Afgerandi skilaboð um stóraukna metanvæðingu í Bandaríkjunum og þar með í heiminum.

Þátttakendur og gestir á ráðstefnum  um orkukerfisskipti í samgöngum og EXPO 2010 hafa sent frá sér afgerandi skilaboð um stóraukna metanvæðingu í samgöngum . Skipuleggjendurnir,  The Alternative Fuel Vehicle  Institute, gerðu kannanir meðal gesta á samkomum sínum þar sem spurt var m.a. um áform og/eða aðgerðir fyrirtækja til að milda umhverfisáhrif frá samgöngum. Niðurstaðan var afgerandi, 89%  fyrirtækja hafa skilgreint það sem forgangsverkefni að endurnýja bílaflota sinn þannig að ekki verði stuðst við bensín eða dísilolíu. Könnunin leiddi einnig í ljós að tilskipun og aðkoma stjórnvalda að málaflokknum væri sá aflvaki sem öðru fremur hefði haft áhrif á hraða orkukerfisskipta.  

Breakdown_by_Fuel_Type_web_small

Skoðanakönnunin leiddi í ljós að meðal þeirra sjö valkosta sem nefndir voru til umhverfismildari samgangna reyndist svarhlutfall um metanvæðingu  langstærst eða um 61% stærra en sá valkostur sem næstur kom.  Alls 34% svarenda nefndu metanvæðingu bílaflotans (e. natural gas)  sem forgangsverkefni hjá sér en þar á eftir kom tvinnbílavæðing ( rafmagn/jarðefnaeldsneyti) sem  21% svarenda nefndi (e.hybrids).  Af öðrum valkostum nefndu 13% svarenda etanól (e. ethanol) , 9% própan, 9% lífdísil ( e. biodisil) , 9% rafbíla með tengli  (e. electric/plug-in) og 5% hreinsaða dísilolíu( e. clean diesel).

Þýdd og endursögð frétt - www.metan.is



Viðauki við frétt:

Könnun þessi veitir afgerandi vísbendingu um þróun mála í samgöngum í Bandaríkjunum og í heimsþorpinu enda hefur eftirspurn í Bandaríkjunum  áhrif um allan heim. Þegar Bandaríkjamenn ræða um metanvæðingu í samgöngum horfa þeir í dag að stærstum hluta til metan ökutækjaeldsneytis sem unnið er úr jarðgasi. Slíkt metan eldsneyti mætti kalla fyrritíma-metan þar sem það er myndað úr lífrænu efni sem var á yfirborði jarðar í fortíðinni.  Samkvæmt NAS-skýrslunni sem út kom í október 2009, þar sem samanburður  er gerður á lífferilsgreiningu á heildrænum umhverfisáhrifum vélknúinna samgöngutækja og orkukerfa þeirra, kemur metanvæðingin hlutfallslega mjög vel út þótt um fyrritíma-metan eldsneyti sé að ræða. 

Íslenskt metan mætti, hins vegar, nefna nútíma-metan þar sem það er unnið úr lífrænu efni á yfirborði jarðar í dag.  Enginn faglegur ágreiningur er um þann mikla hlutfallslega ávinning sem notkun á íslensku metani hefur fram yfir allra aðra valkosti til vélknúinna samgangna utandyra.  Spyrja mætti hvers vegna nútíma-metan sé ekki nefnt sérstaklega þegar horft er til umhverfismildra orkukerfisskipta í samgöngum í Bandaríkjunum.  Svarið liggur meðal annar í því að hlutfallslegur umhverfislegur ávinningur af því að nota fyrritíma-metan er það mikill í samanburði við aðra valkosti sem þjónað geta þörfum almennings og fyrirtækja í Bandaríkjunum, hratt og örugglega. Bandaríkjamenn búa jafnframt ekki yfir sömu aðstöðu og getu til að framleiða nútíma-metan eldsneyti í magni  sem annað getur á stuttum tíma þörfum stórs hluta af bílaflota landsins eins og við Íslendingar gætum gert yfir ef því er að skipta.

Rétt er að geta þess að ökutæki sem nýtt getur metan eldsneyti í akstri gerir engan greinamun á því hvort um sé að ræða fyrritíma-metan eða nútíma-metan. Við Íslendingar erum ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir á þessu sviði.  Öllum er þó að verða það ljóst.


Ný heimasíða metan hf : www.metan.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband