Og þegar stjórnvöld treysta sér til að nálgast málaflokk orkukerfisskipta í samgöngum með öðru en meintu hlutleysi getum við enn frekar knúið hjól atvinnulífsins og lagt þungt lóð á vogaskál endurreisnarinnar.
Við Íslendingar erum í einstakri aðstöðu til að viðhafa hagfelld og umhverfisvæn orkurekfisskipti með mesta ávinningi sem völ er á - með metanvæðingu í landinu. Við eigum íslenskt nútíma-metan í hæsta gæðaflokki og svo mikið að við brennum á báli daglega um 90% af framleiðslu okkar - svo nemur milljónum lítra af bernsíni á ári m.v. orkujafngildi. Fátæk þjóð hvað? Þekking til að stórauka framleiðsluna er einnig til staðar - nóg til.
Metanvæðingin í landinu er í mikilli sókn í dag og ljóst að á þessu ári tvöfaldast fjöldi ökutækja sem nýtir metan eldsneyti í akstri á höfuðborgarsvæðinu.Ekki kæmi á óvart þótt hátt á annað þúsund metan/bensínbíla verði í landinu í lok næsta árs þótt stjórnvöld nálgist málaflokkinn áfram með meintum hlutlausum hætti.
Hraðari framganga gæti þó skapað mun meiri ávinning fyrir okkar samfélag í endurreisninni. Með samtakamætti getum við lyft grettistaki á grundum gatna til hagsbóta fyrir almenning, umhverfið, ríkið og komandi kynslóðir.
Fjármagnið er til, það er þegar að skipta um hendur fyrir innflutt eldsneyti. Þar að auki eru bankar fullir af fjármagni sem getur nýst til þarfari og ábatasamari verkefna en láta Seðlabanka Íslands ávaxta það. Opinber viðurkenning á erindi metanvæðingar við íslenska þjóð og stefnumiðuð spor í þá átt kostar ríkið ekki mikið. Öðru nær, þau geta auka verðmætasköpun ríkisins. Viðurkenningin stjórnvalda leysir úr læðingi fjármagn án hlutverks sem skapar störf, sparar gjaldeyri, lækkar samgöngukostnað almennings og skapar mesta hlutfallslega umhverfislega ávinning sem unnt er að skapa í samgöngum þjóðarinnar.
Uppfærsla á núverandi bílaflota okkar Íslendinga leiðir för metanvæðingarinnar í dag en eins og fjallað er um reglulega á fréttaveitu Metan hf eykst framboð á nýjum metan/bensínbílum hratt í heiminum og ljóst að framboð af öllum gerðum verður mikið þegar sala á nýjum bílum fer að glæðast almennt í landinu. Á næstu misserum gætu allir bílasalar í landinu boðið upp á metan/bensínbíla ef því er að skipta.
Mikilvægi sjálfbærni um orkuöflun til samgangna er að renna upp fyrir almenningi og stjórnvöldum sem aldrei fyrr. Það er að renna upp fyrir almenningi og ráðamönnum um allan heim hversu dýrmætt það er fyrir þjóðir að geta í stórauknum mæli tryggt samgöngu-og orkuöryggi sitt með fjölbreytilegri nýtingu á innlendu eldsneyti. Og að nútíma-metan eldsneyti sé ,,gull allra eldsneyta til vélknúinna samgangna".
Halló, við höfum engu að tapa , allt að vinna, fjármagnið er til og er í umferð í samfélaginu. Dreifikerfið getur byggst upp hratt með sjálfbæru fjármagnsflæði ef því er að skipta. Fjárfesting í metanvæðingu á Íslandi fær lægsta áhættumat sem völ er á. Sérhver bensínbíll í landinu getur gengið fyrir íslensku nútíma-metani eftir eins dags uppfærsluvinnu sem kostar um 120 þúsund í gjaldeyri - með nokkurra mánaða notkun á metan eldsneyti í stað bensíns gjaldeyrisjafnast uppfærslukostnaðurinn að jafnaði. Og bíleigandinn eignast val um að aka á metani eða bensíni - áfram fullt ferðafrelsi, reyndar aukið ef eitthvað er.
Halló, núverandi bílafloti mun gera tilkall til yfir 200 milljarða í gjaldeyri vegna innflutnings á eldsneyti á fyrirsjáanlegum líftíma sínum verði hann ekki uppfærður- eigum við þann gjaldeyrir? Halló, þurfum við ekki að greiða 100 milljarða í gjaldeyri í vaxtagreiðslur af erlendum lánum árlega á næstu árum - eigum við þann gjaldeyrir ? Halló, við búum við gjaldeyrishöft en samt þykir gott ef vöruskiptajöfnuður okkar nær að nema 100 milljörðum á ári. Halló, gjaldeyrissparnaður metanvæðingarinnar, einn og sér, nægir til þess að ávinningur metanvæðingarinnar sé opinberlega viðurkenndur og stefnan kunngerð. Halló ....
Sjá fréttaveitu Metan hf : www.metan.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.8.2010 kl. 12:21 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Catch 22...
Syst (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 18:52
Takk fyrir - mikið rétt, átti við ansi lengi.
Einar Vilhjálmsson, 16.8.2010 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.