10.3.2010 | 12:27
ORKUSKIPTI Í SAMGÖNGUM - að velja vísar til þess að eiga val ?
Nú sem aldrei fyrr þarf íslensk þjóð að skapa samtakamátt um aðgerðarhæfa, raunsæja og hagfelda aðgerðaráætlun til orkuskipta í samgöngum og nýta þau tækifæri sem blasa við öllum nema þeim sem vilja ekki sjá. Tímalína valkosta, sem erindi þykja eiga við þjóðina, þarf að vera áreiðanleg, heiðarleg og aðgerðarhæf. Að bestu manna yfirsýn hefur lengi blasað við, að við Íslendingar eigum að stórauka notkun á íslensku metani í samgöngum,strax í dag, og hætta að brenna á báli í stórum stíl það umhverfisvænsta samgöngueldsneyti sem völ er á. Og samhliða aukinni notkun að stórauka framleiðsluna. Einsýnt þykir að allir aðrir valkostir í samgöngum þjóðarinnar ættu að miðast við þann ávinning sem metanvæðingin á Íslandi getur veitt. Önnur nálgun og framsetning valkosta verður seint ef þá nokkru sinni færð til bókar sem ásetningur um að vinn þjóðinni heilt. Það er dýrmætt hverri sál (þjóðarsál) að eiga frumkvæðið að því að vinna sjálfri sér heilt með réttu vali áður en neyðin varpar ljósi á þá staðreynd að valið er ekkert. Með frumkvæði í tíma varveitis dýrmætur eldmóður sem nýtist vel við að umbreyta hverri raun í jákvæða áskorun.
Augu þjóðarinnar hafa opnast fyrir þeirri staðreynd að á grundum gatna getum við stigið heillaspor sem skapað geta rekstrarlegan, umhverfislegan og þjóðhagslegan ávinning sem um munar í dag og til framtíðar litið. Við blasir tækifæri sem er í hendi, tækifæri sem við getum nýtt strax í dag og tækifæri sem erindi á til framtíðar litið einnig. Við blasir tækifæri til að stórauka metanvæðingar í landinu. Jafnframt, hefur umræðan um rafvæðingu og vetnisvæðingu í samgöngum farið mikinn að undanförnu en þó ekki vegna þess að markaðsboð þeirra valkosta eigi brýnt erindi við landsmenn. Gæta þarf að því að láta slíka umræðu ekki rugla menn í ríminu við stefnumótun þótt ýmsir vænti þess að slíkir valkostir kunni að eiga hagfellt erindi við íslenska þjóð innan fárra áratuga. Hvað varðar metanól, etanól og lífdísil þá eru þar á ferðinni viðfangsefni sem snerta hagsmuni almennings í landinu í mun minna mæli en metanvæðingin sannarlega gerir.
Talsvert hefur gætt á því í umræðunni að tímalína valkosta til orkuskipta hafi í markaðsskini verið færð að þeim ráspunkti sem stórefling metanvæðingar er stödd á í dag. Slík framsetning þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að rugla almenning og stjórnvöld í rýminu og gera stjórnvöldum örðugra að vinna þjóðinni heilt við forgangsröðun og stefnumótun. Í framtíðinni mun hagfeldni rafvæðingar og vetnisvæðingar í samgöngum miðast við hagfeldni frekari metanvæðingar hvað svo sem líður markaðshagsmunum um að miða samanburð við bensín-og dísilbílinn. Ástæðan má öllum vera ljós. Metanbíllinn skapar heildrænan ávinning sem ekkert annað ökutæki stenst samanburð við í dag og að bestu manna yfirsýn til næstu 20 ára litið hið minnsta. Öllum sem rýnt hafa málaflokk orkuskipta í íslenskum samgöngum ber saman um að þáttur metanvæðingar mun vega þungt við heildar orkuskipti í samgöngum þjóðarinnar á þessari öld. Tímalínan athafna og aðgerða blasir við. Metanvæðingin er á rásmarki þjóðarleikvangsins með keflið í hendi. Aðrir valkostir eru í æfingabúðum og mun vonandi skila sér inn á leikvanginn með hætti sem á erindi við almenning innan fárra áratuga.
Fordæmalaus staða þjóðarinnar kallar á fordómalaust viðbragð, fordæmalausar aðgerðir og um margt fordæmalausa aðferðafræði.
Senn mun Íslands umferð batna,
eflist rekstur líf og getan.
Hagur vex á grundum gatna,
gæfusporið íslenskt metan.
