5.8.2010 | 21:14
Borgarstjórinn er ekki sem verstur - byrjar á að varpa ljósi á íslenskt vísindasamstarf í samgöngum.
Já, næstu þrjá mánuðina varpar borgarstjórinn ljósi á einstakt frumkvöðlastarf okkar Íslendinga við þróun á valkosti til orkukerfisskipta í samgöngum á þessari öld. Staða vetnisvæðingar í heiminum er stödd á þeim stað að hér á landi er saman kominn stærsti vetnisbílafloti Evrópu, 20-30 ökutæki. Sú staðreynd er gleðileg um margt og mikilvægt að hlúa áfram að því frumkvöðlastarfi sem okkar vísindamenn hafa tekið þátt í að þróa þótt áratugir kunni að líða þar til vetnisvæðing í samgöngum eigi almennt erindi við almenning í heimsþorpinu og á Íslandi.
Eftir þrjá mánuði geri ég ráð fyrir að borgarstjórinn velji sér það flottasta og besta vélknúna ökutæki sem unnt er að velja í heimsþorpinu - ökutæki sem gengur fyrir nútíma-metani. Íslensku metani sem borgarstjórinn og borgarbúar eiga í stórum stíl og unnt er að nýta á allar gerði bíla. Úrval bíla er mikið enda fjölgar metanbílum í umferð í heiminum um 2.5 milljónir ökutækja á ári um þessar mundir.
Hér erum við komin að einum þætti sem mikilvægt er fyrir okkar fámennu þjóð að halda til haga í umræðu um orkukerfisskipti í samgöngum. Þróunarvinna á ýmsum sviðum er afar mikilvæg þótt ekki sé fyrirsjáanlegt að hún skili umtalsverðu hagfeldu notagildi á næstu árum eða áratugum.
Þróunarvinnan og þær vonir sem bundnar eru við hana mega þó ekki verða til þess að tækifæri í hendi til úrbóta og framfara verði vannýtt.
Okkar fámenna þjóð hefur úr afar takmörkuðum gæðum að spila þótt um góðæri væri að ræða. Í dag og næstu misserin er þó enn brýnna en áður að við náum að sameinast um farsæla nýtingu á þeim gæðum sem þjóðin hefur í hendi sér að geta nýtt með miklum ávinningi. Og ekki hvað síst ef nýtingin á erindi við þjóðina til framtíðar litið einnig.
Allir málsmetandi aðilar sem tjáð sig hafa um framtíðarhorfur í samgöngum þjóðarinnar á þessari öld sjá fyrir sér stóraukna framleiðslu og notkun á íslensku metani í samgöngum enda metanvæðingin hafin hér á landi og er í mikilli sókn um allan heim.
Geta til stóraukinnar metanvæðingar er til staðar á Íslandi í dag með mesta ávinningi fyrir almenning, umhverfið og þjóðarbúið sem völ er á í samgöngum bílaflotans.
Sá sem bendir á þá augljósu staðreynd hefur ekkert á móti öðrum valkostum sem vonir standa til að reynist hagfelldir í framtíðinni einnig.
Við megum ekki láta vonarsýn um eina framtíðarþróun hindra okkur í að nýta þann þróaða framtíðarvalkost sem við höfum í hendi. Sá valkostur sem blasir við okkur og um allan heim er stóraukin metanvæðing í samgöngum.
Nú haga svo til að borgarstjórinn okkar er æðsti fulltrúi stærsta óbeina eigandans að metanframleiðslu í landinu. Borgarbúar eiga sem sé að stærstum hluta það ,,gull allra eldsneyta sem heimsbyggðin er í óða önn að auka framleiðslu og nýtingu á í samgöngum - nútíma-metan eldsneyti.
Nú er það svo, að það er til svo mikið af nútíma-metani fyrir borgarbúa að nýta í dag að við þurfum að brenna á báli daglega um 90% af framleiðslunni. Já, frekar óheppileg staðreynd, en þetta fer að breytast. Vopn sundurlyndisfjandans hafa lítið þróast í aldanna rás og duga lítið þegar spjóti er beint hnitmiðað að honum.
Ég fagna því að borgarstjóri hafi varpað ljósi á vísindalegt frumkvöðlasamstarf sem við Íselndingar erum aðilar að. Og er alveg sannfærður um að borgarstjórinn finni sér töffara allra tíma til að aka á, eftir þrjá mánuði. Já, að hann ferðist um á bíl sem gengur fyrir hans eigin 125-130 oktana nútíma-metan eldsneyti og skapi samhliða mesta fjárhagslega og umhverfislega ávinning sem hann getur skapa fyrir Reykjavíkurborg og þjóðarbúið miðað við notkun á sambærilegu vélknúinu ökutæki á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar svo er komið getur enginn borgarstjóri í heiminum toppað Jón Gnarr þegar kemur að mati á heildrænum umhverfisáhrifum vegna akstur á sambærilegu vélknúnu ökutæki í höfuðborg - sú staðreynd rýmar vel við besta þetta og besta hitt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.8.2010 kl. 12:41 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.