28.7.2010 | 14:27
Ný heimasíða Metan hf - vinum metanvæðingar fjölgar hratt
Á sama tíma og sannleikur metanvæðingarinnar er að verða öllum kunnur er að renna upp fyrir mönnum að langt er í að stórfelld rafvæðing í samgöngum þjóðarinnar geti talist tæknilega æskileg eða fjárhagslega og umhverfislega eftirsóknarverð. Helsta viðspyrnu telja menn sig þó geta veitt gegn málstað stóraukinnar metanvæðingar með því að benda á að dreifikerfi fyrir metan kosti sitt. Þeir hinir sömu átta sig þó fljótt á því, með smá rýni í viðskiptamódel og tölur, að kostnaður við dreifikerfi metans er ekki mikill í samanburði við kostnað annarra sambærilegra valkosta til vélknúinna samgangna.
Þetta er fallegur dagurNý heimasíða Metan hf : www.metan.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Stjórnvöld áttu að taka við sér fyrir áratug eða svo, en betra er seint en aldrei. Hvað segir þú um Metanól, er það ekki enn betri kostur?
Dingli, 28.7.2010 kl. 21:45
ffxiv gil final fantasy xiv gold cheap ffxiv gil ffxiv cd key final fantasy xiv game card cheap ffxiv time card ffxiv account ffxiv power leveling cheap ffxiv power leveling ffxiv gold buy ffxiv gil cheap ffxiv gold ff14 cd key final fantasy 14 time card ff14 account ffxiv leveling
aion gold (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 09:48
Takk Dingli - Metanóli er hægt að blanda út í bensín núverandi bílaflota 5-15%. Metan er hægt að nýta 100%. Kostnaður þinn lækkar ekki við að aka á bensíni með 10% metanóli - líklega hækkar hann ef eitthvað er. Á metani aka menn um allan heim með 40-50% lægri eldsneytiskostnað. Umhverfislegur ávinningur af notkun metans er því er einnig augljóslega margfalt meiri enda gæti bensínnotkun núverandi bensínbíls minnkað sem nemur 95-98%.
Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.