Augu þjóðarinnar hafa opnast fyrir þeirri staðreynd að á grundum gatna getum við stigið heillaspor sem skapað geta rekstrarlegan, umhverfislegan og þjóðhagslegan ávinning sem um munar í dag og til framtíðar litið. Við blasir tækifæri sem er í hendi, tækifæri sem við getum nýtt strax í dag og tækifæri sem erindi á til framtíðar litið einnig. Við blasir tækifæri til að stórauka metanvæðingar í landinu. Jafnframt, hefur umræðan um rafvæðingu og vetnisvæðingu í samgöngum farið mikinn að undanförnu en þó ekki vegna þess að markaðsboð þeirra valkosta eigi brýnt erindi við landsmenn. Gæta þarf að því að láta slíka umræðu ekki rugla menn í ríminu við stefnumótun þótt ýmsir vænti þess að slíkir valkostir kunni að eiga hagfellt erindi við íslenska þjóð innan fárra áratuga. Hvað varðar metanól, etanól og lífdísil þá eru þar á ferðinni viðfangsefni sem snerta hagsmuni almennings í landinu í mun minna mæli en metanvæðingin sannarlega gerir.
Talsvert hefur gætt á því í umræðunni að tímalína valkosta til orkuskipta hafi í markaðsskini verið færð að þeim ráspunkti sem stórefling metanvæðingar er stödd á í dag. Slík framsetning þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að rugla almenning og stjórnvöld í rýminu og gera stjórnvöldum örðugra að vinna þjóðinni heilt við forgangsröðun og stefnumótun. Í framtíðinni mun hagfeldni rafvæðingar og vetnisvæðingar í samgöngum miðast við hagfeldni frekari metanvæðingar hvað svo sem líður markaðshagsmunum um að miða samanburð við bensín-og dísilbílinn. Ástæðan má öllum vera ljós. Metanbíllinn skapar heildrænan ávinning sem ekkert annað ökutæki stenst samanburð við í dag og að bestu manna yfirsýn til næstu 20 ára litið hið minnsta. Öllum sem rýnt hafa málaflokk orkuskipta í íslenskum samgöngum ber saman um að þáttur metanvæðingar mun vega þungt við heildar orkuskipti í samgöngum þjóðarinnar á þessari öld. Tímalínan athafna og aðgerða blasir við. Metanvæðingin er á rásmarki þjóðarleikvangsins með keflið í hendi. Aðrir valkostir eru í æfingabúðum og mun vonandi skila sér inn á leikvanginn með hætti sem á erindi við almenning innan fárra áratuga.
- Við vitum að aukin metanvæðing ætti að vera forgangsmál okkar Íslendinga í orkuskiptum í dag,
- Við vitum að full nýting á öllu því metani sem hægt er að framleiða á Álfsnesi skilar mestum ávinningi í samgöngum sem völ er á fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyriræki, þjóðarbúið og umhverfið.
- Við vitum að metan eldsneyti er ætlað mikilvægt hlutverk í samgöngum á Íslandi og um allan heim á þessari öld.
- Við vitum að við getum stóraukið framleiðslu á metani umfram það sem unnt er að framleiða í dag á Álfsnesi.
- Við vitum að ekki er unnt að sjá fyrir hagfelldustu hlutdeild metannotkunar í landinu til loka þessarar aldar.
- Við vitum að ef tryggja á sem mestan þjóðarhag við orkuskipti í samgöngum Íslendinga þurfa aðrir valkostir að miðast við hagfeldni aukinnar metanvæðingar í landinu.
- Við vitum að valkostum til orkuskipta munu fjölga í framtíðinni
- Við vitum að hagfeldni valkosta mun verða mismunandi milli landa af ýmsum ástæðum.
- Við vitum að þeir sem tala fyrir öðrum orkugjöfum benda margir á mikilvægi metan eldsneytis fyrir flutningabíla, skipaflota og flugför í framtíðinni og vilja beina metanvæðingunni þangað svo þeir geti miðað sitt markaðsboð við bensín-og dísilnotkun og starfað sem best á fólksbílamarkaði.
- Við vitum að margt af því eldsneyti sem í boði mun verða lítur að íblöndun í bensín og dísil.
- Við vitum að tímalína margra valkosta til orkuskipta hefur verið fær fram í markaðsskini
- Við vitum nógu mikið um stöðu þjóðarbús okkar til að átta okkur á að minni gjaldeyrisnotkun í samgöngum er þjóðþrifamál og að notkun á metan/bensínbíl tryggir mestan árangur.
- Við vitum að orkuskipti í samgöngum verða ekki hröð í landinu ef þau miðast við fjárfestingu almennings í nýjum ökutækjum í dag.
- Við vitum að um 2000 nýir fólksbílar voru teknir í notkun í landinu á árinu 2009 og að stærstur hluti þeirra var notaður af bílaleigum.
- Við vitum að unnt er að uppfæra alla bensínbíla þannig að þeir geti einnig gengið fyrir metan eldsneyti.
- Við vitum að eftir uppfærslu bensínbíls á eigandinn val um að aka á metani eða bensíni - að bíllinn hafi tvo tanka og kemst því lengra á eldsneytisbyrgðum - aukið ferðafrelsi ef eitthvað er.
- Við vitum að unnt er að uppfæra bensínbíla fyrir verð á bilinu 350-500 þús kr.
- Við vitum að ef bensínbíll eyðir 10L/100km getur eigandinn skapað sér ábata upp á á bilinu 1-1,4 milljónir króna með akstri sínum á metani í stað bensíns næstu 100.000 km
- Við vitum að með 100.000 km akstri á metani í stað bensíns á sama bíl sparast gjaldeyrir þjóðarinnar (nettó) svo nemur um 800.000 kr ( m.v. gengi EUR=170kr)
- Við vitum að í ofangreindu dæmi skapast umhverfislegur ávinningur í formi minni losunar gróðurhúsalofttegunda svo nemur um 23Tkg af CO2-ígildi ( 2,325 kg/L af CO2-ígildi)
- Við vitum að samgönguráðuneyti og Umferðastofa hafa nú þegar aðlagað reglugerðir og lagaumhverfi þannig að heimilt er í dag að uppfærslu ökutækja þannig að þau geti einnig nýtt metan eldsneyti - skoðunarhandbók.
- Við vitum að forstjóri Ríkiskaupa áréttaði nýverið fyrir forstöðumönnum ríkisfyrirtækja að engin reglugerð eða lög innan Evrópusambandsins banni eða hindri að opinberum innkaupum í samgöngum sé beint að vöru eða þjónustu sem styður umhverfisvænar samgöngur og atvinnu-og nýsköpun í landinu. Og að Evrópusambandið hvetur til þess að innkaupum sé beint með hætti sem eykur sjálfbærni þjóða.
- Við vitum að nettó fjárstreymi til hins opinbera þarf ekki að dragast saman þótt hið opinbera leggi ekki álögur á notkun metans annað en virðisaukaskattinn.
- Við vitum að spár um þróun bensínverð í heiminum eru á einn veg - hærra heimsmarkaðsverð.
- Við vitum að vegna gríðarlegs þjóðhagslegs ávinnings af aukinni metanvæðingu er kostnaður vegna eflingar á dreifikerfi fyrir metan engin fyrirstaða.
- Við vitum að það tekur um 3 mánuði að opna nýja metanstöð í landinu.
- Við vitum að það eru 5 dælur fyrir metan á höfuðborgarsvæðinu í dag og hægt að tvöfalda þær á stuttum tíma á núverandi afgreiðslustöðum.
- Við vitum að unnt er að þjóna vel tugum þúsunda ökutækja með 5 afgreiðslustöðum á höfuðborgarsvæðinu og fimm á landsbyggðinni.
- Við vitum að fyrirhugað er að framleiða metan eldsneyti á Akureyri og opna afgreiðslustöð þar.
- Við vitum að rannsóknir hafa leitt í ljós að unnt er að framleiða metan eldsneyti úr mykju frá 98 býlum við Eyjafjörð sem nægir fyrir um 5000 fólksbíla m.v. eldsneytisnotkun véla í dag.
- Við vitum að fyrsti einyrkinn í landinu hefur þegar hafið framleiðslu á metani á búgarði sínum - Hraungerði.
- Við vitum að þróun á brunavélum er mikil í dag og þegar komnar á markað véla sem skila sama afli á áður með mun minn notkun á eldsneyti.
- Við vitum að ávallt er hægt að flytja metan til landsins í stað bensíns ef okkar eigin framleiðsla annar tímabundið ekki eftirspurn og spara samhliða umtalsverðan gjaldeyri.
- Við vitum að meira er til af metani í heiminum en bensíni og dísilolíu og að metani úr jarðgasi er mun ódýrara en bensín og dísilolía á heimsmarkaði.
- Við vitum að metan út jarðgasi er mun umhverfisvænni orkugjafi en bensín og dísilolía.
