Gleðileg frétt á RUV í kvöld - stóraukin metanvæðing STRÆTÓ í skoðun.

Fréttin á RUV í kvöld um að STRÆTÓ bs. sé að skoða að metanvæða 20 strætisvagna á árinu 2012 og bæta við 20 vögnum nokkru seinna er afar gleðileg.  Eins og greint hefur verið frá í fréttaveitu Metan hf eru alls um 400.000 metanvagnar í umferð í heiminum í dag.

Nýverið var greint frá því að NY-borg hefði gert samning um kaup á allt að 475 metanvögnum. Jafnframt var nýverið greint frá því að á Samveldisleikunum sem nú eru í gangi í Dehli á Indlandi eru 604 metanvagnar í notkun við að flytja íþróttamenn og fylgdarlið um borgina. Og þar af eru fjórir tvinn-strætisvagnar metan/rafmagn, en notkun þeirra markar tímamót í samgöngusögu borgarinnar.

Fréttin um metan/rafmagn strætisvagnana í Dheli undirstrikar þá tækniþróun sem horft hefur verið til í stórauknum mæli fyrir einkabíla.  Þótt heildræn umhverfisáhrif tvinnbíla í dag (bensín/rafmagn) hafi ekki reynst upp á það allra besta, þar sem slíkir bílar styðjast að stórum hluta við bruna á bensíni, hafa menn horft til þess að tvinnbílar sem nýta metan eldsneyti munu skapa þann hlutfallslega umhverfislega ávinning sem sóst er eftir með tvinn-orkukerfi.

Frétt RUV um vilja STRÆTÓ bs til að metanvæða flota sinn kallar á að bygging metanverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu skoðist sem forgangsverkefni enda nú þegar um að ræða gríðarlega aukningu á fjölda fólksbíla og annarra ökutækja á höfuðborgarsvæðinu sem nýta metan eldsneyti í akstri.  Og mun meiri aukning fyrirsjáanleg á næstu misserum og árum enda til mikils að vinna að aka á íslensku metani í stað bensíns og dísilolíum. Bygging metanverksmiðju kallar á samtakamátt sveitarfélaganna. Rétt er að minna á að STRÆTÓ bs í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem eiga einnig metanframleiðsluna á Álfsnesi í gegnum eignaraðild sína í SORPU bs.

 Nefndar fréttir undirstrika með ótvíræðum hætti bjarta framtíð metanvæðingarinnar í heiminum og þá dýrmætu eign okkar íslendinga að búa yfir reynslu og þekkingu til að framleiða metan eldsneyti í allra hæsta gæðaflokki. Stóraukin metanvæðing í samgöngum okkar Íslendinga er á grænni grein á þessari öld. Við Íslendingar erum ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir.

Sjá nýlega frétt um metanvæðingu strætó í NY-borg - hér
Sjá nýlega frétt um framleiðslu metanvagna í Evrópu - hér
Sjá nýlega frétt um metan/rafmagn vagna í Dheli - hér
Sjá nýlega frétt um fjölda metan ökutækja og metan strætisvagna í heiminum í dag - hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband