Orkuskipti í samgöngum - læt þetta flakka í góðum anda - metanvæðinguna er hagfellt að styðja

Ég tók þátt í rökræðum fyrir skemmstu þar sem saman voru komnir áhrifavaldar um orkuskipti í samgöngum með einum eða öðrum hætti. Umræðan barst að metanvæðingunni og varð lengri en menn ætluðu. Andstaða metanvæðingarinnar gerði vart við sig en metanvæðingin fékkst ekki sleginn af borðinu á forsendum umhverfislegra gilda, ekki heldur út frá rekstrarlegu sjónarmiði gagnvart almenningi í landinu og enn síður sökum þjóðhagslegra hagsmuna.  Á tíma varð umræðan ögn pínleg fyrir þá sem mættu til spjallsins með fodóma og skelltu fram órökstuddri skoðun um ómöguleika sem var ekki til staðar.

Helst þótti einum ná að veita viðspyrnu, gegn því að gera  metanvæðinguna að forgangsverkefni,  með spurningunni um hvað væri hægt að aka mörgum bílum á Íslandi  í dag á metani ?  Ég spurði á móti ,,hvers vegna spyrð þú um það?‘‘  og bætti við ,,hvað villt þú að þeir verði margir eftir eitt ár, eftir eitt Ólympíutímabil (4ár)  eða 10 ár ? ´´ . Eftir óvænt langa þögn bætti ég við að metanvæðingin gæti annað allri getu landsins til að viðhafa orkuskipti í samgöngum næsta áratuginn og þótt þeir væru fleiri. ,,Hvaða vitleysa er þetta, hvernig rökstyður þú það ?‘‘ sagði hann með áherslu. Og þá kom það:

Eru orkuskipti í samgöngum ekki  hvött af þunga af umhverfislegum ástæðum?  Hann, jú. Hlutfallslega umhverfisvæsti vélknúni samgöngumáti sem hægt er að viðhafa í heiminum byggir á  metan/bensínbíl og notkun á metan eldsneyti, erum við ekki sammála um það ?  Ja, jú, ef við erum að tala um lífferilsgreiningu og hlýnunaráhrif á jörðinni. Er eitthvað annað sem skiptir máli umhverfislega séð fyrir Íslendinga?  Nei ekki fyrir Íslendinga. Við erum að tala um Ísland, er það ekki? Jú, jú.

Þá er staðan einfaldlega sú, að við getum blandað okkar einstaka íslenska metani (gulli allra eldsneyta) út í innflutt metan eldsneyti og tryggt alla þá fjölgun, sem við kjósum,  af umhverfisvænstu ökutækjum sem völ er á í heiminum. Og án þess að kosta nokkru til sem heitið getur vegna framleiðslu á metani ? Hvað ert þú að segja, er verið að tala um að flytja inn metan? Nei,  en þetta er svar við spurningunni um hvað hægt er að gera ef því er að skipta? Já, þú ferð ekki að þynna út íslenska metanið með innfluttu metani þegar þú átt nóg af metani hér heima.  Rétt, en þú spurði hvað væri hægt að gera hratt og þið voruð að ræða áðan um mesta mögulega umhverfislega ávinningi sem hægt væri að skapa.

Þið voruð að ræða um það hér áðan að það væri mikill umhverfislegur ávinningur samfara því að blanda metanóli (5-10%) út í bensín og að það sparaði einnig  5-10% af gjaldeyri þjóðarinnar.  Já, en þú sparar ekki gjaldeyri með því að flytja inn metan. Bíddu nú við- Ísland myndi sparar sér um 40%  í gjaldeyrisnotkun  með því að flytja inn metan í stað þess að flytja inn bensín.  Ja, já en þú gleymir því að það þarf að byggja upp rándýrt kerfi til að taka við metaninu og geyma það?  Rándýrt kerfi, hvað heldur þú að það kosti? Heldur þú að það kosti 8 milljarða? Nei, nei en af hverju nefnir þú þessa upphæð?  Bara til gamans þar sem þessi tala er nærri gjaldeyrissparnaði þjóðarinnar á einu ári ef metan væri flutt inn í stað bensíns- 40% af 20 milljörðum sem er gjaldeyrisnotkun þjóðarinnar til innflutnings á bensíni .  Já, en þú átt eftir að byggja upp dreifikerfi fyrir metanið og það er gríðarlega dýrt.

Gríðarlega dýrt, hefur þú skoðað hvað það mætti kosta? Það er flókið að reikna það út. Bíddu nú við, erum við ekki fljótir að fá tilfinningu fyrir því hvað það kostar að gera það ekki?   já, Það þarf að skoða þetta allt saman með hliðsjón af fjölgun ökutækja næstu árin. Já, þá erum við komnir að því sem ég var að ræða um varðandi raunsæja og aðgerðarhæfa tímalínu áður en þú spurðir mig um hvað væri hægt að aka mörgum metanbílum á morgun.

Já, já Einar, þetta er ágætt hjá þér, en þú gleymir því að gjaldeyrissparnaðurinn skapast ekki strax í landinu með aukinni metanvæðingu, það þarf að fækka komu olíuskipa til landsins til að við getum farið að tala um gjaldeyrissparnað.  Þú átt við að það taki tíma að gera sparnaðinn sýnilegan. Veist þú hvað  þarf mörg metan-fólksbíla-ígildi á ári til að fækka komu olíuskipa til landsins? Nei, nei , en það er bara að mörgu að hyggja í þessu öllu saman. Takk fyrir þessa ábendingu ég skal taka þetta saman og blogga um þessar tölur, ég er á mogga-blogginu. Já, ég hef eitthvað heyrt um að þú skrifir þar, ég þarf víst að rjúka takk fyrir þetta. Þakka þér miklu fremur:

Hér koma tölurnar - og þar með er engin vangavelta útistandandi gegn stórfelldri metanvæðingu landsins.

Hámarks bensínbirgðir í landinu gætu annað eftirspurn í 4 mánuði -  hámarks orkuöryggi þjóðarinnar!
Til hagræðingar eru bensínbirgðir í landinu að jafnaði sem nemur eftirspurn í 3-4 vikur  - orkuöryggi í raun!
Fjöldi olíuskip sem koma til landsins  er  ~20 skip/ári  ´´koktelskip“
  • Þar af algengt um 7000 Tonn kg af bensíni. Eðlisþyngd bensíns er um 0,745
  • Í hverju olíuskipi sem kemur til landsins er því um 9,4 milljón lítrar af bensíni.
  • Bensínnotkun meðalfólksbíls á ári: ~ 10L/100km * 13.500 km = 1350 L/ári
  • ERGO:  ~7000 metan-fólksbílaígildi gætu nægt til að fækka komu eins olíuskips til landsins á ári .
  • Fækkun um einn bensínfarm til landsins sparar þjóðarbúinu  0,5-1 milljarð í gjaldeyri.

ÞÁ HÖFUM VIÐ ÞAÐ: Við gætum létt á gjaldeyrisútflæði þjóðarinnar sem nemur  0,5-1 milljarði á ári með orkuskiptum 7000 fólsbíla - með uppfærslu á bensínbílum í metan/bensínbíl. Það kostar aðeins um 100-150 þús. kr í gjaldeyri að uppfæra einn bensínbíl.  Við gætum því með samtakamætti á þessu ári lagt grunn að sparnaði fyrstu milljarðanna í erlendri mynt. Auðvita skapast gríðarlegur ávinningurinn þótt olíuskipum til landsins fækki ekki strax, en þar sem sú nálgun kom upp þá er hér komin tilgáta um mögulegt svar. Svo mikið get ég sagt, að menn töldu að mun fleiri bíla þyrfti til að fækka komu olíuskips um eitt skip á ári -  en það er svo sem ekki stóra málið hvort það taki 2 eða 4 ár að fækka komu skipa og gera viðsnúnig á gjaleyrisflæði þjóðarinnar áþeifanlegan ef um er að ræða varanlegan viðsnúning - já, og sjálfbæran að auki.

 ANNAð-önnur nálgun að ávinningi metanvæðingar: Olíuslys á Íslandsmiðum er ekkert smámál, metan er manninum skaðlaust við innöndun og snertingu og dýralífinu sem mjólk í samanburði við olíu.  Áhættumat vegna olíuflutninga á sjó gæti mögulega batnað um 5% (eitt skip af 20 á ári) með orkuskiptum 7000 fólksbíla yfir á
metan eldsneyti - önnur frábær staðreynd -minni áhætta fyrir lífríkið í sjónum og við strendur landsins ef metnabílum fjölgar.

 Góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein

Gunnar Heiðarsson, 14.3.2010 kl. 08:21

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Einar.Hefur FÍB lagt fram umsögn um metan-væðingu.

Ingvi Rúnar Einarsson, 18.3.2010 kl. 18:04

3 identicon

En er metanið ódýrara í innkaupum m.v. orkuinnihald en bensínið, þegar búið er að taka til að skatta ríkissjóðs, sem leggjast ekki á metanið?

Haukur (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband