Metanvæðing leigubíla borgar sig hratt upp og skapar mikinn umhverfislegan ávinning - segir Snorri Karlsson hjá Hreyfli

Snorri Karlson leigubílstjóri hjá Hreyfli lét uppfæra leigubílinn sinn nýverið , Honda CR-V 2008, í metan/bensínbíl svo hann eigi einnig val um að aka leigubílinn á metan eldsneyti. Bíllinn getur eftir sem áður gengið fyrir bensíni þar sem eingöngu er um að ræða að bæta við bílinn smá búnaði og stilla stjórntölvuna. Ráðlegt er að gera ráð fyrir að uppfærsla á bíl taki 2-5 daga eftir gerð og tegund bíla.  

Til að gera uppfærsluna einfaldari er metan eldsneytisgeymi gjarnan komið fyrir í farangursrými bíla eins og sjá má á myndinni. Með þessum hætti er kostnaði haldið niðri en uppfærsla með þessum hætti kostar algengt á bilinu 400-500 þúsund krónur með virðisaukaskatti eftir gerð bíla.

Undir vélahlífinni er litlum þrýstiminnkara komið fyrir ásamt stjórntölvu sem stýrir eldsneytisnotkun bílsins sjálfkrafa frá metani yfir í bensín ef metanbirgðir klárast. Metandeilum er komið fyrir með traustum hætti og mismunandi eftir bílgerðum- einn fyrir hvern strokk. Áfyllingarstút fyrir metan með loki er komið fyrir við hliðina á bensínlokinu eða bakvið lokið við hliðina á bensínsinntakinu eftir bílgerðum.

Snorra lætur vel af þjónustu og frágangi Vélamiðstöðvarinnar hf sem sá um uppfærsluna. Miðað við reynslu Snorra fyrsta mánuðinn þykir ljóst að uppfærslan muni borga sig fyrir hann á nokkrum mánuðum.

,,Eldsneytiskostnaðurinn hjá mér hefur lækkað á bilinu 12-14 krónur/km við það að aka á metaninu. Þetta jafngildir sparnaði fyrir mig sem nemur um 7L/100km ef ég væri að aka á bensíni. Miðað við 400km akstur á einum laugardegi spara ég í eldsneytiskaupum um 5500 kr og mun því geta greitt uppfærsluna upp á stuttum tíma‘‘.

Aðspurður um viðbrögð farþega segir Snorri að þegar hann sé spurðu um bílinn almennt komi eldsneytið gjarnan til umræðu og að farþegar taki því mjög vel að ferðast á íslensku og umhverfisvænu eldsneyti- finnst það mjög jákvætt.  Innskot, þess má geta að metan er skaðlaust eldsneyti við innöndun og snertingu og af því skapast minni eldhætta en af bensíni og dísilolíu - slökkvibílar,sjúkrabílar, lögreglubílar, leigubílar og skólabílar ganga fyrir metan eldsneyti víða um heim.

Fyrir utan rekstrarávinning Snorra er rétt að nefna að með uppfærslu og akstri í íslensku metani ekur Snorri á umhverfisvænsta leigubíl sem völ er á (af hans gerð) og hann skapar samhliða mikinn þjóðhagslegan ávinning með gjaldeyrissparnaði og atvinnusköpun í landinu. Enginn vélknúinn samgöngumáti hefur í för með sér minni gróðurhúsaáhrif en bíll sem gengur fyrir íslensku metan samkvæmt samanburði á lífferilsgreiningu ökutækja og orkukerfa þeirra- þar með taldir rafbílar , tvinnbílar(rafmagn/bensín) og bílar sem nýtt geta etanól eða metanól.

Til áréttingar á þeirri miklu vakningu sem er að eiga sér stað meðal þjóðarinnar, um rekstrarlegan, umhverfislegan og þjóðhagslegan ávinning metanvæðingarinnar, má geta þess að biðlistar eru að lengjast eftir uppfærslu hjá Vélamiðstöðinni og fyrirtækið Einn Grænn sem byrjar að uppfæra bíla hér á landi í þessum mánuði forseldi fyrstu sendingu sína á nokkrum dögum.

Næstu gerðir metan/bensínbíla sem uppfærðir verða hjá Vélamiðstöðinni og koma á götuna fljótlega eru Toyota Corolla, Chrysler Town & Country , Toyota Tundra V8 og Dodge Ram .

Ljóst er að eftirspurn er eftir notuðum metan/bensínbílum og að hún muni aukast mikið á næstu misserum og árum. Þannig telja gárungarnir að besta leiðin til að tryggja sölu og viðunandi söluverð á mörgum gerðum bensínbíla sé að uppfæra þá í metan/bensínbíl - að uppfærslukostnaður fáist til baka við sölu hvort sem er. Eða eins og einn viðmælandi  orðaði það;

 
,, Hver heldur þú að fari að kaupa notaðan bensínhák þegar bensínlítrinn er kominn hátt í 250 kr ef ekki hærra?"

Uppfærsla á dísilbíl í metan/dísilbíl verður í boði fljótlega.

Sjá frétt á metan.is:  http://metan.is/user/news/view/0/324


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki rét hjá ykkur að fá fiski/afla brottkastið 40% af afla í land og gera lífdisil þúsundir tonna , áburð og fleirri afurðir og atvinnuskapandi jú og umhverfisáhrifin maður , því er ekkert rausað um þetta mál og Ómar er það af því að það er ekki svo mikil sjónmeingun og LÍU styrktaraðilar pólitík ?

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 18:28

2 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Takk fyrir þetta Ásgeir.  Unnt er að framleiða metan eldsneyti úr ÖLLUM lífmassa og þar fyrir utan tryggir metanferlið betri nýtingu á lífmassanum. Einnig er hægt að uppfæra dísilvélar svo þær gangi fyrir metani. Ekkert sá flott sýn að nýta allan lífmassa sem til fellur í sjávarútvegi og framleiða metan eldsneyti á bátana. Mundu að metaneldsneytið má framleiða úr öllum lífmassa, einnig frá heimilum, skólpi, landbúnaði og .... . Að auki er það gerlegt fyrir byggðalögin sjálf að framleiða metan og getur lagt grunn að, sjálfbærni landsvæða í orkulegur tilliti og mögnuðum viðsnúningi á atvinnulífi og mannlífi fyrir utan þann mikla umhverfislega ávinning sem hér um ræðir - náttúru, mannfélagi og samfélagi allt. Í Noregi ganga ferjur fyrir metani sem og strandgæslubátar. Metanvæðing smábátaútgerðar er aðgerðarhæf sýn sem gerir íslenska smábátaútgerð svo afgerandi á heimsvísu að allt sem hús snertir úr sjó verður að gulli á próteinmörkuðum á morgun.
Ég var í smá hugarleikfimi í morgun  með enskum blæ ( með smá skáldaleyfi) og á eftir að breyta honum í íslenskan byr: nature - community - society - humanity - globality -synergy ~ allosteric interaction   
Leirburður-1: lífvist-samvist-félagsvist-mannvist-hnattvist-eflingarvist- hamstýrivist.

Einar Vilhjálmsson, 13.3.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband