Þökk sé forseta vorum - glæsileg framganga Ólafs Ragnars Grímssonar á BBC

 Það er göfugt að gera sitt besta og skila góðu verki miðað við sig. Annað að vera afgerandi góður miðað við aðra sem vísar gjarnan til þess að vandað hafi verið við val á viðfangsefni. Innilegustu þakkir til Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar fyrir dýrmæta ljósvakastund á BBC í gær.

 Sjá viðtal við ÓRG á BBC hér:  http://www.youtube.com/watch?v=vTP3DH5YQhc

  •           Að gera sitt besta er göfugt,
  •           gjarnan að mörgu að hyggja.
  •           Verklag  sem unnið er öfugt,
  •           ætti helst enginn að þiggja.

         

  •           Eitt er að vera góður í gang,
  •           genginn er annað og meira.
  •           Bestum er gjarnan fært í fang,
  •           farg sem margur vill keyra.
  
  •          Á ögurstundu í ljósvakans vök,
  •           vandaður hræðist ei spuna.
  •           Krafa um uppgjör saka á sök,
  •           sællega lætur sig una.
  
  •           Í horni vitrum er markað mið,
  •           mót skrumi rökum beitir.
  •           Lengist nú ögn sú breska bið,
  •           sem Browns-aðferðin veitir.
  
  •           Ólafur Ragnar þökk sé þér,
  •           þúsaldar framkoman ný.
  •           Hælkrók naskur nýtti sér,
  •           niður fór BB-sí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Allt sem hann segir þegar öllu er á botninn hvolft er að Íslendingar hafi samþykkt að borga og muni borga, bara að þjóðin á að sitja uppi með Svarta-Pétur og leggja blessun sína yfir það sem hann þorði ekki sjálfur.

Gísli Ingvarsson, 7.1.2010 kl. 11:19

2 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Takk fyrir þetta Gísli. Það er svo margt sagt með fasi og framkomu í ljósvakamiðlinum Gísli sem ekki verður rakið til orðanna sjálfra sem notuð eru. Þannig gætum við lengi rætt um hvað hann segir þegar öllu er á botninn hvolft. Inngangur fréttarinnar og spurningarnar voru ansi gildishlaðnar á niðurrifsnótum. Fréttastjóri BBC féll á eigin bragði - þökk sé framgöngu forsetans.

Einar Vilhjálmsson, 7.1.2010 kl. 12:56

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Takk Einar,ég tek vel undir þitt bundna formi.

Ingvi Rúnar Einarsson, 7.1.2010 kl. 15:20

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Sammála. Hann ÓRG stóð alveg uppi í hárinu á fréttamanninum og lét fljúga nokkur hárbeitt skot á Breta og AGS ásamt því að leiðrétta margar og alvarlegar rangfærslur í fréttaflutningnum.

Ellert Júlíusson, 7.1.2010 kl. 15:23

5 identicon

Hann hefði ekki getað staðið sig betur, hann stýrði viðtalinu og sagði það sem segja þurfti.

Snilldarleikur hjá karlinum.

arnar helgi (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 20:07

6 identicon

Sæll Einar. Tek undir með þér. Forseti vor stóð sig með mikilli prýði eins og hans var von og vísa.  

Flemming Jessen (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband