Metan leigubílum fjölgar á höfuðborgarsvæðinu - ég ræddi við sex leigubílstjóra í dag

Ég hafði samband við sex leigubílstjóra í dag sem aka á íslensku metani og reynsla þeirra af okkar íslenska eldsneyti var hreyt út sagt mjög góð enda um að ræða umhverfisvænt eldsneyti í hæsta gæðaflokki með allt að 98% hreinleika - yfir 125 oktan eldsneyti. Og ekki skemmir fyrir að íslenska metanið  kostar mun minna en bensín og dísilolía - 80kr minna en lítri af 95-oktan bensíni miðað við orkujafngildi.

1.     Guðbjörn Egilsson - VW Passat 2010- frá umboði sem metan/bensínbíll - kemst um 450km á einni metanfyllingu og 430 km á bensínfyllingunni ef á þarf að halda. Ég er búinn að aka um 15.000 km og er alveg þrælánægður með þetta allt saman, rekstrarkostnaðurinn lækkar stórlega og svo er ansi góð tilfinning að aka um á umhverfisvænu íslensku eldsneyti sem sparar einnig mikinn gjaldeyri.   

2.     Jóhannes Jensson- VW Passat 2010 -frá umboði sem metan/bensínbíll- kemst um 450km á einni metanfyllingu og 430 km á bensínfyllingunni ef á þarf að halda. Ég er búinn að aka um 18.000 km á metani nánast eingöngu. Þetta er alveg frábært , ég  ek svo til ekkert á bensíni. Allt annað er að reka svona bíl , hann er einnig umhverfisvænn og gengur fyrir íslensku eldsneyti sem skiptir miklu máli.

3.     Snorri Karlsson - Honda Civic CR-V  2008 - uppfærður á verkstæði í metan/bensínbíl og setti einn 70L metankút í bílinn. Ég lét uppfæra bílinn minn fyrir 7 mánuðum og er búinn að aka um 50.000 km á metani og er mjög sáttur við útkomuna. Hef látið fínstilla metanbúnaðinn nýverði. Rekstrarlega hefur útkoman verið mjög góð og umhverfislega er ávinningurinn einnig mikill - góð tilfinning.

 4.    Guðmundur Gíslason - Toyota Avensis 2005, uppfærður á verkstæði í metan/bensínbíl. Ég lét uppfæra bílinn í júlí og  búinn að aka um 30.000 km nánast eingöngu á metani. Hef tvisvar sinnum sett svolítið á bensíntankinn til að hafa varabirgðir ef á þarf að halda. Þetta er æðislegt, ekkert vandamál, finn engan mun í akstri og ef svo væri get ég alltaf ýtt á takkann í mælaborðinu og ekið á bensíni. Fyrir utan verðmuninn á metani og bensíni þarf ég 10-15% minna magn af metani en bensíni. 

 5.     Sæmundur Einar Valgarðsson - Opel Safira 2009 - frá umboði í Þýskalandi sem metan/bensínbíll- kemst um 350km á metanfyllingu og bensíngeymir til vara. Þetta er bara flott ég er nýbúinn að flytja bílinn til landsins frá Þýskalandi og aka á íslenskra metaninu um 1000km - ég nota 7,5-8 Nm3/100km og því færri einingar af metani en bensíni ef eitthvað er.  Við félagarnir erum búnir að skoða þessi bílamál í á annað ár og heyrum ekkert nema gott um þessa metan/bensínbíla, ekkert sérstakt vesen. Svili minn er að taka inn annan eins bíl í næstu viku. Ég er búinn að aka á Opel síðan 1978 og ræddi við þá  hjá umboðinu í dag. Þeir segjast geta þjónustað bílinn þótt þeir hafi ekki boðið hann til sölu enn.

6.    Gunnþór Kristinsson - VW Turan 2007- frá umboði sem metan/bensínbíll. Búið er að aka bílinn á Íslandi yfir 180.000 km á metani eingöngu.  Ekkert vandamál kom upp fyrstu 85.000 km en eftir það kom upp vandamál með þrýstijafnara og innsprautunarventla sem reyndist framleiðslugalli, bíllinn var innkallaður og skipt um hlutina. Síðan hefur allt gengið vel og ég geri ráð fyrir að aka bílinn yfir 300.000 km. Í kulda hefur ekki verið neitt vandamál með metanbílinn. Ég hef ræst hann í -16°C og hann skiptir yfir á metanið eftir stutta stund.