- Við vitum að flestir bílaframleiðendur heims framleiða bíla með svonefndri tvíbrennivél ( metan/bensín) sem hafa tvo eldsneytistanka og að framboð slíkra bíla eykst hratt um allan heim.
- Við vitum að ferðafrelsi á metan/bensínbíl er hið sama eða meira en á bensínbíl sömu gerðar vegna þess að bíllinn getur gengi fyrir metan eða bensíni.Og að ef metan er notað brennir bíllinn ekki bensíni.
- Við vitum að í skýrslu NAS sem birt var í október 2009 er með ýtarlegum hætti gerð skil á umhverfisáhrifum samgöngukost samkvæmt lífferilsgreiningu og horft með áreiðanlegum hætti fram til ársins 2030.
- Við vitum að hlutfallslegur umhverfislegur ávinningur orkuskipta í samgöngum þar sem íslenskt metan er notað í stað bensíns og dísilolíu er í algjörum sérflokki í samanburði við alla aðra fyrirsjáanlega valkosti til vélknúinna samgangna langt inn í þessa öld. Og svo mikill að ávinningur metan ökutækja fram yfir rafbíla og tvinnbíla kom einnig skýrt fram þótt miðað væri við metan eldsneyti sem unnið er úr jarðgasi.
- Við vitum að metanvæðing í samgöngum með framleiðslu á metni úr lífrænu efni á yfirborði jarðar stuðlar að aukinni sjálfbærni og auknu orkuöryggi þjóðarinnar sem lítur að sjálfstæði þjóðarinnar.
- Við vitum að við getum framleitt metan úr lífrænu efni á yfirborði jarðar sem annað gæti eftirspurn alls bílaflota landsins ef því væri að skipta.
- Við vitum að fjöldi fagaðila telja sterkar vísbendingar um að jarðgas sé að finna á Drekasvæðinu og ef það reynist í fullnægjandi magni geti útflutningur verið mjög arðbær.
- Við vitum að STATOIL selur jarðgas til Skotlands um lögn á hafsbotni sem spannar mun meiri vegalengd en sem nemur vegalengdinni frá Íslands til Skotlands ,um 980 km.
- Við vitum að væntinga standa til að jarðgas sé að finna í vinnanlegu magni við austurströnd Grænlands og að ef rétt reynist sem og á Drekasvæðinu skapast grundvöllur fyrir samnýtingu á lögninni frá Íslandi til Skotlands - sala á jarðgasi inn á dreifikerfi Evrópu.
- Við vitum að sundurlyndisfjandinn er okkar helsta áskorun við orkuskipti í samgöngum.
- Við vitum að orkuskiptum þjóðarinnar hefur þokað áfram síðastliðin ár með óhagfelldum hægagangi.
- Við vitum að nú, sem aldrei fyrr, er tími til að ganga fram af festu með skýra forgangsröðun að leiðarljósi við orkuskiptin.
- Við vitum að við getum aukið sjálfbærni og orkuöryggi þjóðarinnar á grundum gatna með aukinni metanvæðingu bílaflotans.
- Við vitum að metanvæðingin veitir okkur möguleika á að viðhafa orkuskiptin með hagfelldasta hætti sem völ er á - umhverfislegur, þjóðhagslegur og rekstrarlegur ávinningur.
- Við vitum að metanvæðingin tryggir hagfelldustu gjaldeyrisnotkunina við orkuskiptin og ódýrustu leiðina til að tryggja ferðafrelsi og samgönguöryggi almennings í landinu að því gefnu að vélknúið ökutæki verið hér eftir sem hingað til almenningseign í landinu..
- Við vitum að þær þjóðir sem mestum árangri hafa náð við orkuskipti í samgöngum hafa notið skýrrar stefnumörkunar frá stjórnvöldum og notið leiðtoga í stjórnsýslunni sem veigra sér ekki við að vísað veginn og fara hann sjálfir - að leiða för og toga.
- Við vitum að við orkuskipti í samgöngum takast á gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir. Og að aflmiklum aðilum á markað þarf alls ekki að hugnast það sem þjóða er fyrir bestu að viðhafa.
- Við vitum að umhverfisvæn orkuskipti vélknúinna ökutækja geta ekki átt sér stað með ódýrari og þjóðhagslega hagfelldari hætti en með stóraukinni metanvæðingu.
- Við vitum að í landinu eru um 245.000 ökutæki og þar af fólksbílar um 210.000
- Við vitum að verðmæti ökutækja í umferð á Íslandi nemur alls um 500 milljörðum króna - ríflegum tekjum ríkisins á einu ári.
- Við vitum að Ísland flytur inn eldsneyti fyrir um 20 milljarða kr á ári (gjaldeyrir).
- Við vitum að verðmæti þess metan eldsneytis (m.v. bensínverð) sem við brennum árlega í stað þess að nýta á ökutæki okkar nægir til að byggja upp framtíðar dreifikerfi á höfuðborgarsvæðinu og við hringveginn - ef hið opinbera æki á metan eldsneyti og greiddi bensínverð fyrir mætti t.d. byggja um metan-dreifikerfi landsins án nokkurs útgjaldaauka fyrir hið opinbera - hratt og örugglega.
- Við vitum að við málaflokki orkuskipta í samgöngum verður ekki mætt með hlutleysi ef árangur á að nást.
- Eina raunhæfa og hagfellda leiðin til orkuskipta í samgöngum þjóðarinnar felur í sér stóraukna metanvæðingu:
- NÆSTU SKREF á árinu 2010 1) Stóraukin metanvæðing gerð að forgangsmáli stjórnvalda og stefnan kunngjörð. 2) Stórefla þarf afkastagetur við að uppfæra ökuræki í metan/bensínbíla - hvatar, þjálfun, menntun. 3) Uppfærsla bíla hvött - hluti af sparnaði eldsneytiskostnaður nýttur til að greiða niður hagfelld GRÆN LÁN til uppfærslu - viðskiptakort í smíðum. Og skattaafsláttur veittur 2011 sem miðast við umfang orkuskipta - notkun á metani rekjanleg með áreiðanlegum hætti með metankorti. 4) Opnun á nýrri afgreiðslustöð á höfuðborgarsvæðinu og fyrstu afgreiðslustöð á Akureyri 2010 - bein eða óbein aðkomu ríkis og bæjar. 5) Grunnur lagður að stóraukinni metanframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu , á Akureyri og víðar á landsbyggðinni.
- Á Ólympíuárinu 2012 eigum við að stefna að því að hægt verði að aka hringveginn á íslensku metani og fylla á metanbyrgðir á 5 stöðum á landinu.
Fordæmalaus staða þjóðarinnar kallar á fordómalaust viðbragð, fordæmalausar aðgerðir og um margt fordæmalausa aðferðafræði.
Senn mun Íslands umferð batna,
eflist rekstur líf og getan.
Hagur vex á grundum gatna,
gæfusporið íslenskt metan.
Náttúru, mannfélagi og samfélagi allt - takk fyrir í dag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.3.2010 kl. 13:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Vilhjálmsson
Nýjustu færslur
- Er bensínbílum að fjölga hlutfallslega séð? Fátt er svo með ö...
- Hryllingur stríðs - hefur aukið áreiti og gagnsæi deift tilfi...
- VEL GERT SORPA - heimsklassa framleiðsla á metaneldsneyti úr ...
- 2024 Til lukku með nýtt almanaks- og bætingaár - stöðugt hærr...
- Metan er málið og hefur blasað við um áratuga skeið - og börn...
Athugasemdir
Sæll Einar, þú átt þakkir skyldar fyrir mikla og góða vinnu í þessum málum. Vonandi nær þekking þín eyrum þeirra sem gæta eiga hagsmuna þjóðarinnar á þessum síðustu og verstu. Ekki veitir þjóðarbúinu af tekjuauðlindum eins og þeirri sem metan er. Nú vill svo til að ég þekki töluvert til í Svíþjóð. Það er metan að sækja á svo um munar enda svíar búnir að átta sig á kostum metans. Í því samhengi vil ég benda áhugasömum á síðuna www.biogasportalen.se, en á henni má finna tölfræði yfir aukningu á framleiðslu og notkunar á metan sem eldsneyti í Svíþjóð.
Sá einnig hér:
Takk fyrir gott blogg Einar.
Birgir Már
Birgir Már (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 14:45
Heill og sæll Birgir og 1000 þakkir fyrir eflandi orð. Stórefling metanvæðingar í landinu er að renna upp fyrir þjóðinni sem eitt þeirra forgangsverkefna sem getur bætt hag almennings, umhverfis og þjóðarbús, hratt og örugglega, og með hætti sem jafnframt á erindi við þjóðina til framtíðar litið. Það er að renna upp fyrir mönnum að Öskubuskuævintýrið er að springa út á orkuskiptaballinu - stjúpur hafa í auknum mæli áttað sig á því. Það er mikið fjör á ballinu og margt í vændum- kominn tími til að innivinnuvíkingar fari að læra að beina spjóti sínu betur.
Einar Vilhjálmsson, 13.3.2010 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.