Meginmál í samgöngum: ORKU-KERFIS-SKIPTI- ekki bara orkuskipti.

Í umræðu um umhverfismildari  og hagfelldari  vélknúnar samgöngur er mikilvægt að huga að ORKUKERFI samgönguvalkosta. Orkukerfi rafbíla samanstendur að stærstum hluta af rafhlöðu + rafmagni. Ef einhverjum finnst flókið að eiga val um að aka á metani á þessari öld ætti sá hinn sami að hugsa til þess óhagræðis og gríðarlega kostnaðar sem felst í að þjónusta margar útgáfur orkukerfa fyrir rafbíla.  

Að bestu manna yfirsýn er alsendis óvíst hvort og hvenær samkeppni muni skapast um framleiðslu á stöðluðum rafhlöðum sem nýtanlegar eru á hvaða rafbíl sem er. Og þannig að ábyrgðir framleiðenda á rafmótorum og öðrum búnaði gilda óháð rafhlöðuframleiðanda.  Með auknu framboði á tilrauna-rafbílum á næstu áratugum sjá menn fyrir sér mikla fjölgun ORKUKERFA í samgöngum. Ef tilraunaverkefni rafvæðingar ná einhverri útbreiðslu áður en staðlar og reglugerðir um samnýtingu á rafhlöðum ná fram að ganga sjá menn fram á gríðarlegt fjárhagslegt  og umhverfislegt óhagræði. 

Skilaboðin frá heimsbyggðinni til okkar Íslendinga eru skýr. Þegar sá tími kemur að rafbíllinn reynist rekstrarlega og þjóðhagslega hagfelldur valkostur , í samanburði við aðra valkosti til samgangna erlendis, skapast forsendur fyrir Íslendinga að huga að rafvæðingu á bílaflota sínum af raunsæi. Fyrr er ávinningur almennings verulega takmarkaður, ef nokkur,  þótt ávinningur fræðasamfélagsins kunni að verða nokkur og mikilvægur.

Hér erum við komin að mikilvægum þætti í okkar íslensku umræðu, um orkukerfisskipti í samgöngum þjóðarinnar, sem mikilvægt er fyrir okkar fámennu þjóð að halda til haga.

Við megum ekki láta vonarsýn um eina framtíðarþróun hindra okkur í að nýta þann þróaða og hagfellda framtíðarvalkost sem við höfum í hendi - hagfeldni metanvæðingarinnar fyrir íslenskt samfélag blasir við og enginn ágreiningur er um að metanvæðingin mun gegna mikilvægu hlutverki við umhverfisvæn orkukerfisskipti í samgöngum á Íslandi á þessari öld eins og erlendis.

Þróunarvinna á sviði vetnis-og rafvæðingar er mikilvæg þótt ekki sé fyrirsjáanlegt að hún skili umtalsverðum heildrænum ávinningi fyrir almenning og umhverfi á næstunni. Vonir sem bundnar eru við tækniþróun framtíðar mega þó alls ekki verða til þess að arðbær og hagfelld tækifæri í hendi til úrbóta og framfara verði vannýtt.

Okkar fámenna þjóð hefur úr afar takmörkuðum gæðum að spila þótt um góðæri væri að ræða. Í dag og næstu misserin er þó enn brýnna en áður að við náum að sameinast um farsæla nýtingu á þeim gæðum sem þjóðin hefur í hendi sér að geta nýtt með miklum ávinningi. Stóraukin metanvæðing í samgöngum er forgangsverkefni sem blasir við í okkar samfélagi næstu misserin og árin ef okkur á að takast að vinna sjálum okkur heillt á grundum gatna.

Allir málsmetandi aðilar sem tjáð sig hafa um framtíðarhorfur í samgöngum þjóðarinnar á þessari öld sjá fyrir sér stóraukna framleiðslu og notkun á íslensku metani. Og þeir hinir sömu vita að stóraukin metanvæðing núverandi bílaflota skapar mesta ávinning sem hægt er að skapa í samgöngum þjóðarinnar miðað við að bílaflotinn verði nýttur hér eftir sem hingað til. Og jafnframt, að geta til stóraukinnar metanvæðingar er til staðar á Íslandi í dag með mesta mögulega ávinningi sem völ er á fyrir almenning, umhverfið og þjóðarbúið.

Sá sem bendir á ofangreinda staðreynd hefur ekkert á móti þróun á öðrum valkostum sem einnig gætu reynst hagfelldir síðar á öldinni.

Við megum ekki láta vonarsýn um eina framtíðarþróun hindra okkur í að nýta þann þróaða og hagfellda framtíðarvalkost sem við höfum í hendi.

Stjórnvöld geta með öruggum hætti unnið þjóðinni heilt með stefnumiðaðri stjórnsýslu sem miðar að því að setja í forgang verkefni til að skapa verðmæti fyrir þjóðina með stóraukinni metanvæðingu í samgöngum á næstu misserum og árum. Og samhliða styðja við  þróun á tækni til nýtingar á vetni og rafmagni.

Umhverfislegur, rekstrarlegur og þjóðhagslegur ávinningur verður að liggja til grundvallar við forgangsröðun áherslna til umhverfisvænna orkukerfisskipta í samgöngum og leiða för. Staða metanvæðingarinnar hefur þróast þannig að sá grundvöllur er til staða í íslensku samfélagi í dag eins og erlendis.

Við Íslendingar töpum engu með að forgangsraða í dag metanvæðingunni í vil - eigum í raun allt að vinna.   

Ný heimasíða Metan hf : www.metan.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Einar, mér finnst þetta bæði jákvætt og fróðlegt blogg hjá þér. Þínu máli til stuðnings má benda á, að metan er talið fjórum sinnum meiri skaðvaldur í andrúmsloftinu en koltvísýringur ? Hvað varðar notkun vetnis er enn drjúgt í land, að sá draumur verði að veruleika,ef ég man rétt ? En umræða um þessi mál eru af hinu góða, og ég þakka þér fyrir gott blogg.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 30.7.2010 kl. 16:12

2 identicon

Takk fyrir þetta Kristján

Með því að safna nútíma-metani (hauggas inniheldur um 57% metan) og nýta orku þess í bílhreyflinum til akstur skapast yfir tuttugufaldur (x21)  umhverfislegu ávinningu í formi minni hlýnunaráhrifa í lofthjúpi jarðar.

Síðan getur þú bætt við þeim unhverfislega ávinningi sem það hefur í för með sér að viðhafa þetta á sama tíma og þú dregur úr brennslu á bensíni eða dísilolíu  - t.d. með því að uppfæra bensínbíl svo hann getir einnig gengið fyrir metani í borginni. 

Já, það er engin furða að talað sé um íslenska nútíma-metani sem ,,gull allra eldsneyta" og orkukerfi sem styður notkun þess sem ,,gull allra orkukerfa" til vélknúinna samgangna. Við Íslendingar erum ríkari en við höfum gert okkur grein fyrir - öllum er að verða það ljóst.

Sjá meira hér: www.metan.is 

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband