Hvað sögðu Þórður og Katrín á Sprengisandi Sigurjóns í dag?

Þórður Friðjónsson fyrrverandi forstjóri  Þjóðhagsstofnunar og  Katrín Ólafsdóttir  fyrrverandi hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun voru gestir  Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í dag. Hvað kom fram í máli þeirra ?
  1. Þjóðhagsstofnun var lögð niður á sínum tíma nánast í beinni útsendingu. Kom til framkvæmda 1.júlí 2002.   Þórður Friðjónsson ráðinn forstjóri Kauphallar Íslands og kynnir starfsemina 2002 - sjá: http://www.google.is/search?sourceid=navclient&ie=UTF-8&rlz=1T4ADBR_enIS319IS319&q=%c3%9e%c3%b3r%c3%b0ur+Fri%c3%b0j%c3%b3nsson
  2. Opinber tilkynning : Þjóðhagsstofnun var lögð niður hinn 1. júlí og verkefni hennar færð til Hagstofu Íslands og fjármálaráðuneytisins. Þeim verkefnum Þjóðhagsstofnunar sem snúa að mati á ástandi og horfum verður sinnt af efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þess er vænst að þessar breytingar valdi sem allra minnstri röskun á þeirri þjónustu sem Þjóðhagsstofnun veitti. Reynt verður að leysa úr öllum fyrirspurnum sem hefði verið beint til stofnunarinnar af öðrum hvorum aðilanum sem við verkefnunum taka.  Sjá:  http://www2.stjr.is/frr/thst/index.htm
  3. Katrín Ólafsdóttir  skrifar um ráðhaginn að leggja niður Þjóðhagsstofnun: http://www.ru.is/kennarar/katrino/Thjodhagsstofnun.pdf
  4. Í þættinum heyrði ég ekki betur en að Þórður og Katrín væru sammála um eftirfarandi megin vandamál:
  5. Eftir einkavæðingu bankanna 2002 hófust lánveiting til skyldra aðila - af einhverjum ástæðum náðu stjórnvöld ekki að festa hendur á þeirri starfsemi.
  6. Einstaklingar tóku bankana yfir og hófu bankastarfsemi með hætti sem er sjaldséður í heiminum.
  7. Seðlabankinn valdi verðbólgumarkmið við fjármálastjórn - hefur aldrei verið gert í jafn litlu hagkerfi og okkar.
  8. Stjórnvöld völdu skattalækkun á þenslutíma - ekki hyggileg aðgerð
  9. Þegar Jöklabréfin fara að aukast brást Seðlabankinn seint við
  10. Icesafe - megin mistök - átti aldrei að gerast að útibú fengi að starfa erlendis - Icesafe dótturfyrirtæki átti að vera skilyrði.
  11. Hvernig stóð á því að á miðju ári 2008 ríkti sátt um að fært væri til bókar að eigið fé bankanna væri 800-900 milljarðar en nokkrum mánuðum síðar er það skilgreint neikvætt um 6000 milljarðar - viðsnúningur upp á um 7000 milljarða.
  12. Það var/er eitthvað mikið að ef banki kemst upp með að lána eignarhaldsfélögum í stórum stíl án trygginga og tekur sjálfur alla áhættu af framvindu mála.
  13. Eignasafn bankanna var rýrt þar sem bankarnir tóku að mestu sjálfir áhættuna af útlánum sínum.
  14. Fara ber varlega í að áætla að Seðlabankanum hafi fyllilega verið ljóst hver staðan var á hverjum tíma og/eða í hvað stefndi.  Það er verulega ofsagt að segja menn hafi talið miklar líkur á því að bankakerfið myndi hrynja þótt ýmsir hafi bent á að líkindi fyrir slíkri atburðarás hefðu aukist mikið á árinu 2006.
  15. Ýmislegt jákvætt hefur gerast í bankamálum nýverið -  Íslandsbanki er kominn með nýja stjórn og skipulagning annarra í burðarliðnum.
  16. Mikilvægt að hægt verði að styðjast við fjárlögin 2010
  17.  Of margir virðast halda að biðstaða sé besta leiðin til að byggja okkur upp fyrir framtíðina.  EF farsæll markaðsbúskapur á að verða okkar leiðarval þurfum við að hraða því að ríkið taki putta sína úr eignarhaldsfélögum  - það að varan (fyrirtækin) séu ekki söluhæf er tvíbent fullyrðing- mikill vafi er á því að þessi nálgun sé ráðleg - hún er í raun á villigötum - eignarsýslufyrirtækin mörg hver þarf að setja sem fyrst á markað - ekki geyma alla hluti.  Forðast ber að endurtaka mistökin, halda fyrirtækjum inni í eignarhaldsfyrirtækjum með uppblásna efnahagsreikninga sem endurspegla engan veginn stöðu mála - við verðum að horfast í augu við þörfina á að koma fyrirtækjunum í markaðshæft rekstrarform  - það er enginn að leggja til brunaútsölu af verstu gerð þótt mikilvægi þess sé áréttað að taka til í efnahagsreikningi fyrirtækjanna sem fyrst og koma þeim á markað. Fyrirtækin verða að komast í form til að geta hreyft sig á markaði og skapað verðmæti. Feitur efnahagsreikningur skapar ekki sjálfgefið þann styrk né það snerpuþol og úthald sem fyrirtæki þurfa að búa yfir til að geta skapað raunveruleg verðmæti með áreiðanlegum hætti til framtíðar litið.

 Já - þetta með að vera fitt á markaði - koma sér í form - margt má um það segja - ljóst þó að lömunaráhrif endalausra útlistinga verða vart talin hjálpleg í stöðu okkar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel nokkuð ljóst að sú aðgerð að leggja þjóðhagsstofnun niður hefur dregið kjarkinn úr forráðamönnum annarra eftirlitsstofnana að beita sé gagnvart fjármálakerfinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband