Gríðarleg aukning og spurt er - er nóg til ?

Gríðarleg aukning hefur átt sér stað á árinu í fjölda ökutækja sem nýtta  metan eldsneyti í akstri  á  höfuðborgarsvæðinu og enn meiri aukning fyrirsjáanleg. Og svo mikil er vitundarvakningin að daglega er spurt hvort nóg sé til af metani til að anna fyrirsjáanlegri aukningu í eftirspurn.  Svarið er JÁ, við getum tryggt að svo verði.  Við Íslendingar eigum mun meira af íslensku metani en við nýtum í dag. Þúsundir einstaklinga gætu ekið á íslensku metani í dag og skapað sér, umhverfinu og íslensku samfélagi mikinn ávinning með notkun á því í stað bensíns og dísilolíu. Þar fyrir utan getum við stóraukið framleiðslu á íslensku metani á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og tryggt okkur það framboð sem við kjósum.

Áform eru uppi um að byggja verksmiðju á höfuðborgarsvæðinu sem unnið getur metan eldsneyti úr öllu lífrænu efni og metan er hægt að framleiða víða um landið. Sýnt hefur verið fram á að mikil tækifæri til metanframleiðslu eru á Eyjafjarðarsvæðinu svo dæmi sé tekið. Þar hefur komið í ljós að framleiða megi metan eldsneyti úr mykju svo nemi á þriðju milljón bensínlítra á ári miðað við orkujafngildi- úr mykjunni einni og sér. Og þá ónefnd sú metanframleiðsla sem unnt er að viðhafa úr öðrum úrgangi og lífrænu efni sem til fellur á svæðinu s.s. úrgangur frá heimilum, fiskvinnslu, matvælavinnslu og annarri atvinnustarfsemi, seyru, auk þess sem nýta má allan lífmassa sem til verður við ljóstillífun (allt sem grær).

metanverksmiðja-10-2010

Þar fyrir utan er mikið framboð af metan eldsneyti á heimsmarkaði og verðið mun lægra en á bensíni og dísilolíu. Tímabundin innflutningur á metani í stað bensíns gæti því sparða umtalsverðan gjaldeyri ef á þarf að halda. Innflutt metan gæti verið fyrritíma-metan (jarðgasi) en líkindi standa reyndar til að það sé að finna á Drekasvæðinu við Ísland. Ekki er þó þörf á að horfa til jarðgass á Drekasvæðinu sem réttlætingu fyrir stóraukinni metanvæðingu enda hefur verið sýnt fram á að með ræktun orkuplantna á um 8% af ræktuðu landi megi afla lífmassa í landinu til framleiðslu á metani sem annað gæti öllum bílaflota landsmanna ef því er að skipta.

Mikil þróun er að eiga sér stað í heiminum til orkukerfisskipta í samgöngum og ljóst að notkun á tvinnbílum muni aukast víða um heim. Slíkir bílar nýta rafmagn í bland við eldaneyti til að knýja för. Horft er til þess að með notkun á metan tvinnbílum megi víða um heim ná fram umtalsverðum hlutfallslegum ávinningi til umhverfismildunar í landsamgöngum. Nú þegar eru strætisvagnar komnir á markað sem búnir eru metan-tvinn-orkukerfi og fólksbílar einnig verið hannaðir. Þar fyrir utan er fyrirsjáanleg mikil þróun á brunavélum almennt þannig að mun minna af metan eldsneyti þarf til að skapa sama afl og áður - sama ferðafrelsi og stóaukið orkuöryggi en áður. Þessi þróun er því öll metanvæðingunni í vil.  

Engin ástæða er þó til þess að ræða um metanvæðingu í samgöngum landsmanna sem eina valkostinn til orkukerfisskipta í samgöngum þjóðarinnar á þessari öld enda binda margir vonir við að rafbílar muni þróast á öldinni þannig að hlutfallsleg hagfeldni þeirra batni til muna við íslenskar aðstæður. Þar að auki mun notkun á lífdísil aukast í landinu í samræmi við hagfeldni þess orkukerfis og jafnvel notkun á etanóli. Íblöndun á metanóli út í bensín mun einnig geta mildað umhverfisáhrif frá samgöngum og í einhverri framtíð kann DME að getað skapað einhvern ávinning fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst má ekki gleyma okkar einstaka alþjóðlega vísindasamstarfi um framgöngu vetnisvæðingar í heiminum og ýmis teikn á lofti um að vetnisvæðingin eigi eftir að reynast hagfeldur valkostur til samgangna í heiminum í framtíðinni.

Það sem blasir hins vegar við okkur Íslendingum og enginn ágreiningur er um, er að stóraukin metanvæðing í samgöngum þjóðarinnar er þjóðþrifaverkefni í dag og að metan eldsneyti muni nýtast þjóðinni með hagfelldum hætti í samgöngum til framtíðar litið - á landi og sjó . Áhættan af stóraukinni metanvæðingu getur vart verið minni - við höfum allt að vinna.

Höfum það hugfast að orkukerfisskipti í samgöngum þjóða munu verða með mismunandi hætti og leiðarval mótast af getur og hagfelldni þjóða að viðhafa þau. Framboð hagkvæmra samgöngutækja sem styðjast við tiltekið orkukerfi er lykilatriði  sem og aukin sjálfbærni í rekstri og viðhaldi á því orkukerfi sem samgöngurnar grundvallast á. Stóraukin metanvæðing er sérstaklega hagfelldur valkostur fyrir okkur Íslendinga, fámennt eyríki með fyrirsjáanlega orkuþörf til landsamgangna. Og getu til að reka og viðhalda, með sjálfbærum hætti að stærstum hluta,  því orkukerfi ( metan eldsneyti + metangeymir) sem samgöngutækin styðjast við.        

Metanvæðing í samgöngum okkar Íslensdinga er á grænni grein á þessari öld.

Sjá viðtal við framkvæmdastjóra Metan hf
Sjá viðtal við framkvæmdastjóra Sorpu bs

Sjá viðtal við forstjóra og deildarstjóra N1 hf
Sjá viðtal við skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar
Sjá viðtal við stjórnarformann Metan hf

Ný heimasíða Metan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband