Til hamingju Umhverfisstofnun - jók um 100% notkun stjórnvalda á umhverfisvænasta og þjóðhagslega hagfelldasta vélknúna ökutækinu sem völ er á til framtíðar litið á Íslandi- tóku í notkun metan/bensínbíl.

 Umhverfisstofnun tók nýverið í notkun metan/bensínbíl sem gerir stofnuninni kleift að spara umtalsverða fjármuni í rekstri með því að skipta út bensínbílnum. Með vali sínu leggur stofnunin einnig grunn að umtalsverðum gjaldeyrissparnaði þar sem metan eldsneytið sem bíllinn gengur fyrir er framleitt hér á landi. Þannig þarf ekki að senda úr landinu 35-40% af dæluverði eldsneytisins eins og þjóðin þarf að viðhafa til að kaupa bensín og dísilolíu af Bretum. Þar fyrir utan leggur stofnunin mikilvægt lóð á vogaskál atvinnu-og nýsköpunar í landinu og aukins orkuöryggis þjóðarinnar með sjálfbærum hætti.

Og er þá allt ósagt um þann mikla heildræna umhverfislega ávinning sem orkuskipti frá notkun jarðefnaeldsneytis ( bensín, dísilolía) yfir í íslenskt metan  hefur í för með sér í samanburði við alla aðra vélknúna valkosti til samgangna enda á rafbíllinn langt í land í að skapa viðlíka heildræna umhverfislegan ávinning . Sjá, NAS-skýrslan - engin smá frétt: http://metan.is/user/news/view/17/300  

Val Umhverfisstofnunar á metan/bensínbílum grundvallast vissulega á þeim mikla heildræna umhverfislega ávinningi sem metan/bensínbíllinn veitir fram yfir alla aðra sambærilega valkosti. Þannig má segja að hinn mikli og margþætti rekstrarlegi og þjóðhagslegi ávinningur sé kærkominn bónus fyrir stofnunina. Vonandi reynist þetta fordæmi Umhverfisstofnunar sá leiðarvísir sem gerir forstjórum 250 ríkistofnanna auðveldara með að láta hagsmuni lands og þjóðar ráða för við val á ökutækjum.

Skoðum nokkrar tölur um þann margþætta ávinning sem Umhverfisstofnun skapaði með því að skipta út bensínbíl fyrir metan/bensínbíl - tölu miðast við 200.000 km akstur og sparnað í eldsneyti sem nemur 95kr/lítra.
  • Rekstrarlegur ávinningur - ef við skoðum bara sparaðan eldsneytiskostnað (nafnverð) - um 1,5 milljón kr.
  • Þjóðhagslegur ávinningur -  ef við skoðum bara gjaldeyrissparnað þjóðarinnar vegna eldsneytiskaupa: um 1,1 milljón kr
  • Umhverfislegur ávinningur - ef við skoðum bara minni losun gróðurhúsalofttegunda: Um 33.000 kg af CO2-ígildi. ( um 33 Tkg, 33 tonn) 
Já, er þetta ekki magnað - hér er bara um að ræða einn metan/bensínbíl og miðað við að ekið sé á metan fyrst og fremst. Auðvita er hægt að aka á bensíni á þessum metan/bensínbíl ef á þarf að halda, en hvaða ábyrgi ríkisstarfsmaður gerir það á stór-Reykjavíkursvæðinu þar sem metan er í boði í dag. Gleymum því ekki að megnið af akstri fjölmargra ökutækja í opinberrum rekstri á sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarval og forgangsröðun ráðamanna við orkuskipti í samgöngum liggur málefnalega morgunljóst fyrir. 

1000  þakkir til Umhverfisstofnunar - farsæl ferðalög hefjast gjarnan með einu skrefi og ekki bannað að hlaupa ef hagur lands og þjóðar liggur við.

Fallegur dagur - áfram Ísland 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband