Atvinnusköpun - Bifvélavirkjar munu knýja hjól atvinnulífsins svo um munar á næstu misserum með nýjum hætti - Iðan og Borgarholtsskóli bjóða upp á námskeið.

IÐAN og Borgarholtskóli metanvæðingIÐAN og Borgarholtsskóli hafa nýverið birt námsvísi fyrir komandi skólaár og þar að finna námskeið sem snerta metanvæðingu bílaflotans með hagfelldum og áreiðanlegum hætti. Í boði eru  námskeið um uppfærslu bensínbíla í metan/bensínbíla enda fyrirsjáanlegt að eftirspurn eftir slíkri þjónustu muni aukast gríðarlega á komandi misserum.

Ég á erfitt með að sjá skilvirkara tækifæri fyrir einstaklinga til að tryggja sér starfsgrundvöll en að verða sér út um menntun og  þjálfun í uppfærslu á bílum.  Þótt ekki væri nema að kunna til verka á verkefnasviðinu og geta aðstoðað fullnuma bifvélavirkja við uppfærslu á bílum.  

Í síðustu bloggfærslu minnti ég á námskeið sem hollenskt fyrirtæki mun halda um metanvæðinguna og uppfærslu bensínbíla í metan/bensínbíla í október og að skráningar þurfi að berast eigi síðar en á mánudaginn 13. september. Námskeiðið er öllum opið og á erindi við alla sem láta sig varða hagfelld og áreiðanleg orkukerfisskipti í samgöngum þjóðarinnar ( sjá síðasta blogg).

Ný heimasíða Metan hf - full af fróðleik um flotta framtíð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þetta lízt mér vel á, ágæti bloggvinur, Einar ! Ísland hefur meiri þörf fyrir framtak af þessum toga en að leggja blessaða fyrrverandi leiðtoga okkar í einelti ? Þetta fólk er bara dauðlegar manneskjur, auðtrúa og breyskar. Það má hins vegar taka betur á þjófunum ?

En áfram með METANVÆÐINGUNA !

Kveðja úr Fjallabyggð, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 22.9.2010 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband