Bandaríkjaþing styrkir metanvæðingu í samgöngum með nýju frumvarpi og sendir skýr skilaboð.

Talsmaður í öldungadeildar bandaríkjaþings, Harry Reid´s , áréttar að með nýju frumvarpi til laga sé stigið mikilvægt spor á þeirri vegferð að  draga úr olíunotkun í Bandaríkjunum og hraða metanvæðingu í landinu.  Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verja allt að 444 milljörðum króna¹  til niðurgreiðslu á kaupum einstaklinga og fyrirtækja á ökutækjum sem nýtt geta metan eldsneyti. Og einnig gert ráð fyrir að styrkja uppbyggingu á dreifikerfi um 58,5 milljarða.

Jafnframt er í þessum áfanga fyrirhugað að veita hagstæð opinber lán að upphæð 234 milljarða króna
² svo hraða megi framgöngu metanvæðingar í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum gera menn sér grein fyrir því að markaðsöflunum hugnast ekki alltaf það sem þjóð er fyrir bestu að viðhafa á verjum tíma og þar veigra menn sér ekki við að afla upplýsinga, greina þær, taka afstöðu, vísa veginn og fara hann sjálfir.    

Að sögn  Rich Kolodziej, forseta  NGVAmerica ( NGV - natural gas vehicle) munu lánveitingar frá hinu opinbera, eins og lagt er til í frumvarpinu, skipta sköpum við að hraða metanvæðingu í landinu og styrkja Bandaríkin í að verða leiðandi í heiminum á sviði metanvæðingar. Ökutæki sem nýtt geta metan eldsneyti eru til af öllum gerðum í Bandaríkjunum í dag - fólksbílar, sendibílar og stærri flutningabílar. Að hans sögn eykst eftirspurn eftir metani stöðugt og framboð ökutækja einnig. Kolodziej telur að frumvarpið muni hafa mikil áhrif á hvort tveggja og ekki síst á framboð ökutækja.  

 Sjá nánar frétt: www.metan.is

Viðauki við frétt:

0209CT_Outlook-1b1.  Fjárhæðin 3,8 billion USD  =  3,8 milljarðar USD samsvarar um 444 milljörðum kr  (m.v. gengi í dag).Ef við miðum við höfðatölu í USA ( 310 milljónir) og á Íslandi ( 320 þúsund) samsvarar þessi upphæð því að íslenska ríkið skapaði fjárhagslegan hvata  fyrir almenning til kaupa á metanbílum sem samsvarar um 460 milljónunum króna.  Í dag eru metanbílar undanþegnir vörugjaldi og því má segja að íslensk stjórnvöld hafi þegar mætt óskum um hagfelldari kaup á umhverfismildari ökutækjum. 

Gefur okkur , þegar bílkaup fara að aukast að nýju, að kjör fólksbílli kosti þjóðarbúið um 1,5 milljónir í gjaldeyri á hafnarbakkanum og beri öllu jafnan 30% vörugjald sem rennur til ríkisins og 25,5% virðisaukaskatt sem rennur að hluta til ríkisins ( mismunur á inn-og útskatti).  Og gefum okkur jafnframt að bílasalar þurfi svipaða krónutölu fyrir seldan bíl í framlegð til að geta rekið sig, óháð vörugjaldi. Miðað við höfðatölu og ofangreindar forsendur  getum við  áætlað að framlag Bandaríkjaþings að þessu sinni til að hvetja til kaupa á metanbílum þar í landi, samsvari hlutfallslega upphæð á Íslandi sem nemur eftirgjöf íslenska ríkisins á vörugjaldi fyrir um 1000 metanbíla. Að ofansögðu má gera ráð fyrir  að kostnaður almennings sé um 3 milljónir kr á bíla að meðaltali ( dreifing 2-4 milljónir).

 Nú er reyndar svo að sambærilegt vörugjald ekki lagt á bíla í Bandaríkjunum en þó um breytingu á fjárstreymi ríkjanna að ræða sem bera má saman með þessum hætti til gamans. Ef íslenska ríkið gefur einnig eftir innheimtu virðisaukaskatts á umhverfismildum ökutækjum fækkar bílum sem ofangreind fjárhæð getur nýst til að niðurgreiða.  Og jafnframt, ef hinir meintu umhverfismildu bílar kosta meira í innkaupum en sem nemur 1,5 milljónum (á hafnarbakkanum)  fækkar enn frekar þeim ökutækjum sem taka má í notkun með ráðstöfun á ofangreindu opinberu fé.  Rétt er þó að minna á að umrætt frumvarp er sniðið sérstaklega að aukinni metanvæðingu í Bandaríkjunum en ekki öðrum meintum umhverfismildum samgöngumáta þar í landi.

2. Hagstæð opinber lán: Eins og fram kemur í fréttinni telja menn að lánafyrirgreiðsla frumvarpsins muni hraða framgöngu metanvæðingarinnar umtalsvert í Bandaríkjunum en hér er um að ræða upphæð sem nemur allt að 234 milljörðum króna í þessum áfanga ( m.v. gengi í dag) . Eða við íslenskar aðstæður miðað við fyrrnefnt höfðatöluviðmið um 240 milljónum í hagstæð opinber lán- þolinmótt fjármagn.

 Þótt ekki næmi hærri lánsupphæð frá hinu opinbera á Ísandi, en hér um ræðir, mætti aldeilis skapa mikinn og margþættan ávinning fyrir íslenskt samfélag á vettvangi metanvæðingarinnar. Enda gæfi slík fyrirgreiðsla vísbendingu um opinbera viðurkenningu á augljósu erindi metanvæðingarinnar við almenning í landinu og næði að leysa úr læðingi fjármagn sem blundar án hlutverks í íslensku samfélagi í dag - fjármagn sem blundar í óvissu og ótta um hvert íslenskt samfélag og stjórnvöld eru að stefna á grundum gatna.

Til vísbendingar um tjón sem óvissan getur mögulega orsakað mætti nefna að við Íslendingar nýtum í dag aðeins um 10% af framleiðslu okkar á nútíma-metani, gulli allra orkugjafa til vélknúinna samgangna í umhverfislegu tilliti. Viðurkenning stjórnvalda í verki um afgerandi ávinningi metanvæðingar í landinu getur sannarlega lagt grunn að hagsæld í landinu með aukinni framleiðslu og gjaldeyrissparnaði sem skipt getu sköpum við endurreisn íslensk samfélags. Virkjun á blundandi fjármagni getur skipt sköpum. 

Ps. Ef einher hefur áhuga á að heyra í Harry Reid og spyrja kollega sinn, hvers vegna svona margir bandarískir þingmenn telji að stóraukin metanvæðingin blasa við í samgöngum Bandaríkjanna og í heiminum, má nálgast upplýsingar um Harry- hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband