Bjarni Ben stóð sig virkilega vel á RÚV í kvöld - einlægur og blátt áfram við einstakar aðstæður innan eigin flokks.

Það leyndi sér ekki í viðtalinu á RÚV í kvöld að Bjarna var brugðið vegna breiskleika bræðra og systra um borð í Sjálfstæðisskútunni. Hann var þó fjarri því að vera brotinn.  Engan skyldi undra að karlinum í brúnni sé brugðið vegna uppátækja bátsmanna á ögurstundu. Vissulega hefur byrinn verið sögulega mildur í seglum og gömlu fengsælu miðin í fjarska. Ekki var kúrsi Sjálfstæðisskútunnar stýrt með því að blindur hafi haldi um stýrið.  Sýn Bjarna birtist afar skýr og runveruleikatenging hans hefur verið morgun ljós.  Sem kallinn í brúnni hefur Bjarni staðið sínar vaktir vel þótt langar hafa verið á stundum og oft verið þörf fyrir skjót viðbrögð við hnútaköstum. Eitt er að bregðast við í brúnni með samhennta bátsmenn að baki sér sem starfa að heilindum. Annað að þurfa að standa vaktina án skýrra skilaboða um heiðarleika og áreiðanleika áhafnarmanna.  

Breytingabylgjan-okt20-2008 copySem stjórnandi hefur Bjarni svarað kalli áhafnarmanna um aukin áhrif um staðarval við veiðar og hefur innleitt lýðræðislegri verklasgsreglur um borð að ósk bátsmanna. Áhafnarmenn með atvæðisrétt hafa flestir átt því að venjast að búa við sterkan leiðtoga og líkað vel.  Þeir óskuðu hins vegar eftir því sjálfir að fá að koma að ákvörðun um kúrs og staðarval skútunnar í stórauknum mæli . Já, en án ábyrgðar á uppskeru þess ráðahags.  Lýðræðislegi stjórnandinn, sem kallað var eftir að héldi um stýrið,  stóð sína plikt kannski full vel – var ef til vill, að sumra mati, helst til hreinskiptin og trúr óskum og kröfum áhafnarmanna.  Og hefur fengið að launum frá hallaspjöllum um borð að hann sé ekki sá leiðtogi sem gert var ráð fyrir að stjórnandi yrði sem stýrði samkvæmt lýðræðislegri ákvörðun bátsmanna.  Já, er eitthvað til í því ?  Og þegar hlutur bátsmanna rýrnaði magnaðist áhrifamáttur hallaspjallanna sem óska eftir leiðtoga af gömlu gerðinni við stýrið. Getur það verið að aðferðafræðin við að breyta stjórnarháttum hafi verið tæknilega gölluð ?

Hvað veit ég?  Ekkert.  Þó læðist að mér sú tilfinning að þeir flokkar sem hvað mest hafa beitt sér fyrir innleiðingu samræðustjórnmála stefni í að missa verulegan spón úr aski sínum í komandi kosningum.  Hér er ég ekki að úttala mig sem andstæðingur hugmynda um samræðustjórnmál eða aukna hluttekningu almennings um leiðarval í stjórnmálum til heilla  fyrir okkar samfélag. Öðru nær. Aðeins að velta því upp hvort svo geti verið að tækniútfærslan við innleiðingu nýrra stjórnarhátta í stjórnmálum geti verið meingölluð. Og þá til vara að útkoma slíkra breytinga sé óboðleg fyrir þjóðina í dag.  Og til þrautavara að andstaða við breyttan stjórnunarstíl í stjórnmálum sé eðlileg fyrstu fetin.  Að Bjarni sé hið minnsta, að hluta til, fórnarlamb viðspyrnu geng lýðræðislegri stjórnunarstíl í stjórnmálum en tíðkast hefur. Breytingum sem viðbúið er að munu eiga sér stað fyrr eða síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki við hæfi að spila "behind blue eyes" með The Who fyrir Bjarna

Grímur (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 14:49

2 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Takk fyrir innlitið. Lagið er flott en textinn óviðeigandi gagnvart Bjarna þó finna megi línur í honum sem verðskulda viðurkenningu til þín fyrir tengingu.

Einar Vilhjálmsson, 12.4.2013 kl. 15:19

3 Smámynd: ThoR-E

PR stunt.

Ekki láta spila með þig ;)

ThoR-E, 12.4.2013 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Vilhjálmsson

Höfundur

Einar Vilhjálmsson
Einar Vilhjálmsson

Mottó: Efling hins megnuga sjálfs.                   
e.vilhjálmsson@gmail.com
S. 786-1020
Mannskepnan er mögnuð vera, man í sanskrít merkir hugur. Læt það versta alveg vera, veit þá mér ei brestur dugur. 081008

Nýjustu myndir

  • Mynd sem breytti Vietnamstríðinu
  • kim phuc phan thi 1 0f7e31f4825f4b6395b37744b3cc3264
  • 52419989986 32debd4cfa k (1)
  • 100 metan
  • Þrautseigja Shutterstock 613401872

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband