Bestu-Borgar-Kort getur verndað ferðafrelsi barnafjölskyldna í borginni - barnvæn og græn borg

Reykjavíkurborg gæti slegið margar flugur í einu höggi  með því að bjóða barnafjölskyldum verulega sparnaðarþjónustu með litlum tilkostnaði fyrir borgina- Bestu-Borgar-Kort. Metanlánin eru komin á markað en Bestu-Borgar-Kortið getur skipt sköpum við að tryggja sjálfvirkt fjármagnsflæði og tækifæri fjölskyldna til að ávinna sér traust í þröngri stöðu.
  1. Borgin gæti veitt barnafjölskyldum aðstoð  til uppfærslu á einum bensínbíl  í metan/bensínbíl. Uppfærslan tekur 2-3 dag. Eftir uppfærslu getur eigandinn ekið um höfuðborgina sína á íslensku metan eldsneyti sem er að stærstum hluta í óbeinni eigu borgarinnar og er mun ódýrara en bensín.
  2. Eigandinn fær Bestu-Borgar-Kort í eigin nafni  og notar það til að greiða fyrir metan eldsneyti. Eigandinn semur um að greiða mun lægra verð fyrir metan  en sem nemur  verði á bensíni (198kr í dag).  Eigandinn velur þó að greiða meira fyrir metan (t.d.174kr)  en sem nemur dæluverði (114kr í dag) á meðan verið er að greiða fyrir uppfærslukostnaðinn á bílnum. Eigandinn notar Bestu-Borgar-Kortið til að halda um eldsneytiskaup sín og greiðir eldsneytisnotkun sína mánaðarlega, 174 kr fyrir metan í stað 198 kr fyrir bensín í dag. Inneign skapast á kortinu þar sem dæluverð fyrir metan er 114 kr. í dag. Inneignin á kortinu greiðist svo mánaðarlega inn á metanlánið og gæti í fjölda tilfella gert það að verkum að engin sérstök útgjöld skapast fyrir fjölskylduna vegna uppfærslunnar á bílnum. Uppfærður bíll (metan/bensín) er meiri eign en bíll sem eingöngu getur nýtt bensín í akstri og því um aðra eignarmyndun að ræða í þeim efnum - auðseljanlegri bíll og verðmeiri.  
  3.  Í flestum tilfellum þyrfti borgin einungis að veita borgaralega blessun yfir gjörninginn gagnvart lánveitanda á metan-láni  og þjónustuaðila á Bestu-Borgar-kortinu og mögulega að veita lámarks tryggingu fyrir eins mánaðar hámarksnotkun á kortinu 15.000-20.000 kr /fjölskyldu.  Aðkoma borgarinnar gæti þannig  náð að brúa mögulegan skort á trausti í samfélaginu. Metanbúnað bílsins getur eigandinn þess vegna lagt að veði fyrir blessun borgarinnar á ráðahagnum. Búnaðinn má nýta á annan bíl síðar ef því er að skipta eða selja hann sér.
  4. Með Bestu-Borgar-Korti getur Reykjavíkurborg aðstoðað barnafjölskyldur óbeint við að fá metanlán hjá banka fyrir uppfærslu á bíl sínum með litlum tilkostnaði en miklum ávinningi fyrir barnafjölskylduna. 
  5. Þegar greitt hefur verið fyrir uppfærsluna á bílnum með Bestu-Borgar-Kortinu mætti stýra mánaðarlegri inneign á kortinu inn á aðrar skuldir fjölskyldunnar s.s. bílalán bílsins eða leggja kortið niður.  
  6. Bestu Borgar Kort

Nú er það svo að með notkun á íslensku metani í þessu samhengi  getur barnafjölskyldan ferðast ódýrar um borgina sína. Og  samhliða skapað mesta umhverfislega ávinning sem völ er á með sambærilegum samgöngum í borginni. Sú staðreynd ein og sér réttlætir í raun þetta verkefni. Nú er það einnig svo að þetta verkefni skapar mesta gjaldeyrissparnað sem unnt er að viðhafa með samgöngum á núverandi bílaflota í borginni.  Hlutfall gjaldeyriskostnaðar í bensínverði má ætla að verð um 35% á þessu ár. 

Gjaldeyriskostnaður  við  að uppfæra einn bíl er aðeins um 100.000 kr. Nettó gjaldeyrissparnaður fyrir íslenskt þjóðarbú skapast því hratt í þúsundum mögulegra tilfella.  Hinn mikli og margþætti ávinningur verkefnisins skapar því kjörið tækifæri fyrir Reykjavíkurborg og ríki að leggjast á eitt og mynda samtakamátt um endurreisn í borginni og landinu.  

Betri tíð er í vændum

Sjá öryggi metans:
Sjá hversu auðvelt er að fyll á eldsneytisbirgðir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála, við metan áhugamenn þurfum að sameinast.  kíkið á þetta:

http://www.facebook.com/notes.php?id=626258994&notes_tab=app_2347471856#!/note.php?note_id=10150099250974027

kær kveðja,

 tómas

Tómas Örn Tómasson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband