Fimm nýjar tegundir metan/bensínbíla kynntar frá einum framleiðanda í þessum mánuði - skilaboð um stóraukna metanvæðingu geta vart verið skýrari.

Fréttin endurspeglar þá þróun sem er að eiga sér stað um allan heim í orkukerfisskiptum í samgöngum. Mikilvægi sjálfbærni um orkuöflun til samgangna er að renna upp fyrir almenningi og stjórnvöldum um allan heim sem aldrei fyrr. Það er að renna upp fyrir almenningi og ráðamönnum um allan heim  hversu dýrmætt það er fyrir þjóðir að geta í stórauknum mæli tryggt samgöngu-og orkuöryggi sitt með nýtingu á innlendu eldsneyti.

Umhverfissjónarmið hafa um langt skeið leitt vagninn í baráttunni fyrir umhverfismildari vélknúnum samgöngum.  Í þeirri umræðu hefur með ólíkindum þótt hversu vel hefur tekist í heimsþorpinu að halda afgerandi ávinningi metanvæðingarinnar leyndum.  Enda er það svo að metanvæðing í samgöngum er framkvæmanlega  fyrir þjóðir heims með aðgerðarhæfum og hagfelldum hætti og samhliða mesta hlutfallslega umhverfislega ávinningi sem völ er á.

Almennur skilningur þjóða hefur aukist, um mikilvægi orkuöryggis, orkusjálfstæðis og sjálfbærni um orkuöflun og flett hulunni af best geymda leyndarmáli orkuskiptasögunnar í samgöngum- ávinning metanvæðingarinnar. Um allan heim er vítahringurinn (,, catch-21‘‘) að rofna - að dreifikerfið batni ekki fyrr en framboð og notkun bíla aukist og að bílum fjölgi ekki fyrr en dreifikerfið batni.

Bílaframleiðendur sjá hvað er að gerast á markaðnum og svara kalli í stórum stíl. Flestir bílaframleiðendur heims framleiða bíla í dag með tvíbrennivél - metan/bensínvél. Bílarnir ganga fyrir metani sé það til staðar en ella geta þeir gengið fyrir bensíni eins og áður - ferðafrelsi því meira ef eitthvað er.

Metan/bensínbílar kosta nánast það sama frá framleiðanda og bensínbílar sömu gerðar og minna fyrir almenning og henta því sérlega vel á svæðum þar sem dreifikerfi fyrir metan er að byggjast upp eins og á Íslandi. Almenningur hefur engu að tapa með vali á slíkum bílum, enda kosta metan/bensínbílar minna hjá umboðunum vegna niðurfellingar gjalda sökum umhverfislegs ávinnings. Og svo kosta þeir mun minna í rekstri og veita meira ferðafrelsi en bensínbíll sem eingöngu getur gengið fyrir bensíni. Vítahringurinn hefur verið rofinn og uppbygging á orku-og samgönguöryggi þjóða er hafin um allan heim.

Við Íslendingar erum í einstakri stöðu til að viðhafa hratt hagfelld og umhverfisvæn orkurekfisskipti með stóraukinni metanvæðingu í landinu.  Við eigum íslenskt nútíma-metan í hæsta gæðaflokki og svo mikið að við brennum á báli daglega um 90% af framleiðslu okkar.  Metanvæðingin í landinu er í mikilli sókn í dag og ljóst að á þessu ári tvöfaldast fjöldi ökutækja sem nýtir metan eldsneyti í akstri á höfuðborgarsvæðinu. Ekki kæmi á óvart þótt hátt á annað þúsund  metan/bensínbíla verði í landinu í lok næsta árs. Uppfærsla á núverandi bílaflota okkar Íslendinga leiðir för metanvæðingarinnar í dag en eins og fréttin að ofan vísar til verður framboð nýrra metan/bensínbíla mikið þegar sala á bílum fer að glæðast almennt að nýju í landinu. Aðrir bílaframleiðendur í heiminum eru einnig að stórauka framboð sitt. Hekla, Askja og Sparibílar leiða vagninn meðal bílasala sem bjóða upp á metan/bensínbíla á Íslandi í dag.

Umræða um bætt dreifikerfi á Íslandi og aukna framleiðslu á íslensku metani er hafin fyrir gott löngu.  Metanvæðing í samgöngum okkar Íslendinga er á grænni grein í dag, næstu árin og á þessari öld.

Sjá frétt á Metan hf : www.metan.is


Sjá myndir af nýju Suzuki bílunum sem eru í boði með metan/bensínvél (CNG).
Athugið að skammstöfunin CNG standur fyrir ,,Compressed Natural Gas'' eða metan eldsneyti þar sem jarðgas inniheldur metan.

Alto CNG (metan/bensín):  http://www.priceindia.in/car/maruti-alto-cng-price/
Estilo CNG (metan/bensín):  http://www.marutisuzukiestilo.com/price.aspx
SX4 CNG (metan/bensín):  http://www.marutisx4.com/
WagonR CNG ( metan/bensín):  http://www.marutiwagonr.com/
Eeco CNG ( metan/bensín): http://marutisuzukieeco.in/


Ný heimasíða Metan hf-  www.metan.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband