptra bíla / % breyting á verði bíls. Sennilegt þykir að eftirspurn eftir bílum í framtíðinni miðist í meira mæli við heildarkostnað af rekstri bíls þar sem samanburður á rekstrarkostnaði mismunandi orkukerfa bíla skiptir meira máli en áður. ( Orkukerfi bíls = efni og búnaður sem tryggir þá orku sem samgöngur grundvallast á. Dæmi. bensínbíll = bensíngeymir+bensín, metanbíll = metangeymir+metan, rafbíll = rafgeymir+rafmagn, osfr.).
Ef verðið á bíl-x hækkar en samt seljast jafn margir af bíllar-x er talað um að eftirspurnin eftir bíl-x sé ÓTEYGIN (hið minnsta á þeim tíma)- að verðhækkun hafi lítil eða engin áhrif á val neytenda, á eftirspurn og sölu á bíl-x. Hins vegar, ef sala á bíl-x minnkar hlutfallslega meira en sem nemur verðhækkun eða eykst hlutfallslega meira en sem nemur verðlækkun er talað um að eftirspurn eftir bíl-x sé TEYGIN .
Dæmi: Bíll-x kostaði 4.000.000 kr og salan var 1000 bílar á ári. Nú hækkar verðið um 20% í 4.800.000 og spurningin hvort salan dragist saman um meira en 20%, hvort 800 bílar seljist við hærra verðinu eða minna eða meira en 800 bílar. Almennt væri talið að færri en 800 bílar seldust eftir að bíll-x hækkar í verði um 20%með þessum hætti- að eftirspurn eftir bíl-x sé VERÐTEYGIN. Að neytendur refsi bílaframleiðenda fyrir að hækka verðið og dragi hlutfallslega meira úr kaupum á bíl-x en sem nemur hlutfalli verðbreytinga. Ef breytingar í samfélaginu hafa einnig orðið til þess að tekjur almennings hafi dregist verulega saman gætu áhrifin orðið enn meiri. Verðteygni eftirspurnar getur svo verið mismunandi á mismunandi tímum af ýmsum ástæðum s.s. efnahagsástand, tekjur, kaupmáttur, nauðsynjavara, tíska, smekkur osfr.
Tilgátan um að fólk muni í auknum mæli líta svo á að ekki sé nauðsynlegt að eiga tvo bíla eða fleiri þykir afar líkleg til samþykkis við núverandi aðstæður í íslensku samfélagi og þótt til næstu fimm ára sé litið. Vissulega er það svo að stór hluti þjóðarinnar á lítið val í þessum efnum en jafnframt viðbúið að þótt kaupgeta margra kunni að batna verulega á næstu árum, þannig að kaup á bíl (tvö) virðist fjárhagslega viðráðanleg, má búast við að viðhorfsbreyting og endurmat kunni að hafa átt sér stað um hvað sé nauðsynlegt þegar kemur að eign samgöngutækja.

Spurning-2 Hvað álítur þú að skipting yfir í metan-bensín og metan-dísil verði umfangsmikil t.d á næstu 5 árum.?
Svar: Í stuttu máli og heilt yfir snýst spurningin um það hvað við sem þjóð viljum og veljum að viðhafa. Umfang framvindunnar er í höndum stjórnvalda að stærstum hluta.
1. Sé það vilji stjórnvalda að framvinda metanvæðingar í landinu einskorðist að stærstum hluta við framleiðslugetur SORPU í dag við að safna hauggasi frá urðunarstað á Álfsnesi ( án þess að reisa verksmiðju) og að tímalína að fullri nýtingu núverandi auðlindar verði löng hafa stjórnvöld ýmis verkfæri til að tryggja að svo verði og þar með að umfangið verði ekki það sem það ella gæti orðið.
2. Sé það vilji og sýn stjórnvalda að metanvæðing í samgöngum heimsins á landi og sjó eigi brýnt erindi víð þjóðina í dag og til framtíðar litið og kalli á frekari framvindu metanvæðingarinnar í landinu, hafa stjórnvöld ýmis verkfæri til að tryggja að svo verði og/eða megi verða hraðar en undir liði-1. Og án þess að kosta miklu til hlutfallslega miðað við að gera það ekki. Ef sú sýn er skörp og viðurkennd af stjórnvöldum að frekari metanvæðing sé sá þáttur í framtíðar fjölorkusamfélagi landsins sem þjóðin eigi (beri) að nýta í dag og næstu árin (að marki reiknanlegs heildarávinnings fyrir þjóðina) þá getur svarið við spurningunni verið, stóraukið umfang. Svar: Næstu 5 árin getur fjölgun ökutækja sem nýta metaneldsneyti í akstri orðið það mikil að allt metaneldsneyti sem framleitt er með söfnun á hauggasi á urðunarstað á Álfsnesi verði fullnýtt. Nú er það svo að við Íslendingar getum vissulega framleitt eins mikið af nútíma-metani og við kjósum en svar mitt miðast við það sem er til staðar í dag.
Það væri gaman að halda áfram og ræða ýmsar sviðsmyndir sem kalla á útskýringar og meðferð talna en læt þetta nægja að sinni og minni á skemmtilega vísu:
- Tölur eru táknmynd sjóða,
tölur skapa stundum gaman.
Tölur sýn tap og gróða,
tölur halda fötum saman.
Góða helgi
Sjá nýja heimasíðu Metan hfFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.12.2010 kl. 12:42 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Sæll Einar, mig langar að spyrja þig um þá staðreynd að auðvaldið hafi valdið því að aðrir aflgjafar en bensín og olía hafi átt erfitt uppdráttar hér á Íslandi? Mér hefur fundist það vera, og þá kemur önnur spurning í framhaldinu, heldur þú að embættismenn og auðvaldið séu tilbúnir að sleppa takinu á olíufélögunum?
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 7.11.2010 kl. 23:03
Takk fyrir þetta. Góðar spurningar sem ég tel rétt að svar þér í næsta bloggi. Annað þó, það kæmi mér ekki á óvart að þið í Eyjum gætuð orðið sjálfstæð um framleiðslu á metan ökutækjaeldsneyti með nýtingu fiskúrgangi ykkar. Og þess vegna fyrir smábátaútgerðina. Hvað með bílaferjuna ? Norðmenn eru með 13 metanferjur í daglegum siglingum í dag - sú stærsta um 240 bíla ferja: Sjá hér: http://metan.is/Frettir/692/Ny-metanferja-i-Noregi-vaentanleg---rumar-242-folksbila-/default.aspx
Einar Vilhjálmsson, 8.11.2010 kl. 11:58
Þakka þér fyrir þetta svar Einar, auðvita ættu Eyjamenn að skoða svona mál.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 8.11.2010 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.