Ný heimasíða Metan hf - vinum metanvæðingar fjölgar hratt

Frá því að ég skrifaði síðast um þann mikla og margþætta ávinning sem við Íslendingar getum skapað okkur með stóraukinni  metanvæðingu í samgöngum þjóðarinnar hefur ýmislegt þokast í rétta átt.  Vinum metanvæðingar fjölgar hratt í dag og öllum að verða ljóst  að stóraukin metanvæðing í samgöngum þjóðarinnar er hafin og að hún skapar mesta umhverfislega og fjárhagslega ávinning fyrir þjóðina sem unnt er að skapa hlutfallslega á þjóðvegum landsins.  Og ekki síður eru menn farnir að horfa til báta og skipaflotans í þeim efnum enda hafa frændur okkar Norðmenn sýnt fram á notagildi metans til að knýja báta og stærri ferjur.

Á sama tíma og sannleikur metanvæðingarinnar er að verða öllum kunnur  er að renna upp fyrir mönnum að langt er í að stórfelld rafvæðing í samgöngum þjóðarinnar geti talist tæknilega æskileg eða fjárhagslega og umhverfislega eftirsóknarverð.  Helsta viðspyrnu telja menn sig þó geta veitt gegn málstað stóraukinnar metanvæðingar með því að benda á að dreifikerfi fyrir metan kosti sitt.  Þeir hinir sömu átta sig þó fljótt á því, með smá rýni í viðskiptamódel og tölur, að kostnaður við dreifikerfi metans er ekki mikill í samanburði við kostnað annarra sambærilegra valkosta til vélknúinna samgangna. 

Þetta er fallegur dagur  

Ný heimasíða Metan hf : www.metan.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Stjórnvöld áttu að taka við sér fyrir áratug eða svo, en betra er seint en aldrei. Hvað segir þú um Metanól, er það ekki enn betri kostur?

Dingli, 28.7.2010 kl. 21:45

3 identicon

Takk Dingli - Metanóli er hægt að blanda út í bensín núverandi bílaflota 5-15%. Metan er hægt að nýta 100%. Kostnaður þinn lækkar ekki við að aka á bensíni með 10% metanóli  - líklega hækkar hann ef eitthvað er. Á metani aka menn um allan heim með 40-50% lægri eldsneytiskostnað. Umhverfislegur ávinningur af notkun metans er því er einnig augljóslega margfalt meiri enda gæti bensínnotkun núverandi bensínbíls minnkað sem nemur 95-98%. 

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband