Allt í einni vegferð - tekjur til ríkisins, gjaldeyrissparnaður, atvinnusköpun, sjálfbærni, samgönguöryggi, hagfeldara ferðafrelsi og umhverfislegur ávinningur

Inngangur:  Erfið stað okkar Íslendinga er þjóðinni og heimsbyggðinni kunn. Við fordæmalausar aðstæður hefur þjóðinni lánast að komast hjá því að íslenskt efnahagslíf skorðist á bakinu á milli þúfna fyrir varginn að nálgast að vild. Ógnin er ekki yfirstaðin þótt tekist hafi um margt að stemma stigu við aðsteðjandi vá. Áskorun okkar Íslendinga á komandi misserum og árum mun m.a. felast í að auka framleiðslu í landinu og draga úr þörf þjóðarinnar fyrir innfluttan varning. Gjaldeyrissparnaður og aukin framleiðsla í landinu er forsenda endurreisnar og hagsældar í landinu.

Þjóðin mun takast á við fordæmilausa áskorum á komandi misserum og árum. Sú áskorun mun birtast okkur á margvíslegan hátt og kalla á samtakamátt þjóðarinnar í verki ef vel á að takast. Verkefnin verða mörg. Vegferðin getur styrkt okkur sem þjóð og tryggt áreiðanlegri grundvöll til uppbyggingar á íslensku samfélagi en nokkru sinni í sögu okkar unga lýðveldis. Sjálfbærni þjóðar skapar máttarstólpa til uppbyggingar á áreiðanlegu samfélagi. Aukin sjálfbærni um framleiðslu á efni og búnaði sem hagfelldar samgöngur geta grundvallast á er eftirsóknarverð. Og svo mjög að út um allan heim er vitundarvakning búin að eiga sér stað í þeim efnum.

Á vettvangi orkukerfisskipta í samgöngum stöndum við Íslendingar einstaklega vel og í raun með allt til reiðu. Við getum hratt og örugglega nýta í stórauknum mæli eitt best geymda leyndarmál í orkuskiptasögu heimsins í samgöngum, nútíma-metan eldsneyti. Um tíu ára skeið hefur þróun á framleiðslu á íslensku nútíma-metani átt sér stað í landinu og svo komið að við framleiðum eldsneytið í allra hæsta gæðaflokki og getum stóraukið hana.

Þökk sé frumkvöðlastarfi forsvarsmanna sorphirðumála á stór-Reykjavíkursvæðinu framleiðum við í dag umhverfisvænt ökutækjaeldsneyti í magni sem nemur milljónum lítra m.v. orkujafngildi bensíns. Já, nú er svo komið að Öskubuskuævintýri samgöngusögunnar hefur almennt verið viðurkennt og notkun á metan eldsneyti í stórsókn um allan heim. Við Íslendingar erum mun ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir í þessum efnum enda þekking og geta til staða til að stórauka framleiðsluna og notkunina með miklum og margþættum ávinningi fyrir íslenskt samfélag. Og við getum aukið notkunina og ávinning samfélagsins með fljúgandi starti á næstu misserum þar sem við brennum framleiðslu okkar á báli að stærstum hluta í dag.

Ég held áfram í næsta bloggi.

Á grundum gatna getur íslenska þjóðin skapað einstakt fordæmi um hvað hægt er að gera með samtakamætti. Já, ég veit og skil að það getur verið erfitt og sáraukafullt að skipta um skoðun og draumsýn ef hún byggir öðru fremur á huglægu mati, von, tilfinningu, tísku og smekk. Ég hef sannreynt það á eigin skinni í málaflokknum með afar fjölbreytilegum hætti frá þeim sem nálgun mín snertir óþægilega með einum eða öðrum hætti.

Ný heimasíða Metan hf. : www.metan.is

Öryggi metans - sjá hér:
Hráefni til metanframleiðslu - sjá hér
Metanbílar í boði- sjá hér
Breyting á bílnum þínum (uppfærsla) - sjá hér
Reiknivél-ávinningur - sjá hér
Umhverfislegur ávinningur - sjá hér

Varst þú búinn að sjá skjalið um það hvernig þú getur uppfært bílinn þinn og lækkað eldsneytiskostnað þinn án þess að greiða fyrir uppfærsluna beint ? Ég get sent þér útfærsluna - sendu mér póst eða settu netfangið þitt í athugasemd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona tímamótamálefni nær illa eyrum fólks sem alla daga er í uppnámi og rífur hár sitt í pólitísku hatursástandi.

Árni Gunnarsson, 14.8.2010 kl. 22:40

2 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Takk Árni. Mikið rétt, það er á brattan að sækja hvert sem litið er, en við erum að tala um mismunandi flatt landslag. Innlit hafa verið með ólíkindum mörg á bloggið um orkukerfisskiptin þótt ég hafi verið að blogga um ,,leiðinlegt málefni". Loftið (metamið) hefur náð að hola steininn á mikilvægum stöðum og ljóst að áhrifavaldar um leiðarval til orkukerfisskipta í samgöngum vita að stærsta leyndarálið í málaflokknum fyrir nokrum misserum er það ekki lengur - þjóði þekkir orðið valkostina.  

Blogg komandi daga mun höfða nærtækar til almennings - þúsundi einstaklinga sem eru hlekkjaðir við óþarfasta þjón sinn í bílastæðinu. Bíl tvö ef ekki eitt sem er að sliga fjölskyldur fjárhagslega hafi annað ekki þegar gert það. Allt um það hér og nú.  Á vegferð okkar eigum við fjóra valkosti. Að gera meira af einhverju, minna af einhverju, hætta einhverju eða byrja á einhverjum. Ferðalag hefst með einu skrefi. Takk fyrir innlitið og textann þinn - hann réttlætir bloggið mitt.

Einar Vilhjálmsson, 15.8.2010 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband