10.9.2010 | 12:21
Námskeið um metanvæðingu í samgöngum og uppfærslu bensínbíla í metan/bensínbíla á Hótel Sögu 11. október - skráning þarf að berast í síðasta lagi 13. september
Hollenska fyrirtækið, RAP Clean Vehicle Technology heldur fræðslunámskeið um metanvæðingu í samgöngum , metan orkukerfi og uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíla þann 11. október. Staðfesta þarf þátttöku í síðasta lagi þann 13, september.
Þátttakendur þurfa að fylla út skráningarblaðið ( hér ) og senda á info@rap.ac
Tímasetning námskeiðs: Mánudaginn 11. Október 2010 frá 9:00-16:30
Staður: Radissons Blu Saga Hótel, Hagatorg, 107 Reykjavík
Efni á námskeiðinu:
1. Markaðsstaða metan ökutækja í heiminum.
2. Metan sem ökutækjaeldsneyti , fyrritíma-metan (e.CNG, jarðgas) og nútíma-metan (e.Biogas)
3. Íhlutir ökutækja sem nýta metan í akstri, metan orkukerfi, virkni og ísetning.
4. Viðhald á ökutækjum með metan orkukerfi
5. Uppbygging og skipulag á verkstæðum
6. Reglugerðir Evrópusambandsins varðandi metan ökutæki og orkukerfi þeirra.
7. Öryggi við uppfærslu bensínbíla, viðhald og viðgerðir.
Dagskrá á ensku - hér
Námskeiðið er ætlað öllum sem láta sig varða framgöngu metanvæðingar með einum eð öðrum hætti;
1. Bifvélavirkjar sem uppfæra bensínbíla í metan/bensínbíla
2. Þjónustuaðilar fyrir ökutæki með metan orkukerfi
3. Bifreiða-og flotastjórnendur
4. Skoðunarmenn og vottunaraðilar orkukerfa
5. Áhrifavaldar um umhverfisvæn orkukerfisskipti í samgöngum með einum eða öðrum hætti.
6. Áhrifavaldar um fjölgun grænna starfa í landinu sem skilað geta miklum og margþættum ávinningi fyrir íslenskt samfélag hratt og örugglega.
Kostnaður með hádegisverði : 300 EUR ( 45.000 kr án vsk)
Allir þátttakendur fá ,,diplomu fyrir þátttöku í námskeiðinu.
Í dag eru tvö fyrirtæki á Íslandi sem bjóð uppfærsluþjónustu á bensínbílum í metan/bensínbíla - Vélamiðstöðin og Einn grænn . Ljóst er að fyrirtækjum sem bjóða upp á uppfærsluþjónustu mun fjölga á næstu misserum enda ávinningurinn af uppfærslu bensínbíla mikill og margþættur og eftirspurn eftir metan/bensínbílum eykst hratt.
Eftir uppfærslu á bensínbíl getur eigandinn ekið á bensín eins og áður en eignast val um að aka á metan eldsneyti og spara 80 kr/L í dag auk þess að skapa mesta umhverfislega ávinning sem völ er á, spara gjaldeyri þjóðarinnar og stuðla að aukinni atvinnusköpun í landinu svo fátt eitt sé nefnt.
Hér er um að ræða kjörið tækifæri fyrir áhrifavalda um orkukerfisskipti í samgöngum til að fá yfirsýn og góða tilfinningu fyrir stöðu metanvæðingarinnar í heiminum almennt og kynnast tækifæri í hendi fyrir íslenskt samfélag að nýta í dag og til framtíðar litið, enda búum við Íslendingar það vel að eiga helling af metani í landinu sem við brennum á báli í dag og getum því viðhaft fljúgandi star inn í bjartari framtíða á grundum gatna. Við getum notað og framleitt nútíma-metan eins og við þurfum og viljum.
Ný heimasíða Metan hf - full af fróðleik um flotta framtíð
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.9.2010 kl. 02:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Sæll Einar
Veist þú hvað eða hvort stjórnvöld eru að vinna í þessum málum? Hafa þau kannski takmarkaðan áhuga á að Ísland framleiði nær allt sitt eldsneyti sjálft?
Þegar maður hugsar um hversu gífurleg verðmæti eru fólgin í því að geta gert þetta með auðveldum hætti og sú athygli sem verkefnið vekti um alla jörð, er einfaldlega stórskrýtið ef stjórnvöld gera þetta ekki að forgangsmáli.
Hvernig er því háttað með smurolíu og efni hverskonar, er möguleiki á að framleiða slíkt á hagkvæman hátt úr innlendu hráefni? (lýsi,dýra eða jurtafitu t.d)
Dingli, 10.9.2010 kl. 17:22
Takk Dingli. Síðustu þrjá daga hef ég setið ráðstefnu um sjálfblrar samgöngur , Driving Sustainability, sem haldin var í fjórað sinn hér á landi. Ég mum blogga um efni ráðstefnunnar á komandi dögum en hún var að vanda mjög fræðandi og gagnleg um margt.
Í stuttu máli er mikils að vænta á komandi vikum og mánuðum á vettvangi metanvæðingar í samgöngum landsins sem ég mun gera skil í bloggi mínu. Ég get þó staðfest það hér að hugmynd sú sem kynnt var í gloggi mínu hér er komin í jákvæð vinnslu hjá fjármálafyrirtækjum og frétta að vænta fljótlega sem skipt geta miklu máli fyrir fjölda einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Beðið hefur verið eftir dómi Hæstaréttar varðandi bílalánin. Nú liggur hann fyrir og því ljóst með hvaða hætti metanvæðingin og uppfærsla bíla getur hjálpað til við að auka lífsgæði í landinu.
Einar Vilhjálmsson, 19.9.2010 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.