Skáletraði textinn er á ábyrgð undirritaðs eftir samtal við viðkomandi.

Sjá öryggi metans:

Sjá hvað auðvelt er að fylla á metantankinn

Ný heimasíða Metan hf

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Íslenskt samfélag á hérna tækifæri til að vera fordæmi fyrir allan heiminn og spara og menga minna!  Þetta er frábært baráttuefni hjá þér og vonandi fer íslenskt samfélag og aðalega stjórnvöld að taka við sér.

Mofi, 15.10.2010 kl. 13:26

2 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Takk fyrir þetta Mofi.  Við Íslendingar eigum svo sannarlega tækifæri til vinna sjálfum okkur og umhverfinu heilt með stóraukinni metanvæðingu í samgöngum okkar - og enn frekar munu komandi kynslóðir geta notið ávaxtanna af auknu orkuöryggi og sjálfbæru orkukerfi að stærstum hluta. 

Einar Vilhjálmsson, 15.10.2010 kl. 15:59

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mjög áhugavert, en 125 oktan, hvað þíðir það,  þarf þá að breyta kveikjunni í hvert sinn sem skipt er á milli 95 oktan bensíns og 125 oktan metan eða gerist það sjálfvirkt, eða þarf það ekki að gerast.    

Við hvað er miðað þegar sagt er að metan dugi lengur? og er metanið mælt í lítrum? 

Hvað kostar aðlaga bíl að metani og er þá kúturinn mældur í lítrum og er dælt á hann í lítrum.  Hvað þíðir Miðlungs kútur og hvað þíðir 10til 15% minna magn.  

Ég er mjög ánægður með þetta framtak en vil að allir tali sama mál í þessu efni. 

Hvað þíðir Miðlungs kútur og hvað þíðir 10til 15% minna magn.   Ég er mjög ánægður með þetta framtak en vil að allir tali sama mál í þessu efni.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.10.2010 kl. 18:29

4 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Takk fyrir þetta.

Þegar hefðbundinn bíll er uppfærður er metangeymi (tankur) komið fyrir í bílnum, algengt í farangursrými og bíleigandinn getur valið milli nokkurra stærða eða nota nokkra kúta eins og eigendur jeppa og stærri bíla velja að gera.  Algengast er að setja 70L kút í fólksbíla.  Umfang kúta er skilgreint í lítrum og vísar til rúmmáls vatns.Metan eldsneyti er lofttegund. Hægt er að koma 16-19 einingum af metan eldsneyti inn á 70L kút eftir þrýstingi og hitastigi.  Metan eldsneytinu er þjappað inn á kútana á afgreiðslustað , allt að 220 bör.

Guðmundur ræðir um að hann þurfi að nota 10-15% minna magn af metani.  Hann er að vísa til magns sölueininga af metaneldsneyti ( Nm3, normalrúmmetri) annars vegar og sölueininga af bensíni hins vegar (lítra). Metan eldsneyti er lofttegund. Þegar þú kaupir eina einingu af metaneldsneyti (Nm3)  og borgar fyrir hana 114 kr í dag er spurningin hversu langt þú getur ekið á þeirri einingu í samanburði við einn lítra af 95-oktan bensíni.  Meiri orka er í einni einingu af metani ( Nm3) en í einum lítra af 95-oktan bensíni.  Jafngildi orkuinnihalds: 1 Nm3 100% metan  = 1,12 L 95-oktan bensín.   Það er magnað ef þessi auka ávinningur sem Guðmundar nefnir er réttur. Ávinningurinn er vissulega skilgreindur fyrir bíla sem koma með metanbúnaði beint frá bílaframleiðendunum í dag. Ég hef valið í bloggum mínum að nefna ekki þennan auka ávinning sem sjálfgefinn fyrir uppfærða bíla- skemmtilegur stór bónus þó ef rétt reynist fyrir allar tegundir uppfærða bíla.

Sjá nánar:

Einar Vilhjálmsson, 16.10.2010 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband