Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2010 - raunhæfa lausnin í samgöngumálum er í startblokkunum.

Við eigum hagfelldan valkost til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum um 250 (Gg) næstu 10 árin og ná markmiðinu  um  750 (Gg) heildarlosun frá samgöngum á árinu 2020. Og án þess að skerða það ferðafrelsi sem við þekkjum í dag. Til að svo megi verða þurfum við að viðhafa orkuskipti  á um 54% af bensín- og dísilbílaflota  landsins næsta áratuginn.  Og aka þess í stað á 132.300 sambærilegum ökutækjum árið 2020 sem ganga að mestu fyrir metan eldsneyti - tvíorkuvélar  metan/bensín. 

Til að ná þessum árangri á næstu 10 árum munum við stórauka framleiðslu okkar á metani og búa okkur jafnframt undir að geta flutt inn metan eldsneyti. Innflutt metan eldsneyti skapar umtalsverðan umhverfislegan ávinning, 40-50%, samanborði við bensín og dísilolíu og tryggir að framboð á metan eldsneyti verður ekki  flöskuháls orkuskiptanna ef því er að skipta- innflutningur á metani kostar okkur einnig mun minna í gjaldeyri en innflutningur á bensíni og dísilolíu.  Með aukinni framleiðslu á íslensku metani  getum við svo markvisst aukið enn frekar umhverfislegan ávinning metanvæðingarinnar og dregið meira úr gjaldeyrisnotkun þjóðarinnar vegna samgangna. Og  samhliða lagt grunn að sjálfbærri atvinnusköpum víða um land og tryggt okkur hlutfallslega umhverfisvænstu vélknúnu samgöngur sem völ er á í heiminum langt inn í þessa öld - náttúru, mannfélagi og samfélagi allt.    

Hvað þurfum við að gera í sumar.
  • Stórauka afköst við að uppfæra bíla - bensínbíla og dísilbíla.: Búnaður til uppfærslu á bíl kostar um 150 þúsund krónur í gjaldeyri þannig að meðalbíllinn nær að skapa nettó gjaldeyrissparnað á einu ári. 
  • Skapa hvata til að auka afköst þeirra sem þegar kunna til verka.
  • Skapa hvata til að auka endurmenntun, fræðslu og þjálfun bifvélavirkja.
  • Með 100 starfsgildum á ári að jafnaði  í 10 ár getum við hæglega uppfært 132.300 bíla.
  • Hér er um að ræða sannkallað þjóðþrifaverkefni.
  • Bæta dreifikerfið nú í sumar - þjóðhagslega hagfelld atvinnusköpun
  • Fjölga flutningsleiðum fyrir metan í jörðu á höfuðborgarsvæðinu í sumar - lítill gjaldeyriskostnaður
  • Fjölga afgreiðslustöðum í sumar - færanlegar afgreiðslueiningar í fyrstu.
  • Skapa hvata  til myndunar á staðbundinni samstöðu ökutækjaeigenda sem réttlætir uppsetningu á færanlegri afgreiðslustöð utan höfuðborgarsvæðisins nú í sumar - leiðir mögulegar sem skapað geta fjárhagslega grundvöll fyrir færanlega metanstöð utan höfuðborgarsvæðisins í sumar.   
  • Hefja framkvæmdir í sumar er miða að því að geta aukið afgreiðslugetu ( framboð) fyrir metan í landinu á næstu árum og áratugum.
  • Ákvarða hvar hagfelldast er að taka við innfluttu metan og geyma í vökvaformi.  Koma niðurstöðum þar um í aðgerðarhæfan búning í sumar.
  • Búa í haginn fyrir stóraukna innanlandsframleiðslu - á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði.
  • Einföld og skýr stefnumörkun um metan orkugjafa til að knýja samgöngur sem kostaðar eru af  almannafé og tímasett aðgerðaráætlun til framkvæmda.
Þetta eru nokkur sannkölluð heillaspor sem við getum stigið á grundum gatna í sumar - já. Það er ansi skemmtilegt til þess að hugsa að hér fara saman allar grunnforsendur hagfelldra breytinga sem unnt er að viðhafa hratt - umhverfislegur ávinningur, rekstrarlegur ávinningur einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja og þjóðhagslegur ávinningur- gjaldeyrissparnaður, atvinnu-og nýsköpun sem veitir okkur svigrúm til að viðhafa markvissa aukningu á sjálfbærri nýtingu á orku - endurnýjanlegu orkukerfi sem eykur enn frekar orkuöryggi þjóðarinnar og fjölbreytni til orkusjálfstæðis komandi kynslóða- já.


Gögn sem hvöttu til smá útreikninga og hugflæðis:

Drög að aðgerðaráætlun í loftslagsmálum 2010


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 ef þú værir að mæla með  raf lest með suðurströndini rvk kef Grindavík Þorlákshöfn og alt til  Hörnafjörður og t.d frá þikvabæ/Hella  yfir sprengisand Ak ,alla þunga flutninga af vegunum/rafvæða þungaflutningana+fólk og bíla inn í lestarnar  þá væri eithvert vit í þessu hjá þér

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 17:59

2 identicon

Takk fyrir þetta Ásgeir.  Ert þú ekki að kasta hér fram sýn sem vert er að gefa gaum og skoða í þaula.

Annars þetta með pistilinn minn þá geri ég ráð fyrir að þú vitir að verðgildi ökutækja í landinu losar um 500 milljarða og að óbreyttu mun núverandi bílafloti kalla á gjaldeyrisnotkun upp á 200-300 milljarða vegna innflutnings á bensíni og dísilolíu með tilheyrandi losunaraukningu á líftíma sínum. Hvernig sér þú fyrir þér að unnt sé að ná markmiðinu um 750 Gg heildarlosun frá samgöngum í lndinu árið 2020 með hagfelldari hætti en ég er að fjalla um. Og að því gefnu að við viljum tryggja sambærilegt ferðafrelsi almennings í landinu og við þekkjum í dag og án þess að almenningur þurfi að greiða meira fyrir það ferðafrelsi en við gerum í dag.

Þú ert ekki einn um að láta þessa framsetningu pirra þig - hún er nefnilega aðgerðarhæf og framkvæamnleg með ávinningi fyrir umhverfið, mannfélagið og samfélagið - slíkt leiðarval hugnast alls ekki öllum.

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 19:29

3 identicon

Sæll Einar, alltaf gaman að lesa pistlana þína.

Hverni litist fólki á að fara austur á Mývatn frá Reykjavík á 6 manna bíl fyrir 2500 kall?

það hef ég gert og satt að segja skil ég ekki hvað það eru fáir metanbíla á götunni.

Kv frá stoltum Multipla eiganda.

Kjartan Havardur Bergthorsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband